Fanney gæsuð í síðkjól með kórónu og borða úr fegurðarsamkeppnum

Fanney Ingvarsdóttir átti stórskemmtilegan dag þar sem hún var gæsuð …
Fanney Ingvarsdóttir átti stórskemmtilegan dag þar sem hún var gæsuð af vinkonum sínum. Samsett mynd

Síðastliðna helgi komu vinkonur Fanneyjar Ingvarsdóttur, markaðsfulltrúa Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottningu, henni verulega á óvart með stórskemmtilegum degi þar sem hún var gæsuð.

Fanney og unnusti hennar, Teitur Páll Reynisson, hafa verið saman í töluverðan tíma og eiga tvö börn saman. Þau trúlofuðust í janúar 2023 og hafa á undanförnum mánuðum verið í fullu að undirbúa brúðkaupið sitt.

Þakklát fyrir daginn og dýrmætar vinkonur

Vinkonur Fanneyjar komu henni heldur betur á óvart um helgina með gæsun. Það var mikið um söng, stuð og gleði í gæsuninni og var Fanney að sjálfsögðu klædd upp í síðkjól og með kórónu og borða úr fegurðarsamkeppnum.

Fanney hitti meðal annars skemmtikraftinn Evu Ruzu, tók lagið með Hreimi Erni Heimissyni, fór í stúdíó og á skemmtistaðinn Auto í góðra vina hópi. Vinkonur hennar voru duglegar að taka myndir og myndskeið yfir daginn og óhætt að segja að Fanney hafi verið í skýjunum, en hún birti myndaröð frá deginum á Instagram-reikningi sínum.

„Enn að ná mér niður eftir þessa helgi. Mínar allra bestu komu mér sannarlega á óvart og gæsuðu mig eins og best verður á kosið. Ég á engin orð til að lýsa deginum sem var hin allra mesta snilld frá upphafi til enda! Ég er þakklátasta kona jarðríkis þessa stundina og það er fyrst og fremst fyrir að eiga allar þessar dýrmætu vinkonur sem gerðu daginn ógleymanlegan. TAKK FYRIR MIG. Shout out á stóru systir sem flaug óvænt heim til að vera partur af gæsuninni,“ skrifaði Fanney við myndaröðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál