Selma 50 ára: „Elska þig drottningin mín“

Kolbeinn Tumi Daðason og Selma Björnsdóttir.
Kolbeinn Tumi Daðason og Selma Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selma Björnsdóttir, tónlistarkona, leikkona og leikstjóri, fagnar fimmtugsafmæli í dag. Á meðal þeirra sem fagna afmælinu er sambýlismaður Selmu, Kolbeinn Tumi Daðason fjölmiðlamaður, Kolbeinn Tumi játar ást sína á Facebook í tilefni dagsins. 

„Drottningin er fimmtug. Ég man þegar ég byrjaði að deita funheita orkustykkið Selma Björns fyrir á sjötta ári. Það hvarflaði ekki að mér að hún ætti svona stutt í hálfa öld. En nú er dagurinn runninn upp og ég hvet ykkur til að benda mér á góð vín sem eldast jafnvel og frúin. Við gætum þurft að kaupa þau og drekka,“ skrifaði Kolbeinn Tumi á Facebook og heldur áfram: 

„Þúsundþjalasmiðurinn er að heiman á afmælisdaginn. Það verður engum leikstýrt í dag, engin nafngjöf eða hjónavígsla, enginn prófaður fyrir hlutverk í bíómynd, engar talsetningar og engin veislustjórn. Í dag er Selma Björns afmælisbarnið. Það þýðir vatnsrennibrautir, mímósur, dekur og dinner með nánustu fjölskyldu. Hún elskar nefnilega fólkið sitt.

Ég er heppinn að deila lífinu með Selmu. Hún heldur mér á tánum, sér hlutina oft í öðru ljósi, vill keyra á hlutina þegar ég þarf að pæla endalaust í þeim, vill aldrei að partýið endi þegar ég er alveg búinn á því, bakkar mig upp þegar á þarf að halda, þráir ævintýri og stuð.

Ég er sjúkur í hana og hlakka til næstu... já, hvað segir maður eiginlega þegar fólk er orðið svona gamalt.... næstu fjölmörgu ára með Selmu fokking Björns. Elska þig drottningin mín,“ skrifar Kolbeinn Tumi að lokum. 

Selma Björnsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason.
Selma Björnsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Ljósmynd/Hulda Margrét

Fóru meðal annars á salsa festival

Selma var í viðtali í Morgunblaðinu í dag í tilefni stórafmælisins. Þar fór hún yfir ævintýralegan feril en líka áhugamál sín. 

„Ég fer mikið í sund, mér finnst gaman að fara í göngur á sumrin og elska að ferðast. Svo er ég að rembast við að læra ítölsku á netinu. Við maðurinn minn lærðum saman salsa og fórum á salsa festival í Króatíu og mig langar að halda því áfram,“ sagði Selma meðal annars í viðtalinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál