Nadine og Snorri: „Við erum á leið í sumarbústað“

Nadine Guðrún Yaghi og Snorri Másson ætla að verja hveitibrauðsdögum …
Nadine Guðrún Yaghi og Snorri Másson ætla að verja hveitibrauðsdögum í sumarbústað. Ljósmynd/Blik Studio

Það viðraði vel til giftinga á laugardaginn þegar fjölmiðlaparið Nadine Guðrún Yaghi, fyrrverandi fréttamaður og for­stöðumaður sam­skipta og þjón­ustu hjá flug­fé­lag­inuPlay, og Snorri Másson ritstjóri Ritstjóra gengu í hjónaband Í Siglufjarðarkirkju. Séra Skúli S. Ólafsson gaf hjónin saman. Á eftir var marserað með lúðrasveit niður á Kaffi Rauðku þar sem veisluhöld fóru fram. Nadine klæddist sérsaumuðum kjól frá Ylfu Hjaltested Pétursdóttur  og Snorri lét sérsníða á sig jakkaföt hjá Agli Ásbjarnarsyni í Suitup Reykjavík. 

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi gengu í hjónaband á …
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi gengu í hjónaband á laugardaginn var. Ljósmynd/Blik Studio

Hjónin byrjuðu saman í upphafi árs 2022 og hafa síðan þá drifið sig í að gera allt sem ástfangið fólk gerir; trúlofa sig, eignast barn, kaupa íbúð saman og fjölskyldujeppa. 

Þegar Nadine er spurð út í brúðkaupsdaginn segir hún að hann hafi verið dásamlegur í alla staði. 

„Við vorum alveg svakalega róleg enda var búið að skipuleggja allt fyrir okkur frá A-Ö sem ég kem betur inn á á eftir. Ég átti notalega stund á Sigló hótel með vinkonum mínum þar sem við fórum í heitan pott, sjósund, sauna og fleira. Gerðum okkur svo til á svítunni og dönsuðum og höfðum það. Snorri var með vinum sínum. Athöfnin var svo klukkan fjögur í Siglufjarðarkirkju og við fengum dásamlegt veður. Það var lúðrasveit sem spilaði brúðarmarsinn í kirkjunni og svo var skrúðganga niður á Kaffi Rauðku þar sem veislan var haldin. Í kirkjunni spilaði Allan Sigurðsson, góður vinur okkar, lagið Seabird sem hreyfði mjög við flestum gestanna. Flutningurinn var óaðfinnanlegur. Þá tóku vinir okkar Flóni og Jóhann Kristófer lagið 100p sem var ekki síður falleg stund. Veislan var svo algjörlega geggjuð og fólk var í banastuði. Dansgólfið var fullt til þrjú um nóttina þar sem ástin réð ríkjum,“ segir hún. Aðspurð um val á presti segir Nadine að Skúli S. Ólafsson hafi orðið fyrir valinu því hann sé fjölskylduprestur í fjölskyldu Snorra. 

Snorri kyssir á hönd eiginkonu sinnar.
Snorri kyssir á hönd eiginkonu sinnar. Ljósmynd/Blik Studio

Hvers vegna varð þessi dagur fyrir valinu og hver gaf ykkur saman?

„Hann skírði Snorra sem ungbarn, skírði Má okkar litla og fermdi Snorra síðan nýlega í steggjuninni hans.“

Hvers vegna skiptir máli að vera í hjónabandi?

„Með því staðfesta hjónin að þau séu saman í þessu alla tíð sama hvað á dynur. Svo er bara svo asnalegt að tala um kærastann sinn. Nú get ég loksins talað um eiginmanninn minn,“ segir hún. 

Ljósmynd/Blik Studio

Snorri og Nadine fengu fyrirtækið Stikkfrí til þess að sjá um skipulagningu brúðkaupsins. 

„Það eru konur sem hafa mikla reynslu af viðburðastjórnun en eru nú að sinna brúðkaupum sérstaklega. Önnur þeirra er systir mín, Denise MargrétYaghi, og hin heitir Karítas Ósk Harðardóttir. Við erum sannfærð um að við hefðum varla notið brúðkaupsins ef við hefðum þurft að bera ábyrgð á öllum undirbúningnum en það eru í alvöru milljón hlutir sem þarf að huga að þegar halda á stóra veislu. Þær sáu allt og höfðu frumkvæði að öllu og við þurftum liggur við bara að mæta með góða skapið, allt frá því að sjá um fjármálaþáttinn í litlu smáatriðin eins og blómaskreytingar, kertastjaka, borðaskipulag og regluleg samskipti við veislusalinn. Þær vita alveg hvað virkar og hvað virkar ekki og pössuðu að allt smylli saman. Þær sinntu þessu óaðfinnanlega og ég mæli með þessari þjónustu fyrir alla sem eru að fara að halda brúðkaup, svo mikið þess virði. Allt var unnið í góðu samstarfi við okkur og þær gerðu daginn okkar fullkominn,“ segir Nadine. 

Fjölskylda Snorra býr að hluta til á Siglufirði og þess …
Fjölskylda Snorra býr að hluta til á Siglufirði og þess vegna varð sá staður fyrir valinu.

Er ekki svolítil fyrirhöfn að ferja alla norður í land?

„Við fundum ekki fyrir því enda erum við svo sem vön að keyra þetta, en við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun. Allir voru sammála um að það hafi sett hátíðarhöldin á allt annað plan að vera komin út á land, langt frá heimilinu sínu í þeim eina tilgangi að skemmta sér. Flestir gestanna eru barnafólk sem voru mjög margir að fá fyrstu næturpössunina sína þannig það var langþráð frí og fögnuðurinn sem brýst út við slíkt skyndilegt frelsi er alveg ólíkur því þegar maður er á bakvakt. Svo er gaman að þetta var í raun þriggja daga hátíð.“

Snorri og Nadine með synina tvö, Má og Theodór.
Snorri og Nadine með synina tvö, Má og Theodór. Ljósmynd/Blik Studio

Hvers vegna vilduð þið gifta ykkur á Siglufirði?

„Fjölskylda Snorra rekur Hótel Siglunes og búa á Siglufirði hluta úr ári þannig við höfum verið mjög mikið þar. Sjálf er ég ættuð af Sigló. Bærinn er sá allra fallegasti á landinu að okkar mati og á vissan hátt er þetta auðvitað bær ástarinnar, samanber sögurnar allar af fólki sem kynntist á Sigló á síldarárunum.“

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir leiddi dóttur sína upp að altarinu.
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir leiddi dóttur sína upp að altarinu. Ljósmynd/Blik Studio

Hvernig var veislan?

„Sigurður Ingvarsson leikari og Þórdís Valsdóttir fjölmiðlakona, vinir okkar, stýrðu veislunni með myndarbrag. Ræða Jakobs Birgissonar grínista er það sem flestir töluðu um daginn eftir en það voru dæmi þess að fólk dytti úr stólunum sínum úr hlátri yfir þeim ósköpum. ClubDub sáu svo um að starta partíinu sem eru auðvitað miklir stemningsmenn, svo spilaði siglfirska bandið Ástarpungarnir við frábærar undirtektir og svo hélt Dj Danni Deluxe partíinu gangandi til þrjú um nóttina.“

Allan Sigurðsson flutti þeirra uppáhaldslag í Siglufjarðarkirkju.
Allan Sigurðsson flutti þeirra uppáhaldslag í Siglufjarðarkirkju. Ljósmynd/Blik Studio

Hvað stendur upp úr frá deginum?

„Úfff…svo margt. Ef ég verð að segja eitthvað eitt er það þegar Allan vinur okkar spilaði lagið okkar Snorra í kirkjunni. Hann er ekki vanur að koma fram en allir voru sammála um að hann hafi gert þetta óaðfinnanlega. Svo auðvitað bara að sjá allt fólkið sitt saman komið í sólskinsskapi að fagna ástinni. Þetta er alveg sérstakur viðburður í lífi manns.“

Ljósmynd/Blik Studio

Hvernig ætlið þið að verja hveitibrauðsdögunum?

„Við erum á leið í sumarbústað þar sem við ætlum að borða góðan mat, fá okkur kannski smá kampavín og hafa það náðugt. Eitt ráð til þeirra sem eru að fara að gifta sig er að biðja einhvern um að taka upp ræðurnar. Við ætlum einmitt að horfa á þær saman í bústaðnum. Mér var gefið þetta ráð og er mjög þakklát.“

Marserað var með lúðrasveit frá Siglufjarðarkirkju.
Marserað var með lúðrasveit frá Siglufjarðarkirkju. Ljósmynd/Blik Studio

Þegar Nadine er beðin um að deila góðu ráði þá segir hún að þau hafi látið taka upp allar ræður og haft ljósmyndara allan tímann svo veislugestir væru ekki fastir í símanum. 

„Við ákváðum að hvetja fólk til að vera ekki með símana á lofti í athöfninni af því að þá eru allir svo annars hugar. Í staðinn sömdum við við Blik Studio um að mynda allan daginn sem þau gerðu svona líka ótrúlega vel. Það kæmi mér á óvart ef til væru betri ljósmyndarar í brúðkaupið manns en þau. Ég bara get ekki hætt að skoða myndirnar sem þau tóku. Annars er líka mjög gott ráð að fela einum góðum gesti að taka upp allar ræðurnar og við gerðum það og nú er gaman að hlusta aftur,“ segir hún. 

Nýgift og alsæl.
Nýgift og alsæl. Ljósmynd/Blik Studio
Lúðrasveitin bjó til mikla stemningu.
Lúðrasveitin bjó til mikla stemningu. Ljósmynd/Blik Studio
Ljósmynd/Blik Studio
Ljósmynd/Blik Studio
Ljósmynd/Blik Studio
Brúðkaupsdansinn var stiginn.
Brúðkaupsdansinn var stiginn. Ljósmynd/Blik Studio
Slegið var upp brúðkaupsveislu á Kaffi Rauðku.
Slegið var upp brúðkaupsveislu á Kaffi Rauðku. Ljósmynd/Blik Studio
Það var einstök stemning í veislunni.
Það var einstök stemning í veislunni. Ljósmynd/Blik Studio
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál