Vilja að eiginmaður Páls Óskars fái ríkisborgararétt

Páll Óskar Hjálmtýsson og Edgar Antonio Lucena Angarita gengu í …
Páll Óskar Hjálmtýsson og Edgar Antonio Lucena Angarita gengu í hjónaband í mars. Skjáskot/Facebook

Poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson giftist ástinni heima í stofu þann 27. mars síðastliðinn. Sá heppni heitir Edgar Antonio Lucena Angarita og er hann fæddur 1983.

Angarita er ættaður frá Venesúela og nú hefur allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagt til að hann fái íslenskt ríkisfang.

Brynhildur Björnsdóttir, athafnastjóri hjá Siðmennt, gaf hjónin saman heima í stofu og var mikil gleði í loftinu. Páll Óskar greindi frá því að þetta væri besti dagur lífs þeirra og hann væri fullur af ást og skilyrðislausum kærleika. 

„All­ir sem þekkja mig segja það sama: Þau hafa aldrei séð mig svona ham­ingju­sam­an í líf­inu. Ég ætla að vera besti eig­inmaður í heimi, og akkúrat þegar þú held­ur að ég geti ekki orðið betri fyr­ir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri,“ sagði Páll Óskar á Facebook-síðu sinni daginn eftir brúðkaupið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál