Stjúpmóðir í vanda því kærastinn vill fara með öll börnin í frí

Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands.
Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Theodor Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­fræðing­ur hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er ný­far­in að búa með kær­ast­an­um sem á tvö börn af fyrra sam­bandi. Þau grein­ir á um margt og nú vill hann fara með öll börn­in í frí til Spán­ar. 

Sæll T. 

Ég byrjaði með mann­in­um mín­um fyr­ir fimm árum og fór­um við ný­lega að búa. Hann á tvö börn af fyrra sam­bandi og ég eitt. Við erum mjög mikið að reyna að búa til eina stóra ham­ingju­sama fjöl­skyldu og það geng­ur bara alls ekki neitt. Ég upp­lifi að stjúp­börn mín hafi eng­an áhuga á mér og svo finn ég að dótt­ir mín hef­ur tak­markaðan áhuga á kær­ast­an­um mín­um. Við parið, full­orðna fólkið, hlökk­um alltaf mjög mikið til þegar þau fara til hinna for­eldra sinna. Svo fáum við sam­visku­bit yfir því að hugsa svona og ger­um þá eitt­hvað fá­rán­legt fyr­ir börn­in eins og milli­færa á þau af til­efn­is­lausu og eitt­hvað rugl.

Stjúp­börn mín bera okk­ur lát­laust sam­an við lífið sem þau eiga hjá mömmu sinni og mér finnst þau alltaf óbeint vera að segja að allt sé betra þar. Betri mat­ur og allt meira grand. Ég upp­lifi okk­ur oft sem ein­hverja fá­tæk­linga þótt við höf­um það ágætt þannig séð.

Nú er sum­arið framund­an og kærast­inn minn vill að við för­um öll sam­an með börn­in í frí til Spán­ar (sem við höf­um ekki efni á). Ég veit að þetta verður ekki gam­an en af því stjúp­börn­in eru að fara til Tene með móður sinni þá er eins og við þurf­um að gera eitt­hvað með þeim líka. Þekk­ir þú svona tog­streitu á milli frá­skil­inna for­eldra?

Kveðja, E

Sæl kæra E og takk fyr­ir þessa spurn­ingu.

Það er ekki bara að ég þekki til svona aðstæðna, þetta er nán­ast „staðal­út­búnaður“ í sam­sett­um fjöl­skyld­um. Þar sem skilnaðartíðni á Íslandi er mjög há, þá eru flest­ar fjöl­skyld­ur sem stofnaðar eru hér á landi sam­sett­ar fjöl­skyld­ur. Rann­sókn­ir sýna okk­ur að ef allt geng­ur áfalla­laust tek­ur það um þrjú ár að skapa góða dýna­mík í sam­sett­um fjöl­skyld­um.

Ég hef hins veg­ar aldrei hitt fjöl­skyldu þar sem allt geng­ur áfalla­laust og það á líka við um sam­sett­ar (stjúp) fjöl­skyld­ur. Það sem er mik­il­væg­ast er að þú og kærast­inn þinn tali sam­an og séu í sama liði. Það að búa til minn­ing­ar er mjög mik­il­vægt en það þarf ekki að fara til út­landa til þess og alls ekki fara í „sam­keppni“ við hina fjöl­skyld­una. Ef þið hafið ekki efni á að fara til Spán­ar þá myndi ég mæla með að fara í ferðalag í upp­sveit­ir Árnes­sýslu, þar sem sól­in skín alltaf. Að búa til minn­ing­ar snýst um sam­veru óháð staðsetn­ingu. Annað sem ég mæli alltaf með er að fjöl­skyld­an tali reglu­lega sam­an, til dæm­is í kvöld­mat­ar­tím­an­um, þar sem rætt er um þau mál sem brenna á öll­um fjöl­skyldumeðlim­um. Auðvitað fer það eft­ir aldri barn­anna hvernig við töl­um við þau, en það er mik­il­vægt að börn­in finni að þau eru hluti af fjöl­skyld­unni og þar af leiðandi eiga þau líka að fá að koma með sín sjón­ar­mið.

Það er síðan ykk­ar full­orðna fólks­ins að taka ákv­arðanir sem þið teljið best­ar fyr­ir ykk­ur öll, og ef ekki er hægt að stand­ast vænt­ing­ar barn­anna þá þarf að stilla af vænt­ing­ar­stjórn­un­ina.

Mik­il­væg­ast af öllu er sam­talið og það þið séuð sam­stillt. Það sem börn þurfa einna helst er stöðuleiki og um­hyggja, ef þið skapaði þannig and­rúm þá eruð þið á réttri leið. Gangi ykk­ur vel með þetta spenn­andi en um leið mjög svo krefj­andi verk­efni.

K.kv Theodor

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theodor spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda