Hafdís og Jón hjón í sjö ár

Hafdís og Jón í dag og fyrir sjö árum.
Hafdís og Jón í dag og fyrir sjö árum. Samsett mynd

Hjón­in Haf­dís Björk Jóns­dótt­ir tann­lækn­ir og Jón Jóns­son tón­list­armaður fagna í dag sjö ára brúðkaup­saf­mæli eða ull­ar­brúðkaupi. Parið er búið að vera óaðskilj­an­legt síðan á ung­lings­aldri og eiga sam­an fjög­ur börn.

„Gift í 7 ár...,“ skrif­ar Jón á In­sta­gram og birti mynd af þeim Haf­dísi úr hjóla­ferð í Króa­tíu á dög­un­um. Hjón­in virka alltaf jafn ást­fang­in. 

1. júlí 2017 var góður dag­ur

Ljós­mynd­ari Smart­lands var á staðnum þegar Haf­dís og Jón gengu í hjóna­band í Dóm­kirkj­unni þann 1. júlí 2017 eins og sjá má í meðfylgj­andi grein. Má þar sjá fræga gesti í brúðkaupi þeirra. Einnig má sjá þau aka frá kirkju á sætri bjöllu. 

Ljósmyndari Smartlands tók þessa fallegu mynd þegar Jón Jónson og …
Ljós­mynd­ari Smart­lands tók þessa fal­legu mynd þegar Jón Jón­son og Haf­dís Björk Jóns­dótt­ir gengu í það heil­aga fyr­ir sjö árum. mbl.is/​Stella Andrea

Standa í flutn­ing­um

Haf­dís og Jón halda áfram að lifa líf­inu en ný­lega seldu þau húsið sitt á Seltjarn­ar­nesi og keyptu annað hús við Ham­ars­götu í sama bæj­ar­fé­lagi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda