Setti sjálfan sig í fyrsta sæti og þá gerðust töfrarnir

Kári Sverriss ljósmyndari breytti um takt fyrir tveimur árum og …
Kári Sverriss ljósmyndari breytti um takt fyrir tveimur árum og fór að hugsa betur um sjálfan sig.

Kári Sverriss ljós­mynd­ari ákvað að breyta um takt í líf­inu fyr­ir tveim­ur árum og fara að hugsa bet­ur um sjálf­an sig. Í kjöl­farið byrjaði hann í einkaþjálf­un og tók mataræði sitt í gegn. Hann seg­ir að það hafi ým­is­legt annað gerst í kjöl­farið sem hef­ur haft áhrif á vinn­una hans en þessa dag­ana und­ir­býr hann ljós­mynda­sýn­ingu sem opnuð verður á Hafn­ar­torg Gallerý á Menn­ing­arnótt. Eins og svo marga unga ein­stak­linga þá dreymdi Kára um að verða rík­ur og fræg­ur þegar hann var yngri en nú hugs­ar hann öðru­vísi. 

„Það er fyndið að hugsa til þess að fyr­ir mörg­um árum fólst drif­kraft­ur­inn á bak við starfið mitt að verða eitt­hvað nafn eða jafn­vel að eign­ast fullt af pen­ing­um, en í dag elska ég að skapa, kynn­ast fólki og gera eitt­hvað sem skil­ur eft­ir sig. Ég vil meina að ég leggi alltaf allt mitt í öll verk­efni og ég elska að sjá hug­mynd­ir verða að veru­leika. Það má eig­in­lega segja að það sem dríf­ur mig áfram í starfi í dag er leggja mitt að mörk­um að stuðla að já­kvæðari og fal­legri ver­öld hvort sem um ræðir starfs­vett­vang í kring­um heim­ili, mynd­ir, aug­lýs­ing­ar og þar fram eft­ir göt­un­um,“ seg­ir Kári aðspurður um drif­kraft­inn sem hann býr yfir. 

Kári vinnur töluvert erlendis í ljósmyndaverkefnum.
Kári vinn­ur tölu­vert er­lend­is í ljós­mynda­verk­efn­um.

Breytti um stefnu

„Fyr­ir tveim­ur árum síðan þá hafði ég í fyrsta skipti í lang­an tíma, eft­ir margra ára vinnutörn, tíma til þess að stoppa og hugsa, hver er ég, hvar er ég stadd­ur, hvert vill ég fara og hvernig vil ég haga líf­inu upp ú þessu. Starfið, og all­ir aðrir í kring­um mig, höfðu ávallt verið í fyrsta sæti og hafði hvorki and­lega né lík­am­lega heils­an haft for­gang. Ég ákvað á þess­um tíma­punkti að núna væri kom­in tími til að byrja að for­gangsraða hvernig ég vildi haga lífi mínu og setja and­legu og lík­am­legu heils­una mína í fyrsta sæti. Mín kenn­ing er nefni­lega sú að ef þess­ir tveir þætt­ir fá að vera í for­gangi þá hafi það áhrif á allt annað í líf­inu eins og ást­ina, fjöl­skyld­una og starfið.

Í kjöl­far þess tók ég þá ákvörðun að koma mér í besta form lífs míns, jafn­vel þó að ég væri kom­inn yfir fer­tugt. Og viti menn, einn dag í einu, þá gerðust stór­kost­leg­ir hlut­ir hjá mér bæði and­lega og lík­am­lega. Það sem mér þykir merki­legt við þetta ferli er að þegar ég byrjaði að taka til í kring­um mig þá raðaðist allt upp fyr­ir mér á ótrú­lega heil­næm­an og heil­brigðan máta og raun­in varð sú að allt varð betra og ein­fald­ara. Allt sem var ekki að þjóna mér hvarf og þær venj­ur sem höfðu ein­hvern tím­ann virkað, virkuðu ekki leng­ur. Ég lit svo á að til að vaxa og ná nýj­um sett­um mark­miðum þurfti ég að gera breyt­ing­ar og það þýddi ekk­ert fyr­ir mig að vera í sömu rútín­unni og bú­ast við því að allt breyt­ist að sjálf­um sér.
Þetta geta verið átök að fara í slík­ar breyt­ing­ar, en það skipt­ir líka máli að hrein­lega sleppa tak­inu og leyfa líf­inu svo­lítið að stjórna ferl­inu,“ seg­ir Kári. 

Kári æfir fjórum til fimm sinnum í viku.
Kári æfir fjór­um til fimm sinn­um í viku.

Kári seg­ir að það skipti mjög miklu máli að lík­am­inn sé í góðu standi ef fólk ætl­ar að ná ár­angri í vinn­unni. 

„Í dag lít ég svo á að lík­am­inn minn sé kjarn­inn í öllu. Til þess að ná ár­angri á öll­um sviðum þá þurfti ég að byrja á kjarn­an­um. Fyr­ir tveim­ur árum síðan þurfti ég að taka verkja­töfl­ur annað slagið út af bak- og liðverkj­um og það gerðist ít­rekað að eft­ir langa vinnu­daga lá ég í rúm­inu sóla­hring eft­ir ef ég komst upp með það. En það að lenda ít­rekað í þess­um verkj­um var líka kveikj­an að því að ég vildi gera breyt­ing­ar í líf­inu mínu. Með breytt­um venj­um, betri lík­am­legri og and­legri líðan, þarf ég ekki að taka verkja­töflu í dag. Ég upp­lifi vellíðan og set and­lega og lík­am­lega heilsu alltaf í fyrsta sæti sama hvaða verk­efni lífið fær­ir mér hverju sinni. Þess held­ur finnst mér hik­laust að sjálfs­ást eigi að verða „trend“ og að því sé al­gjör­lega troðið í „tísku“ hjá öll­um. Ég er svo hand­viss þess efn­is að við yrðum flest öll ham­ingju­sam­ari og besta út­gáf­an af okk­ur sjálf­um,“ seg­ir Kári. 

Hvernig æfir þú? 

„Ég stunda lík­ams­rækt fjór­um til fimm sinn­um í viku og huga vel að mat­ar­ræðinu alla daga. Vissu­lega leyfi ég mér óholl­ustu á milli, en vel það af var­kárni. Of mik­ill syk­ur eða of­neysla á salti ger­ir mér ekki gott. Ég þoli ekki boð og bönn. Það sem átti sér stað í mínu til­felli er að ég hrein­lega hætti að hafa áhuga á óholl­um mat og venj­um. Mér líður best þegar ég borða hollt, stunda hreyf­ingu og huga að and­legri heilsu og vellíðan,“ seg­ir hann. 

Kári seg­ir að lífið verði svo miklu auðveld­ara þegar hann sjálf­ur er í góðu skapi. 

„Að vera í góðu and­legu og lík­am­legu formi ger­ir lífið auðveld­ara hjá mér. Öll verk­efni sem lífið fær­ir mér verða skemmti­legri. Ég upp­lifi að ég er í betra skapi, létt­ari í lund, næ betri fókus og hef al­mennt meiri lífs­orku og er glaðari. Ég vakna und­an­tekn­inga­laust ham­ingju­sam­ur af því að ég legg inn fyr­ir því á hverj­um degi. Ef ég vakna ekki ham­ingju­sam­ur þá byrja ég dag­inn á að spyrja mig hvað get ég gert til þess að breyta því. Ham­ingj­an er í mín­um hönd­um og er í þeim lífs­stíl sem ég hef sett mér,“ seg­ir hann. 

Kári elskar að byrja daginn á því að lesa einn …
Kári elsk­ar að byrja dag­inn á því að lesa einn eða tvo kafla í bók á morgn­ana áður en hann held­ur út í dag­inn.

Hvað get­ur þú sagt mér um sýn­ing­una sem þú ert að und­ir­búa?

„Um er að ræða per­sónu­lega sýn­ingu um lífið og er fram­hald að sýn­ing­unni sem ég var með í fyrra List­in að vera ég. Markið sýn­ing­ar­inn­ar var að hvetja fólk til þess að líta inn á við og gera sér grein fyr­ir því hvað það er sem ger­ir fólk ham­ingju­samt í líf­inu og hvernig er list­in þeirra að vera þau. Þessi sýn­ing er með öðrum áhersl­um. Ástæðan er sú að nú þegar ég hef náð tök­um á því að staldra við hef ég öðlast tæki­færi til þess að líta í kring­um mig og taka eft­ir öllu því lát­lausa, ein­falda og fal­lega í hinu dag­lega lífi. Maður er oft fast­ur í annaðhvort fortíðinni eða of upp­tek­in af því sem framtíðin ber í skauti sér. Allt of marg­ir sem hafa ekki tök á því eða hrein­lega gleyma að staldra við og njóta, lifa í nú­inu og leyfa sér að vera.  

Sýn­ing­in í ár verður meira „visual“. Ég ætla að leyfa áhorf­end­um sýn­ing­ar­inn­ar að sjá hvernig ég sé fólkið í kring­um mig, ásamt því að sýn­ing­in fjall­ar einnig um ferðalagið mitt „Að vera ég“.Mark­miðið með sýn­ing­unni er að fá fólk til að staldra við, hægja á sér, meta litlu hlut­ina,“ seg­ir Kári sem var ekki hár í loft­inu þegar hann vissi að hann vildi vinna skap­andi vinnu þegar hann yrði stór.

„Ég get sagt með sanni að vinn­an er ástríðan mín og er ótrú­lega hepp­inn að fá að starfa það sem mig hef­ur alltaf dreymt um. Ég vissi frá unga aldri að ég myndi vinna við eitt­hvað skap­andi. Ég vissi bara ekki hvað það yrði. Í dag hef unnið sem ljós­mynd­ari í fullu starfi í rúm­lega 12 ár og fyr­ir fjór­um árum fór ég að taka að mér verk­efni við að hjálpa fólki að gera upp hús­næði þeirra eða stílisera heima hjá þeim. Ég hef alltaf verið mik­ill fag­ur­keri og elska að hafa fínt í kring­um mig. Það mætti ef til vill segja að ég sé ein­hvern veg­inn allt í mynd­um, þannig að þetta verksvið bætt­ist inn í vinnuflór­una hjá mér og ég hrein­lega elska þetta,“ seg­ir Kári en les­end­ur Smart­lands muna lík­lega eft­ir því þegar hann gerði upp íbúð og fengu les­end­ur að fylgj­ast með ferl­inu. Kári seg­ir að þetta fari vel sam­an, að ljós­mynda og stílisera heim­ili fólks. 

„Ljós­mynda­verk­efn­in koma oft í törn­um og hef ég því stund­um ein­hverja daga inn á milli sem eru ró­legri. Þá get ég tekið að mér að hjálpa fólki að gera upp heim­il­in sín eða stílisera þau. Raun­in er sú að í dag elska ég öll verk­efni sem eru skap­andi og tek þeim fagn­andi,“ seg­ir ljós­mynd­ar­inn sem hef­ur myndað svo­kallaðar of­ur­fyr­ir­sæt­ur fyr­ir þekkt­ustu tísku­tíma­rit heims­ins á milli þess sem hann tek­ur mynd­ir af heim­il­um og mat og skýt­ur aug­lýs­inga­her­ferðir fyr­ir Eucer­in og MAC svo ein­hver fyr­ir­tæki séu nefnd. 

Kári gerir töluvert að því að stílisera heimili milli þess …
Kári ger­ir tölu­vert að því að stílisera heim­ili milli þess sem hann er í ljós­mynda­verk­efn­um.

Hvað er framund­an?

„Ég er bú­inn að vera und­ir­búa mörg spenn­andi og stór verk­efni. Ég hef því verið mikið er­lend­is á vinnufund­um og mynda­tök­um. Einnig hef ég verið að vinna að því að koma mér upp starfs­stöð er­lend­is, en raun­in er sú að ég ætla að vera bú­sett­ur á tveim­ur stöðum og með því að koma upp þeirri starfs­stöð þá er langþráður draum­ur að ræt­ast hjá mér. En það hef­ur verið draum­ur í mörg ár að geta skipt tím­an­um mín­um upp til að geta unnið um all­an heim en vera með ann­an fót­inn á Íslandi. Verk­efn­in mín í dag eru mörg og eru ekki ein­skorðuð við Ísland. Þess vegna er sniðugt að geta haft starfs­stöð í landi þar sem er stutt i all­ar átt­ir. Núna er ég að vinna að verk­efni fyr­ir hús­gagna­versl­un­ina Tekk sem verður kynnt í haust und­ir vörumerk­inu App­recia­te the Details,“ seg­ir Kári en hann bjó til In­sta­gram-reikn­ing­inn þegar hann gerði upp íbúð á sín­um tíma.

Þessa dag­ana leit­ar Kári að ein­stak­ling­um til að taka þátt í sýn­ing­unni. 

„Ég er að leita að fólki sem tel­ur sig hafa ein­stak­an stíl og sögu að segja í gegn­um út­geisl­un þess lífs sem þau lifa. Ég er að leita af öllu, en ekki þessu hefðbundna og týpíska, ég er að leita af ein­stak­ling­um sem geta sett fing­ur­inn á það sem ger­ir þá að þeim,“ seg­ir hann og seg­ist taka við skila­boðum í gegn­um In­sta­gram-reikn­ing sinn. 

Kári kann að meta mjúka liti inni á heimilinu. Þessi …
Kári kann að meta mjúka liti inni á heim­il­inu. Þessi mynd er tek­in heima hjá hon­um.
Kári segir að það hafi gert sér mjög gott að …
Kári seg­ir að það hafi gert sér mjög gott að byrja í rækt­inn af full­um krafti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda