Ragga Nagli lætur nettröllin heyra það

Fögnum hæfileikum þessara mögnuðu kvenna.
Fögnum hæfileikum þessara mögnuðu kvenna. Samsett mynd

Ólymp­íu­leik­arn­ir eru í fullu fjöri þessa dag­ana. Heim­ur­inn fylg­ist spennt­ur með öllu besta íþrótta­fólki heims og hvet­ur það til dáða. Banda­ríska fim­leika­kon­an Simo­ne Biles hef­ur enn og aft­ur sannað mátt sinn eft­ir magnaðan ár­ang­ur á leik­un­um síðustu daga.

Þrátt fyr­ir magnaðan ár­ang­ur hef­ur Biles orðið fyr­ir barðinu á óforskömmuðum net­verj­um sem gagn­rýnt hafa út­lit henn­ar sem og annarra kvenna á leik­un­um.

Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir, jafn­an kölluð Ragga Nagli, er alltaf með putt­ann á púls­in­um og birti pist­il á Face­book-síðu sinni fyrr í dag þar sem hún ræðir fé­lags­leg­an þrýst­ing á kven­fólk og út­lits­dýrk­un.

„Krumpaðar sál­ir vopnaðar lykla­borði“

„Simo­ne Biles er 27 ára fim­leika­kona sem varla þarf að kynna fyr­ir nokkru manns­barni, enda hef­ur hún unnið nær allt sem hægt er að vinna í sinni grein.
Þrír Ólymp­íu­leik­ar og 30 medal­í­ur um háls­inn.
Stór­kost­leg end­ur­koma eft­ir að hafa dregið sig úr keppni á síðustu Ólymp­íu­leik­um.
Mik­il sjálfs­vinna og op­in­ská um sína geðheilsu.

En krumpaðar sál­ir vopnaðar lykla­borði beina at­huga­semd­um að allt öðru en gull­medal­íu, af­rek­um og frammistöðu á gólf­inu.

Nefni­lega hár­greiðslunni.
HÁRINU!!!

Hún er ekki nógu ond­úl­eruð að þeirra mati.
„Það ætti að reka hársnyrt­inn henn­ar.“
„Ætti að nota meira hár­g­el.“
„Van­v­irðing við ÓL að vera með tætt­an hár­snúð.“

Svört kona sem hef­ur verið mjög op­in­ská um sam­band sitt við hárið sem læt­ur yf­ir­leitt ekki að stjórn og í röku lofti er von­laust við að eiga.

Í Banda­ríkj­un­um er CROWN act (Creating a Respect­f­ul and Open World for Natural Hair) þar sem ekki má meina fólki mennt­un eða at­vinnu á grunni hár­greiðslu, flétt­ur, dredd­ar og fleira.

Þegar Nagl­inn lyft­ir lóðum er hárið í ein­hverj­um drasl hnút og má ekki vera eitt ein­asta strá í smett­inu.

Það má ímynda sér að þegar kona er að gera sjö­falda skrúfu, sveifla sér á tví­slá eða hoppa á jafn­væg­isslá sé henni nokkuð DRULL hvernig hárið lít­ur út.

Sprett­hlaup­ar­inn Sha'Carri Rich­ard­son er þekkt fyr­ir að vera með lang­ar skraut­leg­ar negl­ur og mætti til leiks í Par­ís með am­er­íska fán­ann og fleira á nögl­un­um.

Og auðvitað kreppt­ust tær í komm­enta­kerf­un­um sem minnt­ust ekki á frammistöðu henn­ar.... ónei Jósei..... negl­urn­ar voru of lang­ar. Of skraut­leg­ar. Of mikið bling, bling.

„Eru ekki regl­ur um negl­ur??“

Hraðasta kona heims og hún er gagn­rýnd fyr­ir negl­urn­ar... NEGL­URN­AR ???

Cel­ine Dion hef­ur glímt við erfið veik­indi und­an­far­in ár og um tíma var nær dauða en lífi.
En hún átti stór­kost­lega end­ur­komu á opn­un­ar­hátíð Ólymp­íu­leik­anna þar sem hún flutti lag Edith Piaf og ekki þurrt auga á þeim sem fylgd­ust með.

Dag­inn eft­ir hátíðina spíg­sporaði Cel­ine um Par­ís sultuslök í þægi­leg­um fatnaði og eyddi núll mín­út­um í greiðslu og meiköpp.

En það kostaði at­huga­semd­ir um smetti, spjar­ir og hár.

„Hún þarf að kom­ast í meikóver.“
„Hún á milj­arða. Get­ur hún ekki klætt sig al­menni­lega?“

Nagl­inn hef­ur ekki séð at­huga­semd­ir um hár­greiðslu, fata­val, út­lit né negl­ur á ein­um ein­asta karl­manni á ÓL 2024.

Hvenær ætl­ar ákveðið fólk að hætta að fleyta sínu óör­yggi og óunn­um sál­ræn­um vanda­mál­um í að höggva í út­lit kvenna frek­ar en að hrósa fyr­ir frammistöðu, af­rek og inn­ræti?

Ranti lokið... far­in á strönd­ina,“ skrif­ar Ragga Nagli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda