„Ég ber enga ábyrgð á því sem Gógó gerir“

Ljósmynd/David Terraz

Sig­urður Heim­ir Starr Guðjóns­son, bet­ur þekkt­ur sem dragdrottn­ing­in Gógó Starr, hef­ur staðið í ströng­um und­ir­bún­ingi fyr­ir Hinseg­in dag­ana sem nú standa yfir. Hann mun einnig taka þátt í gleðigöng­unni sem verður geng­in frá Hall­gríms­kirkju kl. 14:00 á morg­un.

Sig­urður fann sig fyrst sem dragdrottn­ing í fram­halds­skóla og í dag er hann í fullu starfi sem dragdrottn­ing­in Gógó Starr ásamt því að skipu­leggja skemmtiviðburði. Einnig kenn­ir hann drag­förðun í Reykja­vík Make Up School og stefn­ir að því að halda nám­skeið í hár­koll­u­gerð. 

Hvernig byrjaði áhug­inn á dragi?

„Ég hef alltaf haft áhuga á sviðslist frá því ég man eft­ir mér en dragið byrjaði í fram­halds­skóla þegar ég var í leik­fé­lag­inu í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Við sett­um upp söng­leik og ég endaði þar í svo­litlu drag-hlut­verki. Það var í fyrsta skiptið sem ég gerði drag annað en eitt­hvað svona grín á ösku­dag. Á þess­um tíma er ég líka að taka upp minn hinseg­in­leika og finna mig bet­ur sem mann­eskju eins og marg­ir gera. Dragið hjálpaði mér við það. Eft­ir það fór ég að leika mér smá meira, fór oft­ar í drag og gera ein­hvern karakt­er,“ seg­ir Sig­urður.

„Á þess­um tíma var eig­in­lega ekki til nein fyr­ir­mynd af dragdrottn­ing­um á Íslandi. Það eina sem ég vissi af var að það var til Drag­keppni Íslands en ég vissi ekk­ert hvað fór þar fram. Ég var samt hepp­inn að geta séð hvað var að ger­ast út í heimi en RuPaul's Drag Race byrjaði um svipað leyti árið 2009. Við bjugg­um svo til Drag­keppni Norður­lands árið 2010 þar sem þetta var bara vina­hóp­ur sem ákvað að koma sam­an og gera skemmti­leg­an viðburð en svo var full­ur sal­ur og við vor­um bara vó,“ bæt­ir hann við. 

RuPaul, þáttastjórnandi og dómari í grænum kjól, ásamt dómgæslu liði …
RuPaul, þátta­stjórn­andi og dóm­ari í græn­um kjól, ásamt dómgæslu liði sínu í sjón­varpsþátt­un­um RuPaul´s Drag Race. Skjá­skot/​In­sta­gram

Hver er upp­á­halds dragdrottn­ing­in þín?

„Ég horfi mikið upp til Sasha Velour sem vann ní­undu seríu RuPaul's Drag Race. Ég elska hvað hún er bæði mik­ill per­for­mer en hún er líka snill­ing­ur í að fram­leiða og búa til sýn­ing­ar og lyfta öðrum upp í kring­um sig. Ég tengi mikið við það. Svo er eig­in­lega ómögu­legt að segja ekki RuPaul, mér líður eins og RuPaul sé gjör­sam­lega bú­inn að breyta öllu hvað varðar sýni­leika hinseg­in­fólks á miðlum í dag og þá sér­stak­lega fyr­ir okk­ur sem eru í drag­inu. Það eru for­rétt­indi að leika sér að þessu og vera ekki hent út af heim­il­inu eða eitt­hvað verra.“

Hvaðan færðu inn­blást­ur?

„Inn­blástur­inn kem­ur auðvitað eitt­hvað úr Drag Race til að vera með á hreinu hvað er í gangi, hverj­ir eru að koma fram á sjón­ar­sviðið og hvaða stíl­ar eru komn­ir hvað varðar tísku. Ég fylg­ist líka vel með hár­tísk­unni og förðun­inni. Stund­um koma nýjr hlut­ir inn sem maður hef­ur ekki séð áður og þá fer maður mikið að spá hvort all­ir eru komn­ir með svo­leiðis. Svo elska ég líka popp-dýf­ur, grín­ista og gamla sketsa. Það er allskon­ar sem ég sanka að mér.“

Gógó Star í dressi innblásið af landnámskonum.
Gógó Star í dressi inn­blásið af land­náms­kon­um. Ljós­mynd/​Lilja Draum­land

Hver er upp­á­halds fata­versl­un­in þín?

„Á Íslandi eru í raun­inni mjög fáar versl­an­ir sem eru með góð drag­föt. Þegar ég er uppi á sviði þá vil ég alltaf vera í ein­hverju sem er ein­stakt, ein­hverju sem er auðvelt að klæða sig úr, lít­ur vel út og er hægt að leika sér með á ein­hvern hátt. Það sama á við hluti. Ég kaupi oft hluti og breyti þeim smá. Ann­ars myndi ég segja að upp­á­halds versl­an­irn­ar mín­ar eru nytja­markaðir, eins og Extral­opp­an, Spúútnik, Gyllti kött­ur­inn og svo fer ég í Júník til að poppa dressið með glimmeri eða pallí­ett­um,“ seg­ir Sig­urður.

Ég veit samt ekki um neinn stað sem sel­ur gæðahár­koll­ur sem virka fyr­ir dragið. Það eru í raun­inni bara koll­ur úr Partý­búðinni og Hókus pókus í boði. Svo er reynd­ar versl­un í Breiðholti sem heit­ir AfroZo­ne sem sel­ur besta hár­spreyið í bæn­um og eru með góðar hár­koll­ur. Hins veg­ar henta þær bara ekki al­veg Gógó stíln­um. Ann­ars kaupi ég allt mitt á net­inu og sauma hár­koll­un­ar bara sjálf­ur og ég hef ein­mitt verið með nám­skeið í því,“ bæt­ir hann við.

Sigurður sumar hárkollur og mikið af dressunum sínum sjálfur fyrir …
Sig­urður sum­ar hár­koll­ur og mikið af dress­un­um sín­um sjálf­ur fyr­ir dragið. Ljós­mynd/​Lilja Jons

Saum­ar þú eitt­hvað sjálf­ur?

„Ég er að reyna að vera dug­leg­ur að sauma sjálf­ur, ég kann það eitt­hvað. Ég get gert nógu góða hluti fyr­ir sviðið en ef maður skoðar þetta í smá­atriðum þá er ým­is­legt sem má gera bet­ur, en þetta geng­ur uppi á sviði. Mér finnst mjög gam­an að gera eitt­hvað sjálf­ur og það fá líka all­ir að vita af því. Ef ein­hver spyr mig hvar ég fékk flík­ina, þá tek­ur það mig 0,2 sek­únd­ur að svara „ég gerði þetta sjálf­ur!“ Efni eru samt sjúk­lega dýr á Íslandi, þannig að ég tek alltaf með mér auka tösku þegar ég fer er­lend­is, til dæm­is til New York-borg­ar. Þá kaupi ég mér fulla ferðatösku af auka­efn­um, svona mis­mun­andi skrauti, auka­hlut­um, stein­um og fleira til að sauma á flík­ur,“ seg­ir Sig­urður. 

Áttu þér upp­á­halds­liti til að klæðast í drag­inu?

„Allt sem er með ein­hvers­kon­ar gulli í gríp­ur augað mitt alltaf. Ég tek líka ákveðin tíma­bil með ákveðna liti, en ég var til dæm­is rosa­lega lengi mikið í kónga­blá­um. Þetta var í öllu hjá mér, svo fékk ég leið á því þannig að nú er allt í gulli. Litaæði á líka við um hár­koll­urn­ar mín­ar en und­an­farið hef ég verið mikið með rosa­lega rautt hár, al­veg jól­ar­auðar koll­ur. Ég er líka bú­inn að lita al­vöru hárið mitt í sama lit,“ seg­ir Sig­urður.

Sigurður fyrir utan Bessastaði að skarta rauða fallega hárinu.
Sig­urður fyr­ir utan Bessastaði að skarta rauða fal­lega hár­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver er upp­á­halds drag flík­in þín?

„Ég myndi segja að það væri síður lan­germa pallí­ettukjóll sem nær upp í háls og er með opið bak. Mér finnst hann svo skemmti­leg­ur og sexí og hann lít­ur vel út í sviðsljós­inu. Hann hef­ur líka farið á milli nokk­urra dragdrottn­inga hér á landi. Þetta er kjóll sem hef­ur gengið á milli okk­ar sem þarf stöðuga ást og um­hyggju,“ seg­ir dragdrottn­ing­in.

Gógó Starr í sögufræga pallíettukjólnum sem hefur flakkað á milli …
Gógó Starr í sögu­fræga pallí­ettukjóln­um sem hef­ur flakkað á milli ís­lenskra dragdrottn­inga í gegn­um árin. Ljós­mynd/​Sunna Ben

Hvar mynd­irðu kaupa í næsta dragdress ef pen­ing­ar væru ekki vanda­mál?

„Þá myndi ég fara í sam­starf við Diego Montoya en hann ger­ir bestu dress­in í Drag Race-þátt­un­um. Ef það er eitt­hvað klikkað drag „lúkk“ í þátt­un­um þá eru það 90% lík­ur á að Montoya hafi búið það til. Hann ger­ir bara sér­hönn­un fyr­ir dragdrottn­ing­ar. Ég veit ekki einu sinni hvað það kost­ar, ör­ugg­lega mjög mikla pen­inga en ég væri svo til í það,“ seg­ir Sig­urður.

Gógó starr í essinu sínu uppi á sviði.
Gógó starr í ess­inu sínu uppi á sviði. Ljós­mynd/​Icelandicp­hoto

Hvernig breyt­ist sjálfs­ör­yggið með Gógó Starr?

„Ég finn óbilandi sjálfs­traust. Mér líður eins og ég geti gert hvað sem er. Þetta er ekki önn­ur mann­eskja held­ur meira eins og 500% ég. Það er ein­hvern­veg­in hægt að sleppa sér laus­um og mér finnst eins og Gógó kom­ist upp með allskon­ar sem Siggi kemst ekki upp með. Ég ber enga ábyrgð á því sem Gógó ger­ir. Síðan hef ég líka lært svo­lítið af Gógó, að taka hluta af þessu sjálf­trausti inn í mitt dag­lega líf. Ég hef mun meira sjálfs­traust í dag held­ur en áður en ég byrjaði í dragi. Gógó hef­ur hjálpað mér mikið í gegn­um lífið og er óneit­an­lega hluti af mér,“ seg­ir Sig­urður.

Sigurður segir að hann sama manneskjan hvort sem hann er …
Sig­urður seg­ir að hann sama mann­eskj­an hvort sem hann er í dragi eða ekki en Gógó gef­ur hon­um frelsi til að ýkja ýmsa takta og þá fer sjálfs­traustið á flug. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda