Kleini keypti húsbíl í staðinn fyrir hús

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari og Kristján Einar Sigurbjörnsson áhrifavaldur eru …
Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari og Kristján Einar Sigurbjörnsson áhrifavaldur eru ástfangin. mbl.is/Arnþór Birkisson

Áhrifavaldurinn Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son, bet­ur þekkt­ur sem Kleini, er ástfanginn af unnustu sinni, einkaþjálfaranum Hafdísi Björg Kristjánsdóttur. Hann er reyndar svo ástfanginn að í upphafi sambands þeirra lagði hann húsbíl fyrir framan heimili Hafdísar. 

Kleini rifjaði upp tímann þegar þau voru að kynnast. Sagði hann að til að byrja með hafi þau ekki verið tilbúin að flytja inn saman vegna fjölskylduaðstæðna en Hafdís á nokkur börn. „Í stað þess að kaupa mér hús, keypti ég mér húsbíl og lagði honum fyrir utan hjá þér. Þannig gat ég verið með þér alveg þar til þú þurftir að fara heim, og svo hitt þig aftur um leið og þú vaknaðir. 17 mánuðum seinna erum við hér,“ skrifaði Kleini einlægur á Instagram. 

Hafdís kann að meta rómantísk skrif Kleina og svarar honum í athugasemd. „Það sem ég heyri er „STALKER ALERT“,“ skrifar Hafdís en heldur áfram: „En vá hvað ég er þakklát fyrir þig elsku fallegi stalkerinn minn, elska þig svo mikið og hlakka til að eyða ævinni með þér og fallegu fjölskyldunni okkar.“

Mikil athygli á sambandinu

Parið opnaði sig meðal annars um sambandið í viðtali við heilsublað Morgunblaðsins í fyrra. „Það var eig­in­lega búið að setja okk­ur í sam­band áður en við vor­um búin að ákveða það, það var eig­in­lega það óþægi­lega við það. Ég hefði viljað hafa smá stjórn á þessu en það gerðist sem átti að ger­ast og ég held við höf­um höndlað það ágæt­lega,“ seg­ir Haf­dís en Kleini sagðist ekki láta athyglina trufla sig. 

„Ég tek þetta miklu meira inn á mig en hann. Ég fer í fóst­ur­stell­ing­una og fer að rit­skoða allt sem ég geri og segi. Við höf­um innsta hring­inn okk­ar inni í öllu og þá finnst manni ekki eins og maður þurfi að leiðrétta kjafta­sög­ur sem eru komn­ar. Það vita all­ir hvað er í gangi, það ætti ekki að skipta máli hvað þau heyra af því þau vita hvað er að ger­ast,“ seg­ir Haf­dís sem var í upp­hafi sam­bands þeirra að eyða orku í að út­skýra og leiðrétta sögu­sagn­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda