Ólafía Þórunn og Thomas gengu í hjónaband

Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomas Bojanowski, gengu í …
Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomas Bojanowski, gengu í hjónaband í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Fyrr­ver­andi at­vinnukylf­ing­ur­inn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir og Thom­as Bojanowski gengu ný­verið í hjóna­band við fal­lega at­höfn í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík. 

Nýgiftu hjón­in birtu fal­legt mynd­band frá deg­in­um í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram þar sem þau þökkuðu gest­um fyr­ir að gera dag­inn ógleym­an­leg­an. Eft­ir at­höfn­ina í Frí­kirkj­unni var ferðinni heitið í Iðnó þar sem hjón­in skemmtu sér kon­ung­lega fram eft­ir kvöldi ásamt brúðkaups­gest­um.

„Takk öll fyr­ir að gera dag­inn okk­ar ein­stak­an!! Við erum svo hepp­in að vera um­kringd svona ótrú­legu fólki. Brúðkaup er eitt af fáum viðburðum í líf­inu þar sem allt fólkið sem þú elsk­ar kem­ur sam­an á ein­um stað og það var súr­realískt að all­ir hafi safn­ast sam­an á Íslandi! Takk takk takk!!,“ skrifuðu þau í færsl­unni.

Varð tveggja barna móðir í fe­brú­ar

Ólafía Þór­unn var í at­vinnu­mennsku í golfi í átta ár og var meðal ann­ars val­in íþróttamaður árs­ins 2017, fyrst kylf­inga.

Hjón­in eiga tvö börn sam­an, son­inn Mar­on Atlas sem kom í heim­inn árið 2021 og son­inn Al­ex­and­er Noel sem kom í heim­inn í fe­brú­ar síðastliðnum. 

Smart­land ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju með ást­ina!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gekk í hjónaband með Thomasi Bojanowski.
Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir gekk í hjóna­band með Thom­asi Bojanowski. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda