Þurfti að hætta að nota ADHD-lyfin í Rússlandi

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ragn­ar Sig­urðsson seg­ist alltaf hafa upp­lifað of­ur­at­hygli þegar hann var inni á vell­in­um í stór­um leikj­um sem fót­boltamaður. Ragn­ar, sem er nýj­asti gest­ur­inn í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggva­son­ar, er greind­ur með ADHD, en seg­ir það aldrei hafa háð sér þegar kom að stóru augna­blik­un­um:

„Ég var alltaf þannig að ég gat verið með of­ur­at­hygli þegar ég var inni á vell­in­um, þó að ég sé með at­hygl­is­brest og hafi átt erfitt með að ein­beita mér fyr­ir utan völl­inn. Inni á vell­in­um náði ég ein­hvern veg­inn yf­ir­leitt alltaf ,,laser-focus” og gleymdi öllu öðru. Það er bara svo gam­an að vera und­ir pressu og ég virka best í þeim aðstæðum. Ég held að at­hygl­is­brest­ur­inn birt­ist stund­um þannig að manni leiðist bara mjög mikið og nær þess vegna ekki að halda at­hygli og dett­ur bara út. Þegar ég fann fyr­ir leiki að ég væri stressaður fannst mér það alltaf gott af því að þá vissi ég að ég væri til­bú­inn,” seg­ir Raggi, sem er greind­ur með ADHD og hef­ur tekið lyf við því í gegn­um tíðina:

„Maður fær bara und­anþágu til að taka lyf­in. Ef þú ert greind­ur með at­hygl­is­brest færðu leyfi til að nota þessi lyf, sem þú ann­ars mætt­ir ekki nota. Kannski eru enn þá ein­hver lið eða lönd með for­dóma gagn­vart þessu og ég þurfti til dæm­is að hætta að nota lyf­in þegar ég var að spila í Rússlandi. Það skipti engu þó að ég segði að mér liði bet­ur af lyfj­un­um og ég hætti bara að taka þau. Það þýddi bara að ég var aðeins steikt­ari en vana­lega!”

Í þætt­in­um ræða Sölvi og Raggi um það hve stór­an þátt sjálfs­traust og hug­ar­far spila í fót­bolta og Raggi seg­ir að rétt hug­ar­far, trú og vilji sé al­gjört lyk­il­atriði:

„Það voru all­ir 100%“

„Það mik­il­væg­asta í fót­bolt­an­um er ,,at­titu­de”, trú og vilji. Þú get­ur ekki unnið neitt ef þú trú­ir því ekki og læt­ur hug­ar­farið taka þig þangað. Auðvitað verður þú að geta eitt­hvað, en til þess að ná upp stemn­ingu og sjálfs­trausti verður viðhorfið að vera í lagi. Það var þetta sem heppnaðist full­kom­lega í landsliðinu þegar okk­ur gekk sem best. Jafn­vel þó að það væri ein­hver sem var ekki besti vin­ur þinn utan vall­ar, þá bár­um við svo mikla virðingu fyr­ir því að við vær­um í stríði sam­an og það voru all­ir 100%. Við vor­um til­bún­ir að gera allt fyr­ir hvorn ann­an inni á vell­in­um. Ég vildi að þeim sem voru að spila í kring­um mig liði þannig að ef þeir stigu feil­spor, þá væri ég mætt­ur til að redda því í all­ar átt­ir. Ég spilaði alltaf minn besta leik þegar ég var al­gjör­lega að spila fyr­ir liðið. Við vor­um til­bún­ir að fara í stríð með hvor öðrum. Hlaupa út um allt og vera til staðar ef ein­hver var að gera mis­tök,” seg­ir Raggi, sem tal­ar í þætt­in­um um dag­inn sem Ísland sló út Eng­land og hann var val­inn maður leiks­ins:

„Þetta var stærsti leik­ur okk­ar allra á ferl­in­um. Trú­in fór aldrei neitt, en ég man þegar við löbbuðum inn göng­in fyr­ir leik hvað mér fannst þeir all­ir stór­ir. Ég hafði aldrei hugsað svona áður fyr­ir neinn leik á ferl­in­um, en þegar við stóðum þarna við hliðina á þeim hugsaði ég: „Shit hvað þeir eru all­ir stór­ir”. Svo byrj­ar leik­ur­inn og við fáum strax á okk­ur víti sem þeir skora úr og ég gjör­sam­lega brjálaðist. Akkúrat á þessu augna­bliki hugsaði ég að það væri ekki fræðileg­ur mögu­leiki á að við mynd­um tapa leikn­um á ein­hverju svona dæmi. Ég hef aldrei horft aft­ur á leik­inn, en ef ég man rétt, þá tók­um við miðjuna og negld­um fram og feng­um innkastið sem ég svo skoraði úr. Þetta gerðist eins og það væri í ,,slow moti­on”. Ég sá að þeir settu Wayne Roo­ney á Kára Árna, sem var al­gjört rugl, og sá sem var að dekka mig (Kyle Wal­ker) missti ein­beit­ing­una. Ég er ekki fljót­ari en hann og ekki sterk­ari en hann, en ég náði að losa mig og skora. Svo man ég bara að það braust út al­gjört brjálæði þegar við unn­um leik­inn og það er eng­in leið að lýsa því.”

Í þætt­in­um tal­ar Ragn­ar um hlut­verk varn­ar­manns­ins sem hann seg­ir á ákveðinn hátt auðveld­ara en hlut­verk þeirra sem þurfa að búa til færi og mörk:

„Það er auðveld­ara að vera varn­ar­maður en að vera fram­ar á vell­in­um, af því að hlut­verkið þitt er að eyðileggja sókn­ir. Að vera skap­andi er miklu erfiðara en að skemma. Það er auðveld­ara að byggja hús en að skemma það og það er auðveld­ara að eyðileggja sam­bönd en að byggja upp góð sam­bönd. Ég held að það sé svo­lítið þannig í líf­inu al­mennt. En þó að það sé auðveld­ara að vera varn­ar­maður af þess­ari ástæðu, þá er að sama skapi meiri ábyrgð af því að mis­tök­in eru sýni­legri. Ef markmaður ger­ir mis­tök sjá það all­ir og það kost­ar mark. En því fram­ar sem þú ert á vell­in­um, því fleiri geta reddað þér ef þú ger­ir mis­tök.”

Hef­ur spilað víða

Ragn­ar hef­ur spilað í fjöl­mörg­um lönd­um og það vakti til dæm­is at­hygli þegar hann fór til Rúss­lands á hápunkti fer­ils­ins. Hann seg­ir áfangastaðinn skipta máli þegar fót­bolta­menn skipta um lið og hann hafi til dæm­is valið út frá áfangastaðnum þegar hann skipti um lið eft­ir EM 2016:

„Það spil­ar al­veg þó nokk­urn þátt í ákvörðun­inni þegar maður er að skipta um lið í hvaða borg maður er að fara. Ég tók á mig tölu­verða launa­lækk­un til að fara til Ful­ham af því að mig langaði að vera í London. Ég hefði lík­lega ekki gert það ef þetta hefði verið önn­ur borg en London. En þegar þú lend­ir í því að liðið sem þú ert hjá vill losa sig við þig verður þú eig­in­lega að fara. Ef þú ert bú­inn að vera að spila illa ert þú kannski ekki með marga mögu­leika og þá er oft ekki mikið af mögu­leik­um í stöðunni. En ég held að fólk átti sig ekki al­veg á því hvernig þetta geng­ur fyr­ir sig. En stund­um sér maður eft­ir á að maður var kannski smeyk­ur við að fara eitt­hvað af því að maður hafði for­dóma fyr­ir land­inu. Ég man til dæm­is þegar ég fékk til­boð frá Macca­bi Haifa í Ísra­el. Það virkaði allt mjög spenn­andi, en ég var bara hrædd­ur við að fara til Ísra­els út af öll­um um­fjöll­un­un­um um stríð og það varð ekk­ert af því. En eft­ir því sem ég hef orðið eldri sé ég að maður get­ur ekki lifað lífi sínu hrædd­ur og oft voru bestu ákv­arðan­irn­ar eitt­hvað sem maður óttaðist fyrst.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda