Fögnuðu brúðkaupsafmælinu með hálfu maraþoni í Köben

Linda Benediktsdóttir og Ragnar Einarsson hafa verið hjón í tvö …
Linda Benediktsdóttir og Ragnar Einarsson hafa verið hjón í tvö ár! Samsett mynd

At­hafna­kon­an og mat­ar­blogg­ar­inn, Linda Bene­dikts­dótti,r og eig­inmaður henn­ar, Ragn­ar Ein­ars­son, fögnuðu tveggja ára brúðkaup­saf­mæli sínu með stæl í Kaup­manna­höfn þar sem þau hlupu hálft maraþon sam­an. 

Linda og Ragn­ar hafa verið sam­an í 15 ár og trú­lofuðu sig fyr­ir átta árum síðan, en þau eiga tvö börn sam­an. Þau gengu svo í hjóna­band við glæsi­lega at­höfn á Ítal­íu þann 14. sept­em­ber 2022. Hjón­in fóru í brúðkaups­ferð til Maj­orka í maí árið 2023 þar sem þau nutu lífs­ins í sól­ríku og fal­legu um­hverfi. Þau fögnuðu svo papp­írs­brúðkaup­inu á hinni töfr­andi eyju, Krít á Grikklandi, á síðasta ári. 

Tóku hálft maraþon í Kaup­manna­höfn

Um helg­ina fögnuðu Linda og Ragn­ar tveggja ára brúðkaup­saf­mæli sínu og voru aft­ur stödd í sól­inni, en að þessu sinni í Kaup­manna­höfn. 

„2 ára brúðkaup­saf­mæli fagnað með hálfu maraþoni í sól­ríkri Kö­ben. Það sem ég er þakk­lát fyr­ir lífið okk­ar sam­an! Heil­brigðari, ham­ingju­sam­ari og hraust­ari sam­an með hverju ár­inu,“ skrifuðu þau í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram, en með færsl­unni birtu þau skemmti­lega myndaröð frá maraþon­inu.

Smart­land ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

View this post on In­sta­gram

A post shared by Linda Ben (@linda­ben)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda