Inga Lind og Sigurður eru kærustupar

Inga Lind Karlsdóttir og Sigurður Viðarsson eru kærustupar.
Inga Lind Karlsdóttir og Sigurður Viðarsson eru kærustupar. Samsett mynd

Fjöl­miðlakon­an og eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Skot Producti­ons, Inga Lind Karls­dótt­ir, og Sig­urður Viðars­son viðskiptamaður eru ný­legt par.

Ástin bankaði upp á í sum­ar en parið hafði þá nán­ast þekkst alla ævi þar sem þau voru sam­an í grunn­skóla og til­heyra sama vina­hópi úr Garðabæn­um sem er sam­held­inn. 

Sig­urður Viðars­son hef­ur verið á fleygi­ferð í ís­lensku viðskipta­lífi. Hann var aðstoðarfor­stjóri Kviku banka en þar áður var hann for­stjóri trygg­inga­fé­lags­ins TM.

Inga Lind hef­ur stýrt skemmti­leg­um sjón­varpsþátt­um í gegn­um tíðina en núna fram­leiðir hún þætti eins og Kapps­mál sem sýnd­ir eru á RÚV svo dæmi sé tekið. Auk þess hef­ur hún verið að feta nýj­ar braut­ir eins og að sitja fyr­ir hjá ís­lenska fata­hönnuðinum Hildi Yeom­an.

Smart­land ósk­ar Ingu Lind og Sig­urði til ham­ingju með ást­ina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda