Oddný Eir og Gunnar Smári að hittast

Oddný Eir Ævarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson eru nýtt par.
Oddný Eir Ævarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson eru nýtt par. Samsett mynd

Odd­ný Eir Ævars­dótt­ir rit­höf­und­ur og Gunn­ar Smári Eg­ils­son, stofn­andi Sósí­al­ista­flokks­ins og odd­viti flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, eru að hitt­ast. Þau hafa sést sam­an uppi á síðkastið eins og til dæm­is í Borg­ar­leik­hús­inu og á fleiri stöðum. 

Gunn­ar Smári og fyrr­ver­andi kona hans, Alda Lóa Leifs­dótt­ur, fóru hvort í sína átt­ina fyr­ir nokkr­um miss­er­um. Gunn­ar Smári var ekki lengi á lausu.

Nú hef­ur hann fundið ást­ina í örm­um skálds­ins sem er höf­und­ur sjálfsævi­sögu­bók­ar­inn­ar ess­eyj­an Blátt blóð: í leið að kátu sæði sem kom út 2015. Í bók­inni seg­ir hún frá reynslu sinni af ófrjó­semi og þeirri sterku þrá að eign­ast barn. Amazon Cross­ing nældi sér í út­gáfu­rétt­inn af bók­inni og gaf hana út sem raf­bók. 

11 ára ald­urs­mun­ur er á par­inu en Gunn­ar Smári er fædd­ur 1961 en Odd­ný Eir 1972. 

Smart­land ósk­ar Gunn­ari Smára og Odd­nýju Eir til ham­ingju með ást­ina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda