Laufey skein skært á frumsýningu

Laufey var afar glæsileg á rauða dreglinum.
Laufey var afar glæsileg á rauða dreglinum. Ljósmynd/Brian Gove

Íslenska tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir var stór­glæsi­leg á rauða dregl­in­um á frum­sýn­ingu tón­leika­mynd­ar­inn­ar Lauf­ey's A Nig­ht At The Symp­hony: Hollywood Bowl í Los Ang­eles á þriðju­dags­kvöldið. 

Lauf­ey klædd­ist afar fal­leg­um kjól frá franska tísku­hús­inu Chloé og leyfði nátt­úru­legri feg­urð sinni að skína. 

Tón­list­ar­kon­an deildi mynd­um frá frum­sýn­ing­ar­kvöld­inu á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag og birti meðal ann­ars mynd af sér ásamt leik­stjóra mynd­ar­inn­ar, Emmy-verðlauna­haf­an­um Sam Wrench. 

Tón­leik­ar Lauf­eyj­ar Lín­ar sem haldn­ir voru í Hollywood Bowl í byrj­un ág­úst­mánaðar verða sýnd­ir í út­völd­um kvik­mynda­hús­um, þar á meðal Bíó Para­dís, frá og með 6. des­em­ber næst­kom­andi. Tón­list­ar­kon­an steig á svið ásamt Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Los Ang­eles og lék fyr­ir þúsund­ir manna. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda