Guðmundur og Ragnhildur hvort í sína áttina

Guðmundur Örn Þórðarson og Ragnhildur Sveinsdóttir eru farin hvort í …
Guðmundur Örn Þórðarson og Ragnhildur Sveinsdóttir eru farin hvort í sína áttina. Samsett mynd

Guðmundur Örn Þórðarson fjárfestir og Ragnhildur Sveinsdóttir pilates-kennari eru farin hvort í sína áttina. Guðmundur Örn er þekktur í viðskiptalífinu en hann var áður einn af aðaleigendum Skeljungs og svo hefur hann verið stór hluthafi í Kviku banka. Parið byrjaði að hittast 2020. 

Ragnhildur er þekkt fyrir að hafa framleitt góða fótboltamenn en hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, Eiður Smári Guðjohnsen, eignuðust fjögur börn saman og hefur hluti af hópnum stundað atvinnumennsku í fótbolta. 

Á dögunum sendi Ragnhildur úr fréttatilkynningu að hún myndi í byrjun desember hefja störf sem pilates-kennari. 

Bjuggu saman í Þernunesi 

Ragnhildur hefur verið búsett í Svíþjóð en þegar hún er á Íslandi hafa þau Guðmundur Örn búið saman í húsi sem hann keypti upphaflega árið 2021 og greiddi fyrir það 400 milljónir. Rúmlega ári síðar eða 22. desember 2022 afsalaði Guðmundur Örn fasteigninni til Ragnhildar á 405 milljónir og er vísað í kaupmála þeirra á milli sem gerður var 2021. 

Smartland óskar Guðmundi og Ragnhildi góðs gengis á nýjum vígstöðvum! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda