Halla Vilhjálmsdóttir á lausu

Halla Vilhjálmsdóttir Koppel er á lausu.
Halla Vilhjálmsdóttir Koppel er á lausu. Ljósmynd/Instagram

Leikkonan og verðbréfamiðlarinn, Halla Vilhjálmsdóttir Koppel, er á lausu eftir að upp úr hjónabandi hennar og Harry Koppel slitnaði en þau eiga þrjú börn saman. Vísir greindi frá þessu. 

Halla hefur búið í Bretlandi síðustu ár en árið 2021 festu hjónin kaup á glæsilegri skipstjóravillu í miðbæ Reykjavíkur og hefur hún verið búsett hérlendis að mestu síðan þá. Halla sagði frá því í sjónvarpsþættinum Heimilislífi að hún hafi viljað flytja til Íslands eftir að kórónuveiran skall á. Í kjölfarið fundu þau þetta fallega hús sem hún hefur búið í. 

„Bor­is John­son til­kynnti „lockdown“ núm­er tvö. Þá var ég bara svo­lítið búin að fá nóg, og sagði við pabba barn­anna að þetta væri ekk­ert per­sónu­legt en ég væri far­in í bili,“ sagði Halla í Heimilislífi. 

Um er að ræða 229 fm hús sem byggt var 1923 sem er með stór­um garði. Húsið er á þrem­ur hæðum og lét Halla gera húsið upp í sam­ræmi við stíl húss­ins. Gólf voru bæsuð og pússuð upp og eld­hús­inn­rétt­ing sprautu­lökkuð svo eitt­hvað sé nefnt.

Smartland óskar Höllu alls hins besta! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda