Leikkonan og verðbréfamiðlarinn, Halla Vilhjálmsdóttir Koppel, er á lausu eftir að upp úr hjónabandi hennar og Harry Koppel slitnaði en þau eiga þrjú börn saman. Vísir greindi frá þessu.
Halla hefur búið í Bretlandi síðustu ár en árið 2021 festu hjónin kaup á glæsilegri skipstjóravillu í miðbæ Reykjavíkur og hefur hún verið búsett hérlendis að mestu síðan þá. Halla sagði frá því í sjónvarpsþættinum Heimilislífi að hún hafi viljað flytja til Íslands eftir að kórónuveiran skall á. Í kjölfarið fundu þau þetta fallega hús sem hún hefur búið í.
„Boris Johnson tilkynnti „lockdown“ númer tvö. Þá var ég bara svolítið búin að fá nóg, og sagði við pabba barnanna að þetta væri ekkert persónulegt en ég væri farin í bili,“ sagði Halla í Heimilislífi.
Um er að ræða 229 fm hús sem byggt var 1923 sem er með stórum garði. Húsið er á þremur hæðum og lét Halla gera húsið upp í samræmi við stíl hússins. Gólf voru bæsuð og pússuð upp og eldhúsinnrétting sprautulökkuð svo eitthvað sé nefnt.
Smartland óskar Höllu alls hins besta!