Eiríkur ætlar ekki að tryggja Reyni Trausta áhyggjulaust ævikvöld

Reynir Traustason og Eiríkur Rögnvaldsson.
Reynir Traustason og Eiríkur Rögnvaldsson. Samsett mynd

Ei­rík­ur Rögn­valds­son fyrr­ver­andi pró­fess­or í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands, hef­ur sagt upp áskrift sinni að Heim­ild­inni.

Þetta gerði hann eft­ir að fregn­ir bár­ust af því að Mann­líf, sem er í rit­stjórn Reyn­is Trausta­son­ar, og Heim­ild­in, sem er í rit­stjórn Ingi­bjarg­ar Dagg­ar Kjart­ans­dótt­ur og Jóns Trausta Reyn­is­son­ar, séu að renna sam­an í eitt.

Frá­leitt að kaupa sorp­ritið Mann­líf

Ei­rík­ur get­ur ekki hugsað sér að styðja það að Reyn­ir Trausta­son eigi áhyggju­laust ævikvöld. 

„Ég hef verið áskrif­andi að Heim­ild­inni frá upp­hafi, og var einnig áskrif­andi að Stund­inni og styrkti Kjarn­ann,“ seg­ir Ei­rík­ur í færslu á Face­book-síðu sinni og held­ur áfram:

„Mér finnst mik­il­vægt að styrkja óháða frétta­mennsku en það er frá­leitt að kaupa sorp­ritið Mann­líf til þess að Reyn­ir Trausta­son megi eiga áhyggju­laust ævikvöld. Þess vegna hef ég sagt áskrift minni að Heim­ild­inni upp.“

Þess má geta að Reyn­ir Trausta­son er fædd­ur 1953 og er 71 árs gam­all.

Ei­rík­ur bæt­ir því við í ann­arri færslu á fé­lags­miðlin­um að hann hafi átt við að Reyn­ir losni við skyld­ur rit­stjór­ans: 

„Í fram­haldi af fyrri færslu um Heim­ild­ina vil ég taka fram: Nú hef ég fengið þá skýr­ingu að um­mæli Reyn­is Trausta­son­ar um „áhyggju­laust ævikvöld“ vísi ekki til þess að hann losni við fjár­hags­á­hyggj­ur enda fái hann enga pen­inga út úr fyr­ir­hugaðri yf­ir­töku, held­ur til þess að hann verði laus und­an áhyggj­um rit­stjór­ans. Ég skal al­veg trúa þessu, og eins því að hvorki son­ur hans né tengda­dótt­ir hafi komið ná­lægt mál­inu.

En það er bara ekki nóg. Tengsl aðila í þessu máli valda því að það lít­ur illa út og það er auðvelt að gera það tor­tryggi­legt, og það skaðar því óhjá­kvæmi­lega trú­verðug­leik Heim­ild­ar­inn­ar. Það er sér­stak­lega óheppi­legt að þetta skuli koma upp á sama tíma og mál­efni FH þar sem formaður fé­lags­ins og bróðir hans fengu greidda tugi millj­óna. Þeir halda því fram að það hafi allt verið eðli­legt og hvað veit ég, en það lít­ur a.m.k. ekki vel út.
Fyr­ir fjöl­miðil sem vill vera ábyrg­ur og vera tek­inn al­var­lega er nefni­lega ekki nóg að hlut­irn­ir séu í lagi - þeir þurfa líka að líta út fyr­ir að vera í lagi. Þess vegna finnst mér það óskilj­an­legt dómgreind­ar­leysi af stjórn­end­um Heim­ild­ar­inn­ar að gefa svona höggstað á sér,“ seg­ir Ei­rík­ur. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð. 

Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur hefur sagt upp áskrift sinni að Heimildinni.
Ei­rík­ur Rögn­valds­son ís­lensku­fræðing­ur hef­ur sagt upp áskrift sinni að Heim­ild­inni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda