Ástin blómstrar hjá Steven og Guðnýju

Guðný og Steven njóta nýrrar ástar í sólinni á Tenerife.
Guðný og Steven njóta nýrrar ástar í sólinni á Tenerife. Samsett mynd/Instagram

Knatt­spyrnumaður­inn Steven Lennon og Guðný Ósk Ómars­dótt­ir eru nýtt par. Þessa dag­ana njóta þau róm­an­tík­ur­inn­ar á Teneri­fe og deila ást­inni með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram.

Steven Lennon er skosk­ur knatt­spyrnumaður og lék lengi með FH áður en hann var lánaður yfir til Þrótt­ar um tíma. Hann lagði skóna á hill­una fyrr á ár­inu og starfar nú sem þjálf­ari hjá FH. Steven var áður í sam­bandi með Heiði Ósk Eggerts­dótt­ur, förðun­ar­fræðingi og eig­anda Reykja­vík Makeup School, og á með henni einn son.

Guðný Ósk starfar á skrif­stofu en ein­hverj­ir kunna að muna eft­ir henni úr feg­urðarsam­keppn­inni ung­frú Suður­land frá ár­inu 2011. Guðný var áður í sam­bandi með Eiði Aroni Sig­ur­björns­syni knatt­spyrnu­manni og á með hon­um tvö börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda