Laufey er manneskja ársins

Laufey Lín Jónsdóttir er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands.
Laufey Lín Jónsdóttir er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands.

Árið hjá ís­lenska tón­list­ar­undr­inu Lauf­eyju Lín Bing Jóns­dótt­ur hef­ur verið viðburðaríkt og mörg­um stór­um áföng­um náð. Hún er mann­eskja árs­ins að mati les­enda Smart­lands.

Lauf­ey hef­ur náð stór­kost­leg­um ár­angri í tón­list­ar­heim­in­um síðustu ár og var þetta ár sér­stak­lega viðburðaríkt. Hún prýddi meðal ann­ars forsíðu Bill­bo­ard-tíma­rits­ins, vann Grammy-verðlaun, birt­ist á hvíta tjald­inu og var á lista For­bes. Lauf­ey ólst upp á tón­elsku heim­ili, en móðir henn­ar er fiðluleik­ari og afi henn­ar og amma voru bæði fiðlu- og pí­anó­kenn­ar­ar. Hún sagði í viðtali á ár­inu að heim­ili henn­ar hefði verið æv­in­týra­leg­ur staður þar sem tónlist barst úr öll­um horn­um. Það er þó ís­lensk­um föður Lauf­eyj­ar að þakka að hún upp­götvaði djass­inn, sem leiddi hana í frek­ara tón­list­ar­nám við hinn virta Berk­lee Col­l­e­ge of Music í Bost­on.

Laufey prýðir forsíðu Smartlandsblaðsins sem kom út í dag.
Lauf­ey prýðir forsíðu Smart­lands­blaðsins sem kom út í dag.

Forsíða Bill­bo­ard

Í upp­hafi árs­ins prýddi hún forsíðu sta­f­rænn­ar út­gáfu Bill­bo­ard sem er eitt þekk­asta tón­list­ar­tíma­rit heims. Djass­söng­kon­an ræddi meðal ann­ars um upp­runa sinn og tón­listaráhrif í viðtali við blaðamann tíma­rits­ins. Sá for­vitnaðist um hvort Lauf­ey sæi fyr­ir sér að semja tónlist fyr­ir kvik­mynd­ir. „Draum­ur­inn væri að semja tit­il­lagið fyr­ir James Bond-mynd,“ sagði söng­kon­an, sem ætl­ar sér að gera allt til að láta þann draum ræt­ast.

Laufey á forsíðu stafrænnar útgáfu Billboard-tímaritsins.
Lauf­ey á forsíðu sta­f­rænn­ar út­gáfu Bill­bo­ard-tíma­rits­ins.

Hlaut Grammy-verðlaun

Lauf­ey hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng­poppp­latna (e. tra­diti­onal pop vocal alb­um). Sex hlutu til­nefn­ingu í flokki Lauf­eyj­ar en á meðal þeirra voru Bruce Springsteen með plöt­una Only the Strong Survi­ve, hljóm­sveit­in Pentaton­ix með plöt­una Holi­days Around the World og Rickie Lee Jo­nes með plöt­una Pieces of Trea­sure. „Vá, takk kær­lega fyr­ir öll­söm­ul. Þetta er ótrú­legt. Ég hefði ekki trúað því að þetta gæti gerst,“ sagði Lauf­ey Lín þegar hún steig á svið í Crypto-höll­inni í Los Ang­eles til þess að taka við verðlaun­un­um.

Kvöldið var viðburðaríkt hjá tón­list­ar­kon­unni en áður en hún fékk verðlaun­in af­hent flutti hún lagið From the Start af plötu sinni. Það var þó ekki eini flutn­ing­ur henn­ar um kvöldið því að hún lék á selló í sögu­leg­um flutn­ingi tón­list­ar­manns­ins Billy Joel, sex­falds Grammy-verðlauna­hafa. Flutn­ing­ur­inn var merki­leg­ur fyr­ir þær sak­ir að Joel hafði ekki stigið á svið á Grammy-verðlauna­hátíð og flutt tónlist sína í 30 ár.

AFP

Lauf­ey fékk heiður­sviður­kenn­ingu

Útflutn­ings­verðlaun for­seta Íslands 2024 voru veitt í byrj­un mars­mánaðar og var Lauf­ey heiðruð fyr­ir störf sín á alþjóðavett­vangi. Heiður­sviður­kenn­ing er veitt ár­lega mann­eskju sem þykir með starfi sínu og verk­um hafa borið hróður Íslands víða um heim. „Fjög­urra ára byrjaði Lauf­ey að læra á pí­anó og átta ára á selló. Hún kom fyrst fram á stóra sviðinu þegar hún spilaði ein­leik á jóla­tón­leik­um Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands, þá 15 ára. Söng­ur­inn blundaði alltaf með henni og fór hún að koma fram sem söng­kona á ung­lings­aldri meðal ann­ars í Ice­land Got Talent og The Voice þar sem hún náði í úr­slita­keppn­ina,“ sagði í til­kynn­ingu, en Lauf­ey er fædd árið 1999.

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, heiðraði Laufeyju fyrir störf …
Guðni Th. Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, heiðraði Lauf­eyju fyr­ir störf sín á alþjóðavett­vangi. Ljós­mynd/Í​slands­stofa

Fyllti Eld­borg í þrígang

Mik­ill áhugi var á tón­leik­um Lauf­eyj­ar í Eld­borg­ar­sal Hörpu en hún hélt þrenna tón­leika í mars. Það seld­ist upp á tvenna tón­leika aðeins á nokkr­um mín­út­um og var þá auka­tón­leik­um bætt við. Það seld­ist einnig hratt upp á þá en þeir voru hluti af tón­leika­ferðalagi henn­ar um heim­inn.

Hélt stærstu tón­leik­ana í Indó­nes­íu

Lauf­ey steig á svið í Djakarta í Indó­nes­íu og söng fyr­ir fram­an 7.500 tón­leika­gesti. „Takk, Djakarta! Þetta voru stærstu tón­leik­arn­ir mín­ir hingað til, öll 7.500 ykk­ar sunguð hvern ein­asta texta af full­um krafti með mér. Takk fyr­ir að bjóða mig vel­komna í fal­legu menn­ing­una ykk­ar, sjá­umst næst! Terima Kasih,“ skrifaði Lauf­ey í færslu sem hún birti á In­sta­gram-síðu sinni eft­ir tón­leik­ana.

Laufey fann ástina á árinu í örmum Charlie Christie.
Lauf­ey fann ást­ina á ár­inu í örm­um Charlie Christie. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Fann ást­ina í Kali­forn­íu

Það voru lík­ar góðar frétt­ir úr einka­lífi Lauf­eyj­ar á ár­inu en hún fann ást­ina í örm­um Charlie Christie. Sá heppni starfar í markaðsteymi hjá út­gáfu­fyr­ir­tæk­inu In­terscope Records. Fyr­ir­tækið gef­ur út tónlist Lady Gaga, Elt­on John, Bill­ie Eil­ish og Mar­oon 5, svo að ein­hverj­ir tón­list­ar­menn séu nefnd­ir, og er með skrif­stof­ur í Santa Monica í Kali­forn­íu. Það er því kannski ekki skrýtið að hann hafi fallið fyr­ir Grammy-verðlauna­haf­an­um Lauf­eyju.

Lék fyr­ir þúsund­ir í Hollywood Bowl

Í ág­úst síðastliðnum þakkaði Lauf­ey aðdá­end­um sín­um, sem ganga und­ir nafn­inu Lau­vers, fyr­ir ógleym­an­legt kvöld í Hollywood Bowl. „Kæra 13 ára Lauf­ey, þú seld­ir upp Hollywood Bowl. Takk öll­söm­ul fyr­ir besta kvöld lífs míns,“ skrifaði söng­kon­an við aðra færsl­una á In­sta­gram. Tón­leika­svæðið get­ur tekið við 17.500 gest­um svo að það var mikið af­rek að upp­selt var á tón­leik­ana.

Á tón­leik­un­um steig hún á svið ásamt Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Los Ang­eles. Tón­leik­arn­ir komu henni á hvíta tjaldið en þeir voru sýnd­ir í út­völd­um kvik­mynda­hús­um í nú í des­em­ber.

Til­nefnd til VMA-verðlauna

Í lok ág­úst hlaut hún til­nefn­ingu til MTV VMA-verðlauna. Á hátíðinni eru bestu tón­list­ar­mynd­bönd, lista­menn og lög árs­ins heiðruð og var lag Lauf­eyj­ar, Goddess, til­nefnt í flokki sem kall­ast „PUSH Per­formance of the Year“. Alls voru 11 framúrsk­ar­andi tón­list­ar­menn til­nefnd­ir í flokkn­um.

Á fremsta bekk hjá Chanel

Franska tísku­húsið Chanel frum­sýndi vor- og sum­ar­lín­una fyr­ir árið 2025 á tísku­vik­unni í Par­ís í októ­ber. Sýn­ing­in fór fram í Grand Pala­is sem hef­ur verið einn aðal­sýn­ing­arstaður Chanel um ára­bil. Lauf­ey sat ásamt syst­ur sinni, Jún­íu Lín, í einni af fremstu röðunum á tísku­sýn­ing­unni. Þetta er einn stærsti viðburður­inn á tísku­vik­unni og yf­ir­leitt stjörn­um prýdd­ur. Franska tísku­húsið hef­ur klætt Lauf­eyju fyr­ir nokkra viðburði þessa árs en hún hef­ur verið þekkt fyr­ir kven­leg­an og klass­ísk­an fata­stíl.

Franska hátískuhúsið Chanel vildi að Laufey klæddist fatnaði frá því …
Franska há­tísku­húsið Chanel vildi að Lauf­ey klædd­ist fatnaði frá því á ár­inu. Ljós­mynd/​Chanel

Ný skart­gripalína frá Lauf­eyju

Þá lét hún einnig til sín taka í heimi skarts­ins en hún hannaði skart­gripalínu í sam­starfi við am­er­ísku skart­gripa­versl­un­ina Cat­bird. Í lín­unni eru sex mis­mun­andi skart­grip­ir, allt frá arm­bönd­um yfir í hringa, eyrna­lokka og háls­men. Lauf­ey sagði þetta vera skart­gripi drauma sinna.

„Ég bjó þetta til fyr­ir þig og mig. Gull­kan­ín­ur æsku minn­ar, slauf­ur, blá­ir tón­ar og hring­ar fyr­ir brotið hjarta og gleði. Líka eitt sér­stakt hjarta fyr­ir Lau­vers,“ skrif­ar hún á In­sta­gram. „Hver grip­ur er bú­inn til með svo mik­illi ást og er til í 100% end­urunnu gulli og silfri.“

Á lista For­bes

Í des­em­ber skipaði Lauf­ey sæti á lista For­bes yfir ein­stak­linga, 30 ára og yngri, sem skarað hafa fram úr í tón­list­ar­heim­in­um á ár­inu sem er að líða. Á list­an­um er einnig að finna heimsþekkta tón­list­ar­menn á borð við Chapp­el Roan, Tyla, Sha­boozey og Zach Bry­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda