Ársspá Siggu Kling lofar góðu

Leitað var á ráðin hjá spákonunni Siggu Kling.
Leitað var á ráðin hjá spákonunni Siggu Kling.

Sig­ríður Klingenberg, eða Sigga Kling eins og hún er kölluð, býður hér upp á fun­heita árs­spá fyr­ir 2025. Hvernig verður 2025? Mun tal­an 9 hjálpa okk­ur að besta okk­ur í okk­ar lífi eða verður þetta enda­laus barn­ing­ur? 

Hrút­ur: Taktu nýja áhættu í ást­inni

Elsku hrút­ur­inn minn.

Frá­bær tala er sterk­ust hjá þér á þessu ári sam­kvæmt talna­speki Kirovs, 13, og mun hún birt­ast þér miklu oft­ar en vana­lega. Þrjóska þín verður dá­sam­leg á þessu ári, sér­stak­lega fyrri hluta árs og ég sé húm­or­inn skína í gegn. Það er eins og þú haf­ir farið á sér­stakt nám­skeið í orðaforða! All­ir taka eft­ir því hvað þú ert orðinn miklu skýr­ari og ánægðari með allt – orðaforðinn virðist hafa marg­fald­ast og þú átt eft­ir að verða sér­lega ánægður með það.

Vorið kem­ur með töl­una sjö sem er and­leg tala sem hjálp­ar þér að skynja bet­ur bet­ur hvað þú eig­ir að gera, hjálp­ar þér að líða bet­ur í lík­am­an­um og hreinsa út streitu. Varastu að nota orðið „stress; sér­stak­lega mikið, notaðu frek­ar „spennt­ur“ orðaðu það rétt. Orð eru nefni­lega álög eins og bók­in mín heit­ir. Það er svo sann­ar­lega satt, svo kyngdu leiðin­leg­um orðum og hugsaðu hvernig þú set­ur feg­urð út í al­heim­inn, þá færðu til baka. Þú færð nefni­lega það sem þú gef­ur.

Lesa meira

Nautið: Réttu út hönd­ina í hringiðu lífs­ins

Elsku nautið mitt.

Þetta dá­sam­lega ár sem er að heilsa þér breyt­ir mörgu í kring­um þig! Ég get ekki sagt að janú­ar verði þinn allra besti mánuður, spólaðu yfir hann eins hratt og þú get­ur. Strax þann 1. fe­brú­ar og frá hon­um byrj­ar al­deil­is að vegna vel hjá þér. Þá verður þú búið að leysa verstu flækj­urn­ar og þú þarft líka að skipu­leggja svo­lítið bet­ur þá pen­inga sem detta í vasa þinn. Þú ert nefni­lega svo ör­látt að stund­um virðist vera gat á vas­an­um og þú dreif­ir pen­ing­un­um á
eft­ir þér.

Upp úr þessu tíma­bili teng­ist þú hóp eða stóru tengslaneti og þar lærðu eitt­hvað svo miklu meira. Það birt­ist í kring­um þig fólk með svo ótrú­lega merki­leg skila­boð og eru það ein­hvers kon­ar sendi­boðar til þín (orðið „sendi­boði“ þýðir bara eng­ill, sem er al­deil­is skemmti­legt).

Lesa meira

Tví­bur­inn: Nót­ur verða að sin­fón­íu

Elsku tví­bur­inn minn.

Þú færð töl­una einn og líka læðist þarna að þér töl­urn­ar fimm og sex. Tal­an sex er sterk­ust yfir þér þetta árið. Hún tákn­ar fjöl­skyldu­mynst­ur og ást­ina. Það er mik­il frjó­semi tengd þess­ari tölu þannig þeir sem ætla ekki að fjölga mann­kyn­inu ættu að vera vel á verði!

Þessi tala gef­ur einnig til kynna að ef vond ást er í kring­um þig (í öllu; vinnu, vin­um, land­inu eða kærast­inn) ef allt er ekki eins og það á að vera spring­ur það upp og fer. Það sem er gott fyr­ir þig er að allt sem þér er ætlað stækk­ar og efl­ist þannig þetta er hin besta tala.

Ein­hver óró­leiki er bú­inn að gera vart við sig hjá þér – þú ert bú­inn að skipta skapi ört og gæt­ir verið svo­lítið pirraður á sjálf­um þér. Ég segi þegar þú ert fúll eða leiður skaltu bara segja orðið „skipta“ (e. shift). Ég segi það á ensku, hvort ork­an skilji ís­lensku veit ég ekki. Ef yfir þig kem­ur þung­ur andi seg­ir þú bara „skipta“! Þú æfir þig á þessu og breyt­ing­arn­ar verða aug­ljós­ar.

Lesa meira

Krabb­inn: Skylda þín að passa upp á þig

Elsku krabb­inn minn. 

Mik­il vinna hef­ur átt sér stað hjá þér og þú hef­ur verið á fullu að hjálpa öðrum, hafa áhyggj­ur af ein­hverju sem skipt­ir ekki máli. Í kring­um 13. til 14. fe­brú­ar mun svo koma í ljós að all­ar þess­ar áhyggj­ur voru ástæðulaus­ar. Varðandi þessa daga er eins og það sé stjarna yfir þér sem vís­ar þér veg­inn og þú verður miklu ör­ugg­ari með allt.

Pen­inga­mál­in virðast ganga alltaf upp og það á að vera í eðli krabb­ans að eiga alltaf pen­ing í um­slagi eða fal­inn und­ir dýn­unni. Það eina sem verið er að tala um er ein­hver varúð varðandi hug­breyt­andi efni, lyf, eitt­hvað sem þér var skaffað frá lækni eða þess hátt­ar og þú skalt skoða alla hluti sem þú læt­ur ofan í þig. Í kort­un­um kem­ur að kvíði eða erfiðleik­ar með hug­ann gætu verið ástæðan.

Lesa meira

Ljón: Öll ljón eru áhrifa­vald­ar

Elsku ljónið mitt.

Þetta er árið sem kenn­ir þér að ef­ast ekki um þig sjálft. Árið mun sýna þér hvað þú ert, hvað þú vilt og hvernig þú get­ur fengið það. Fyrstu tveir mánuðir árs­ins verða þér ör­lítið erfiðir og þú skalt passa þig að vera með fólki sem efl­ir hug þinn, því þú virðist ekki vera alltaf góður mannþekkj­ari. Svo ef þú sérð rautt flagg gagn­vart per­sónu – ekki horfa fram hjá því held­ur er best að loka strax og læsa. Það er verið að stýra þér í ranga átt eða segja þér ekki al­veg satt
frá en þú tek­ur þessu öllu létt því þú hef­ur lært að láta ekki þá steina í götu þinni stoppa þig, það stopp­ar ekk­ert ljónið sko!

Lesa meira

Meyj­an: Þú veist meira, elsk­ar meira og lif­ir bet­ur

Elsku meyj­an mín!

Þú ert að fara inn í friðsamt ár, en samt sem áður að fara í gegn­um tölu­vert breyt­inga­skeið með sjálfa þig. Þú hreins­ar af þér allt sem held­ur þér niðri. Þú teng­ir þig við fólk, fé­lags­skap og allt mögu­legt sem gef­ur þér betra vit eða meira og skarp­ari hugs­un og þú tek­ur góðar ákv­arðanir varðandi við líf þitt.

Þú hef­ur töl­una níu sem er tala al­heims­ins, jarðar­inn­ar á þessu ári. Sú tala tákn­ar að maður snýr baki við vit­leysu eða vond­um aðstæðum og hún gef­ur þér kraft til að standa með þér og segja hugs­un þína án þess að láta það á sig fá. Hún tákn­ar einnig að þú ert að hefja tíma sem mun vara um lang­an tíma, jafn­vel nokk­ur ár í viðbót.

Lesa meira

Vog­in: Þú átt inn­eign hjá frök­en karma

Elsku vog­in mín.

Þú ferð á bjart ferðalag árið 2025. Þú ert með töl­una einn eins og stein­geit­in svo allt sem þú ákveður að geti hagn­ast þér og all­ir þeir draum­ar sem þú hef­ur ekki sett þunga í skaltu gera núna. Slepptu þér al­veg frjálsri, þetta er svo stutt líf, svo gerðu það núna strax. Þú skalt láta draum­ana ræt­ast því þú hef­ur afl og færð tæki­færi til þess á þessu ári.

Breyt­ing­ar eru ekki endi­lega góðar breyt­ing­anna vegna og þér finnst janú­ar vera frek­ar óheppi­leg­ur tími og ekki ganga eins og þú vild­ir stýra hon­um. En það eru ein­ung­is fá­ein­ir dag­ar. Í fe­brú­ar, mars og apríl kem­ur kraft­ur­inn inn.

Lesa meira

Sporðdreki: Eng­in dauð stund á ár­inu

Elsku sporðdrek­inn minn.

Þú ert að fara inn í svo kraft­mikið ár sem gæti bæði sent þig til skýj­anna en líka haldið þér niðri. Lyk­ill­inn í því að allt gangi eins og þú vilt er að setja ró í hug­ann á þér; „Ég er ró­leg­ur“ seg­ir þú við þig. Þegar þú tal­ar við þig er mik­il­vægt að orða staðhæf­ing­ar um það sem þú vilt: „Ég er heilsu­hraust­ur“ og „ég er kraft­mik­ill“.  Ég lofa þér það ger­ir krafta­verk því það teng­ir þig við guðshlut­ann í þér og það virk­ar.

Það býr í þér sköp­un­ar­orka sem þú munt opna fyr­ir á þessu ári. Sköp­un get­ur verið allt frá því að vera list eða ein­hver hug­mynd sem þú fram­kvæm­ir. Sterk­asta tíma­bilið þitt er þegar vorið mæt­ir þér – þá geng­ur allt upp. Al­veg sama þó þú telj­ir hlut­ina ekki vera nógu góða, þá er það nú samt svo að þú hitt­ir í mark. Þetta gæti einnig gerst ör­lítið fyrr á ár­inu.

Lesa meira

Bogmaður: Alltaf jafn hepp­inn

Elsku bogmaður­inn minn!

Það er eig­in­lega ekki sann­gjarnt hvað það gam­an hjá þér! Svo mikl­ir hæfi­leik­ar og heppni! Það hefst núna strax í janú­ar að leiðrétt­ast það sem þér finnst að hafi verið órétt­látt. Þú færð að sjá að þú get­ur andað létt­ar og slakað á. Janú­ar verður þér góður og þú ert að fara inn í alls kon­ar tíma­bil þetta ár. Ég sé lit­ríkt tíma­bil þar sem þú ert bara að njóta. Þann 13. janú­ar, þegar tunglið er fullt í krabba­merk­inu, eru ýms­ir kraft­ar í kring­um líf þitt og þarna er mik­il­vægt að vera poll­ró­leg­ur og hand­viss um að allt fari vel því janú­ar er góður fyr­ir þig. 13. þess mánaðar er eini tím­inn sem gæti hrist til líf þitt ef þú sýn­ir ekki ró og biðlund.

Lesa meira

Stein­geit: Þorðu að taka skrefið

Elsku stein­geit­in mín.

Þetta ár sem blas­ir við þér mun gefa þér fullt af tæki­fær­um til að hefja eitt­hvað nýtt. Þú færð töl­una einn og það þýðir að upp­hafið núna gæti varað í nokk­ur ár. Þú verður að þora að taka skrefið, grípa tæki­færið, mátt ekki hugsa þig of mikið um, þá er ekki víst að það næsta sem býðst þér sé eins gott. Þessi orka spann­ar yfir allt. Hún ger­ir breyt­ing­ar eða betr­um­bæt­ur á ást­inni ef hún er til staðar nú þegar, hún býður upp á nýtt upp­haf og nýtt eitt­hvað dá­sam­legt í ástar­mál­un­um, sér­stak­lega í kring­um sum­arið eða júní­mánuð (til að vera aðeins ná­kvæm­ari). Þú verður þá að vera til í tuskið og vera til­bú­in að opna hjartað þitt og alls ekki sýna neina hræðslu.

Ég las svo skemmti­lega bók um dag­inn og í henni stóð meðal ann­ars: „Fear is faith, eða hræðsla er eitt­hvað sem þú trú­ir á. Strikaðu yfir allt sem teng­ist hræðslu, að ef­ast, ótt­ast, því þinn er mátt­ur­inn á þessu ári og gjaf­irn­ar eru í rík­um mæli.

Lesa meira

Vatns­ber­inn: Ótrú­lega spenn­andi ár í vænd­um

Elsku vatns­ber­inn minn.

Árið þitt hefst með alls kyns drama sem aðrir kynda und­ir í kring­um þig, þú ert sterk­ari en nokkru sinni áður því þú læt­ur þér fátt um finn­ast. Þú færð töl­una 11 sem er aðaltal­an á þessu ári og ger­ir hún líf þitt svo enda­laust magnaðra, miklu meira spenn­andi og læt­ur þig einnig vera kæru­laus­ari og það er ein­mitt sem þú þarft.

Mars­mánuður ber töl­una þrjá til þín og það er tími til að slaka á, skemmta sér og taka lífið alls ekki of al­var­lega því þú kemst ekki lif­andi frá því hvort sem er! Ástar­orka er yfir vor­inu og þeir sem vilja leggja sér leið í faðm ein­hvers býðst eitt og annað, von­andi eitt­hvað skemmti­legt og spenn­andi, elsku vatns­beri. Marg­ir eru ákveðnir að standa ein­ir, keik­ir og sterk­ir og það er líka virðing­ar­vert.

Lesa meira

Fisk­ur­inn: Taktu eft­ir litlu krafta­verk­un­um

Elsku fisk­ur­inn minn.

Þú hef­ur margþætta hæfi­leika, kannski ein­um of marga og þá er erfitt að velja hvað maður vill gera. Eitt hef­ur þú sem er aðal­atriðið, þú get­ur nefni­lega aðlagað þig að öll­um hóp­um og öll­um týp­um sem eru gjör­ólík­ar þér.

Þó þú sért bæði há­karl og gull­fisk­ur (því þið syndið sam­an tveir) ertu líka kam­elljón, svo fljót­ur að hugsa og breyta um liti al­veg eins og það. Þitt merki er eitt heppn­asta merkið í dýra­hringn­um á þessu ári, sama þó þú reyn­ir að gera vesen úr hlut­un­um tekst þér það ekki!

Þú finn­ur leiðir til að víkka út hug­ann, fram­kvæmt nýj­ar hug­mynd­ir og slakað meira á sem ég get sagt að er ekki al­veg þinn stíll. Það vant­ar al­veg stopp­ar­ann á þig svo þú þarft að setja það inn í skipu­lagið að þenn­an dag ætl­irðu að taka frí fyr­ir þig og vera bara á þínum núllpunkti, það lækn­ar líka flest­öll þín mein – að leyfa þér að vera til án þess að þú þurf­ir sí­fellt að vera að vinna og vinna og ham­ast í hamstra­hjól­inu.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda