Kvenkyns vinahópar alltaf einkennst af stigveldi

Það er ekki alltaf dans á rósum þótt peningar séu …
Það er ekki alltaf dans á rósum þótt peningar séu annars vegar. Skjáskot/Youtube

Marg­ir aðdá­end­ur The Real Houswi­ves segja að hægt sé að horfa dýpra í þátta­gerðina held­ur en svo að ein­ung­is sé um ein­falda skemmt­un að ræða. Við fyrstu sýn blasa við kon­ur sem hafa allt til alls, klæðast fín­ustu hönn­un­inni þótt heim­ur þeirra virðist stund­um óreiðukennd­ur.

Þætt­irn­ir um The Real Houswi­ves voru fyrst sýnd­ir á Bra­vo 2006 þegar hús­mæðurn­ar í Orange County tóku við af hinum vin­sælu sjón­varpsþátt­um Despera­te Houswi­fes. Ári síðar var þátt­un­um út­vistað til New York og út komu Mana­hatt­an Moms. Árið 2008 voru yf­ir­stétt­ar­hús­mæður í Atlanta og New Jers­ey fengn­ar á skjá­inn og árið 2009 í Washingt­on. Í dag eru þætt­irn­ir tekn­ir upp í 21 borg í Banda­ríkj­un­um.  

Aðdá­end­ur þátt­anna lýstu því yfir á TikT­ok að þætt­irn­ir væru í ætt við fé­lags­fræðilega rann­sókn. Að sam­skipti kvenn­anna snú­ist um flókna virkni í vináttu kvenna, fé­lags­legt stig­veldi og svæðis­bund­inn mun á skil­grein­ingu efri stétt­ar ásamt skír­skot­un til fé­lags­legra gilda.

„Ég held þetta sé hár­rétt,“ seg­ir Bri­an Moyl­an, blaðamaður og höf­und­ur The Houswi­ves: The Real Story Behind the Hou­sewi­ves. Hann nefn­ir einnig að per­són­ur Tenn­essee Williams-þátt­anna séu í besta falli haldn­ar hug­vill­um á borð við að þær séu betri en þær í raun eru og að all­ar eigi þær sín­ar dekkri hliðar eða kljást við ein­hvers kon­ar innri átök.

Su­son Stracke, ein stjarn­anna úr Bever­ly Hills-þátt­un­um frá 2020, sér sam­skipt­in með sömu gler­aug­um. Hún vill meina að það hafi alltaf verið stig­veldi í kven­kyns vina­hóp­um og að þess vegna tengi svo marg­ir við þætt­ina.

Jaðar­sett­ur hóp­ur fær rödd

Þátt­araðirn­ar hafa gefið kon­um í ald­urs­hópn­um 50+ rödd, en sá hóp­ur hef­ur gjarn­an verið jaðar­sett­ur í sjón­varpi. Þá hafa þær brotið upp gaml­ar staðalí­mynd­ir ald­urs­hóps­ins með glæsi­leika sín­um, far­sæld sem frum­kvöðlar og oft um­kringd­ar stór­um vin­kvenna­hópi.

Þær ferðast sam­an, halda veisl­ur og ríf­ast eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn. En þær hafa einnig hjálpað hver ann­arri í gegn­um stóra áfanga eða áföll; skilnað, krabba­mein, heim­il­isof­beldi, gla­sa­frjóvg­un og fleira. 

Hrein­skilni þeirra fyr­ir fram­an mynda­vél­ina af­hjúp­ar þær sem mann­eskj­ur, gef­ur inn­sýn í sál­ar­líf þeirra og fé­lags­lega stöðu inn­an vina­hóps­ins og hvernig þær hafa þurft, sem kon­ur, að aðlag­ast sam­fé­lag­inu sem þær búa í. 

Og þrátt fyr­ir allt dramað geta þætt­irn­ir verið bráðfyndn­ir. Þeim hef­ur verið út­vistað til annarra landa og eru nú alls ell­efu lönd sem leika þætt­ina eft­ir upp­skrift þeirra í Banda­ríkj­un­um. 

Næst­um tveim­ur ára­tug­um eft­ir að þætt­irn­ir fóru fyrst í sýn­ingu virðist ekk­ert lát vera á vin­sæld­un­um, ólíkt öðrum raun­veru­leikaþátt­um, og fer aðdá­enda­hóp­ur þátt­anna ört vax­andi.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda