Jón opnaði sig upp á gátt í nýrri færslu

Jón Eyþór Gottskálksson birti einlæga færslu á Instagram-síðu sinni.
Jón Eyþór Gottskálksson birti einlæga færslu á Instagram-síðu sinni. Samsett mynd

Sam­kvæm­is­dans­ar­inn Jón Eyþór Gott­skálks­son opnaði sig upp á gátt í færslu sem hann birti á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um. Hann greindi frá erfiðri bar­áttu móður sinn­ar, Eddu Sverr­is­dótt­ur, við krabba­mein og öllu því góða, slæma og átak­an­lega sem lífið hef­ur upp á að bjóða.

Jón Eyþór er þjóðinni vel kunn­ur eft­ir þátt­töku í sjón­varpsþætt­in­um All­ir geta dansað.

„Eins og gef­ur að skilja þá var þetta plan út um glugg­ann“

Eins og fram hef­ur komið þá glím­ir móðir Jóns Eyþórs við krabba­mein. Hann seg­ir tíðind­in hafa breytt öllu.

„Elsku mamma sín, ást­in, árið og lífið.

Nú fer að verða liðið ár síðan móðir mín greind­ist með 4. stigs bri­skrabba­mein. Þegar þess­ar hræðilegu frétt­ir bár­ust breytt­ist allt. Ég var stadd­ur á eyj­unni Borneó í Asíu. Rétt á und­an hafði ég sent fjöl­skyldu og vin­um þau skila­boð um að ég væri að koma heim til Íslands aðeins til að selja allt sem ég átti og ætlaði að flytja til Taí­lands. Eins og gef­ur að skilja þá var þetta plan út um glugg­ann. Nú var planið að koma heim og vera for­eldr­um mín­um til halds og trausts. Því ekki má gleyma því að faðir minn er með 2 krabba­mein sjálf­ur, 4. stigs blöðru­hálskirt­il og hvít­blæði.

Ég kom til Íslands og hef verið að gera allt sem í mínu valdi stend­ur til að aðstoða for­eldra mína og vera besti son­ur sem hugs­ast get­ur. Fljót­lega eft­ir að ég kem heim tök­um við Birna Ósk mín upp þráðinn aft­ur eft­ir að hafa ákveðið að fara hvort í sína átt­ina ári áður. Síðastliðið sum­ar keypt­um við okk­ur sæta íbúð í Vest­ur­bæn­um sem við elsk­um og ég fór að vinna sem leiðsögumaður aft­ur á fullu.

Móðir mín fær síðan blóðtappa í heil­ann og fyr­ir al­gjöra til­vilj­un finnst krabba­mein í heil­an­um á henni. Það fannst snemma sem var já­kvætt upp að vissu marki. En þýddi að krabba­meinið var að dreifa sér. Áfram­hald­andi „chemo“ og geislameðferðir, og enda­laus lyf var staðan.”

Annað áfall

Jón Eyþór hélt út til Taí­lands ásamt kær­ustu sinni, Birnu Val­týs­dótt­ur, í nóv­em­ber síðastliðnum til að end­ur­hlaða batte­rí­in þegar annað áfall dundi yfir.

„Við Birna héld­um til Taí­lands í nóv­em­ber og var ætl­un­in að vera í 1-2 mánuði. Ég með veika von í hjarta að mamma hefði heilsu til að kom­ast út til okk­ar og eiga góðar stund­ir sam­an. Eft­ir 11 daga í para­dís fékk Birna ein­ar verstu frétt­ir sem hún gat fengið. Móður­bróðir henn­ar hafði tekið eigið líf. Hann var henn­ar mesti klett­ur og hafði hjálpað henni á öll­um sviðum lífs­ins og er ástæðan fyr­ir því að hún er edrú í dag. Því miður þá varð þung­lyndið og kvíðinn hon­um of­urliði. Það eina í stöðunni var að drífa sig heim og sorg­in búin að vera mik­il síðan þá.”

„Enn ein­ar þung­bær­ar frétt­ir“

Jón Eyþór seg­ir síðustu jól hafa verið erfið.

„Þessi síðustu jól voru skrít­in. Ekki mik­ill hátíðarandi hjá okk­ur. Hátíðirn­ar sner­ust svo­lítið um að finna út hvað mamma hefði lyst á og fá hana til að reyna borða eins mikið hún get­ur. Það tek­ur svaka­lega á konu yfir 70 ára að vera enda­laust að fá dælt í sig eitri á hálfs mánaðar fresti. Fyrri vik­an fer í mikla van­líðan, ógleði, hægðavanda­mál og allt hel­vít­is ógeðið sem fylg­ir þessu. Þegar líður á viku tvö og heils­an aðeins að bragg­ast þá, meira eit­ur. Þetta er lífs­hring­ekj­an sem móðir mín er föst í.

Í gegn­um þetta allt sam­an hef­ur móðir mín verið svo já­kvæð og bjart­sýn að það er ótrú­legt. Hún seg­ir trekk í trekk: „I'm a warri­or“. Sem hún er! Nú ný­lega feng­um við enn ein­ar þung­bær­ar frétt­ir: krabba­meinið hef­ur dreift sér í lifr­ina. Þetta þýðir að mamma er nú með krabba­mein í brisi, heila og lif­ur. Þess­ar frétt­ir eru yfirþyrm­andi, en hvað er hægt að gera? Við biðjum og von­um það besta.

„Maður veit aldrei hvað morg­undag­ur­inn ber í skauti sér“

Jón Eyþór fagn­ar fimm og hálfs árs edrúaf­mæli sínu um þess­ar mund­ir og seg­ir það mik­inn sig­ur. Hann hef­ur verið dug­leg­ur að rækta og efla and­lega og lík­am­lega heilsu sína til að halda jafn­vægi í gegn­um öldu­sjó lífsins. 

„Ég hef sjálf­ur reynt að halda lík­am­legri og and­legri heilsu í gegn­um allt þetta. Ég æfi Cross­fit, keppi í Hyrox, hleyp og geri allt sem ég get til að halda jafn­vægi. Nú í janú­ar náði ég þeim merka áfanga að hafa verið edrú í 5 og hálft ár. Þetta gef­ur mér styrk til að halda áfram að vera til staðar fyr­ir mömmu, pabba og alla sem ég elska.

Ástæðan fyr­ir því að ég skrifa þetta er ein­föld: Ég vil minna alla á að vera góð við fólkið sitt. Að vera til staðar, því maður veit aldrei hvað morg­undag­ur­inn ber í skauti sér. Það er ákveðin feg­urð í því óvissu­ástandi sem lífið er. Ég mun halda áfram að vera besta út­gáf­an af sjálf­um mér og aldrei gef­ast upp.” 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda