Má ganga að launum vegna smálána?

Grétar Dór Sigurðsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Grétar Dór Sigurðsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. mbl.is/Eyþór Árnason

Grét­ar Dór Sig­urðsson lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu varðandi smá­lán. 

Sæll Grét­ar Dór. 

Má ganga að laun­um vegna smá­lána?

Kveðja, 

JK

Ágæti les­andi.

Skil­yrði þess að kröfu­hafi, t.d. smá­lána­fyr­ir­tæki, geti gengið að eign­um skuld­ara er að fyr­ir hendi séu skil­yrði fjár­náms. Fjár­nám er aðgerð sem sýslumaður fram­kvæm­ir að beiðni kröfu­hafa og fel­ur í sér að tekið er veð í eign­um skuld­ara, ef þeim er að dreifa, til trygg­ing­ar greiðslu krafna á hend­ur hon­um. Kröfu­hafi get­ur aðeins kraf­ist fjár­náms hjá skuld­ara ef fyr­ir ligg­ur heim­ild til að inn­heimta skuld með fjár­námi, t.d. dóm­ur, úr­sk­urður dóm­stóla eða dómsátt.

Í 6. kafla aðfar­ar­laga nr. 90/​1989 (afl.) er fjallað um and­lag fjár­náms, þ.e. í hvaða eign­um má gera fjár­nám. Að því er varðar laun verður ekki gert fjár­nám í kröfu um ógreidd laun eða annað end­ur­gjald fyr­ir vinnu nema liðinn sé mánuður frá því unnið var til laun­anna eða end­ur­gjalds­ins, sbr. 1. mgr. 45. gr. afl. Auk þess verður ekki gert fjár­nám í pen­inga­eign sem er nauðsyn­leg til að standa straum af kostnaði um skamm­an tíma af fram­færslu skuld­ar­ans og þeirra sem hann er fram­færslu­skyld­ur við, sbr. 3. tl. 1. mgr. 41. gr. afl.

Með öðrum orðum get­ur kröfu­hafi al­mennt ekki gengið að mánaðarleg­um launa­greiðslum. Gild­ir þá einu hvort um er að ræða smá­lán eða aðrar skuld­ir.

Kveðja, 

Grét­ar Dór Sig­urðsson lögmaður. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Grét­ari Dór og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda