Joe Frazier og Embla Dröfn eru nýtt par

Jóhann og Embla eru nýtt glæsilegt par.
Jóhann og Embla eru nýtt glæsilegt par. Samsett mynd

Jó­hann Karls­son, 32 ára, bet­ur þekkt­ur sem Joe Frazier, og Embla Dröfn Óðins­dótt­ir, 25 ára markaðsstjóri hjá Húrra Reykja­vík, eru nýtt par.

Joe Frazier er eng­inn nýgræðing­ur í rapp­heim­in­um en hann hef­ur getið sér gott orð sem taktsmiður. Hann var áður meðlim­ur í rapp­ara­hóp­un­um KBE en sagði skilið við hann árið 2018. Joe Frazier stundaði nám við Há­skól­ann í Reykja­vík og bjó um tíma í Banda­ríkj­un­um áður en hann flutti aft­ur til Íslands sum­arið 2024. Nú hef­ur hann komið sér fyr­ir í Kópa­vogi.

Embla Dröfn hef­ur látið til sín taka í tísku­heim­in­um þar sem hún stýr­ir markaðsmá­l­um í vin­sælu tísku­versl­un­inni Húrra Reykja­vík. Hún út­skrifaðist úr Lista­há­skóla Íslands sem graf­ísk­ur hönnuður árið 2022 og ákvað að víkka sjón­deild­ar­hring­inn með því að flytja til Dan­merk­ur, eins og marg­ir Íslend­ing­ar eiga til að gera. Hún dvaldi þar í um ár áður en hún sneri aft­ur heim.

Smart­land ósk­ar par­inu inni­lega til ham­ingju með ást­ina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda