Millie Bobby Brown næstum óþekkjanleg

Millie Bobby Brown
Millie Bobby Brown AFP

Millie Bobby Brown er næstum óþekkjanleg þessa dagana en hún hefur verið að vinna með mun „eldra“ útlit en venjulega. Hin 21 árs leikkona skartar núna ljósum lokkum og þyngri andlitsfarða. Þetta nýja útlit hefur vakið mikla athygli og mörgum finnst hún vera að elda sig óþarflega mikið.

Brown er gift syni Jon Bon Jovi en þau hafa verið saman í nokkur ár. Í viðtölum hefur Brown lýst því að þau hefðu passað sig á að ganga úr skugga um að þau ættu vel saman áður en þau festu ráð sitt. 

„Við vorum mjög samstiga í þessu. Við ræddum skoðanir okkar á pólitík, hvernig fjölskyldu við vildum og hvernig heimili við vildum búa í. Þá ígrunduðum við einnig vel hvers konar samband við vildum eiga með hvort öðru sem og framavonir okkar beggja,“ sagði Brown í viðtali við Vanity Fair.

„Þetta er svo mikilvæg ákvörðun. Við vildum vera alveg viss um að við værum að gera rétt. Ég vissi samt alltaf að hann væri sá rétti.“

Millie Bobby Brown er óþekkjanleg á rauða dreglinum.
Millie Bobby Brown er óþekkjanleg á rauða dreglinum. AFP
Hjónakornin saman.
Hjónakornin saman. AFP
Millie Bobby Brown í svörtum síðkjól frá Louis Vuitton árið …
Millie Bobby Brown í svörtum síðkjól frá Louis Vuitton árið 2022. Tolga Akmen / AFP
Millie Bobby Brown fyrir breytinguna.
Millie Bobby Brown fyrir breytinguna. DIMITRIOS KAMBOURIS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda