Sturla og Saga Ýrr giftu sig í Suður-Afríku

Sturla B. Johnsen og Saga Ýrr Jónsdóttir Johnsen giftu sig …
Sturla B. Johnsen og Saga Ýrr Jónsdóttir Johnsen giftu sig 1. mars.

Lögmaður­inn Saga Ýrr Jóns­dótt­ir og Sturla B. Johnsen lækn­ir gengu í hjóna­band í Suður-Afr­íku 1. mars. Þau voru stödd í golf­ferð ásamt vina­hóp sín­um þegar þau stungu af og létu pússa sig sam­an. Þetta var þó ekki beint skyndi­ákvörðun því áður en þau lögðu af stað í ferðina fór Saga í brúðkaupsversl­un­ina Lof­orð, sem er í Reykja­vík, og keypti kjól og slör. Hún laumaðist með þetta út í ferðatösku án þess að ferðafé­lag­ar henn­ar yrðu þess var­ir. 

Sturla og Saga eru búin að vera sam­an í tvö og hálft ár. 

Hann bað henn­ar rétt fyr­ir jól­in, eða 21. des­em­ber, heima í stofu en hjón­in festu ný­lega kaup á fal­legu húsi í Akra­hverf­inu í Garðabæ. Fyrr um dag­inn hafði hann laum­ast heim til for­eldra henn­ar þar sem hann bað um hönd dótt­ur­inn­ar. 

„Langþráður dag­ur runn­inn upp. Í okk­ar til­viki var ekki hind­rana­laust að fá að verða hjón en það er líka þannig að það sem maður þarf að hafa fyr­ir verður þeim mun dýr­mæt­ara. Þess vegna tók­um við ákvörðun um að eyða þess­um degi ein, án allra sem okk­ur þykir vænst um, og njóta augna­bliks­ins ein­ung­is í návist hvors ann­ars,“ seg­ir Saga og bæt­ir við: 

„Prest­ur­inn sagði við okk­ur að nú væri nýtt líf hafið. Líf þar sem ein­mana­leiki yrði hverf­andi þar sem við fynd­um sam­astað í hvort öðru, þar sem erfiðleik­ar yrðu auðveld­ari því við mynd­um veita hvort öðru skjól. Þetta hitti beint í hjart­astað því Stulli minn er svo sann­ar­lega skjólið mitt, stoð mín og stytta,“ seg­ir hún. 

Hjón­in ætla þó ekki að láta þessa tveggja manna at­höfn duga held­ur ætla þau að gifta sig í fleiri lönd­um og binda svo loka­hnút með al­vöru brúðkaupi og brúðkaups­veislu sum­arið 2026! 

Saga keypti kjólinn í Loforð og fór með hann til …
Saga keypti kjól­inn í Lof­orð og fór með hann til Suður-Afr­íku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda