Hlaut Óskarsverðlaun förðuð með íslenskum snyrtivörum

Mikey Madison ljómaði á rauða dreglinum.
Mikey Madison ljómaði á rauða dreglinum. Frederic J. Brown/AFP

Leikkonan Mikey Madison hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Anora á dögunum. Á rauða dreglinum klæddist hún kjól frá franska tískuhúsinu Dior og var með látlausa en klassíska förðun. Mikil áhersla var lögð á náttúrulega húð en íslenska snyrtivörumerkið Blue Lagoon Skincare kom þar við sögu.

Notaðar voru vörur frá Blue Lagoon Skincare. Förðunarfræðingur Madison, Melissa Hernandez, leggur iðulega áherslu á húðina þegar hún farðar stjörnurnar.

„Ég nota Blue Lagoon Skincare af því að vörurnar veita húðinni raka ásamt því að róa húðina og halda henni í jafnvægi sem er akkúrat það sem þarf fyrir svona stórt kvöld,“ segir Hernandez í fréttatilkynningu.

Snyrtivörurnar sem hún notaði voru Mineral Mask-rakamaskinn, BL+ The Serum, BL+ The Cream, BL+ Eye Serum á augun og Algae Bioactive Concentrate-andlitsolían.

BL+ andlitskremið frá Blue Lagoon Skincare.
BL+ andlitskremið frá Blue Lagoon Skincare.
BL+ The Serum.
BL+ The Serum.
Mineral-húðmaskinn sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga um allan heim.
Mineral-húðmaskinn sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga um allan heim.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda