Sjónvarpsmaðurinn síkáti Gísli Marteinn Baldursson skipti jakkafötunum út fyrir spítalaslopp fyrr í dag, eða á meðan hann gekkst undir segulómrannsókn á Landspítalanum.
Hann gaf fylgjendum sínum á Instagram smá innsýn í spítalaheimsóknina og birti heldur spaugilega speglusjálfu af sér í sloppnum, þar sem má sjá glitta í bláar Björn Borg-nærbuxur hans, og með þumalinn upp.
„Fyrst og fremst er ég samt eign þvottahúss spítalanna,“ skrifaði hann við myndina.
Gísli Marteinn deildi einnig mynd af sér fyrir framan segulómtækið og aðra þar sem hann er mættur í Efstaleitið, á heimaslóðir sínar, til að undirbúa komu góðra gesta í spjallþátt sinn, Vikan með Gísla Marteini, annað kvöld.
„Allt í toppstandi, takk fyrir að spyrja,“ skrifar Gísli Marteinn, aftur með þumalinn upp.