Gunnar Hansson leikari og útvarpsmaður er gestur Haraldar Þorleifssonar, Halla, í hlaðvarpinu Labbitúr. Hann talar um lífið og listina og segist vera lánsamur þrátt fyrir að launin séu oft skammarlega lág.
„Að sumuleyti er frábært að vera leikari á Íslandi, af því að við erum svo miklu vitleysingar að við gerum allt. Leikarar í flestum öðrum löndum fá ekki tækifæri til að gera jafn fjölbreytta vinnu og við,“ segir Gunnar og bætir við að íslenskir leikarar fái tækifæri til að snerta á öllum hliðum greinarinnar eins og að leika á sviði, í sjónvarpi, útvarpi og í kvikmyndum.
„Við fáum ógeðslega illa borgað,“ segir Gunnar opinskátt og bendir á að það þýði að leikarar þurfi að taka að sér ótrúlega mörg og ólík verkefni til að lifa af. Hann nefnir þó að það gefi tækifæri til að vaxa sem listamaður.
„Þú getur allt, en þá missir þú sérhæfinguna,“ segir hann.
Halli bendir á að Íslenskur kvikmyndaheimur hafi tekið stakkaskiptum á síðastliðnum tuttugu árum. Áður var hann hálf vandræðalegur en í dag er flest allt efni mjög vandað.
„Við byrjum langt á eftir öðrum og eðlilega er við soldinn tíma í gang,“ segir Gunnar, en í dag telur hann flest efni vera á háum gæðum. Hann bendir á að Ísland sé seint á ferðinni miðað við nágrannalönd þegar kemur að kvikmyndasögu, en hafi fljótt náð forskoti með því að sækja sér reynslu erlendis. Þegar fyrstu íslensku kvikmyndirnar voru gerðar hafi til dæmis hinar Norðurlandaþjóðirnar verið búnar að vera að í einhver 50 ár talar Gunnar um.
Um þessar mundir vinnur Gunnar við handritaskrif.
„Bíómynd verður aldrei betri en handritið,“ segir hann og talar af eigin reynslu sem handritshöfundur og leikstjóri. Hann vinnur nú að kvikmynd byggð á bókinni Formaður húsfélagsins eftir Friðgeir Einarsson. Bók sem Gunnar hefur mjög gaman af sjálfur og segist ætla fá Friðgeir sjálfan til að leika hlutverk formannsins. Saga um framtakslausan mann sem lendir í öllu í lífinu, á eiginlega ekki upptök á neinu í sínu lífi.
Önnur mynd sem Gunnar vinnur að lýsir hann í samanburði við Formanninn í blokinni sem mun dekkri mynd. Myndin er um viðfangsefni sem Gunnar vill losa frá sér en hræðist það að sama skapi. Hann hefur ekki verið sáttur með birtingu gerenda kynferðisofbeldis í sjónvarpsþáttum og kvikmyndagerð þar sem oft sést einhvern veginn á þeim áður en brotið er framið. Oft er það fjarri lagi enda væri þá jafnvel auðvelt að koma í veg fyrir brotin.
Gunnar sýnir í viðtalinu einlægan og hugrakan leikaraveruleika. Þrátt fyrir takmarkanir smæðarinnar, nýtur hann þess að skapa:
„Stóri munurinn á mér núna og þegar ég var ungur ný útskrfiaður leikari. Í dag geri ég hlutina sem að mig langar mest að gera. Peningarnir koma ekkert inn í það. Það snýst bara um að mig langi að gera það. Það er mælikvarðinn,“ segir hann.
Hægt er að hlusta á Labbitúr hér fyrir neðan: