„Hún hefur líka dökkar hliðar á sér og siðferðiskenndin er á gráu svæði“

Hera Hilmar leikur glæpakvendið Marý í sjónvarpsseríunni Reykjavík Fusion sem …
Hera Hilmar leikur glæpakvendið Marý í sjónvarpsseríunni Reykjavík Fusion sem fer í loftið í haust. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

Sjón­varps­serí­an Reykja­vík Fusi­on fer í loftið í haust en þar fer leik­kon­an Hera Hilm­ar með eitt af aðal­hlut­verk­un­um sem kaldrifjaða glæpa­kvendið Marý. 

Í þátt­un­um leik­ur Ólaf­ur Darri Ólafs­son mat­reiðslu­meist­ara sem kem­ur úr fang­elsi og ákveður að stofna veit­ingastað og not­ar rekst­ur­inn til að þvætta pen­inga. Hera leik­ur rekstr­ar­stjóra veit­ingastaðar­ins og með tím­an­um sökkva þau dýpra í und­ir­heima Reykja­vík­ur þar sem hvert skref í heimi glæpa get­ur reynst ansi dýr­keypt.

„Hún [Marý] er klár, góð með töl­ur, húm­oristi og kann að redda hvaða rugli sem er. Hún hef­ur þurft að bjarga sér og koma sér áfram inn­an heims sem er alls ekki hlíf­inn fólki, hvað þá kon­um, og náð að mynda sér stöðu inn­an hans sem marga dreym­ir um,“ seg­ir Hera aðspurð um hlut­verkið og seg­ir per­són­una þó dýpri held­ur en yf­ir­borðið gefi til kynna og hlakk­ar til að leyfa áhorf­end­um að kynn­ast Marý. 

Hera segir persónuna Marý vera dýpri heldur en yfirborðið gefi …
Hera seg­ir per­són­una Marý vera dýpri held­ur en yf­ir­borðið gefi til kynna. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son

Hef­ur aldrei leikið glæpa­kvendi

Spurð út í aðal­per­són­una seg­ist Hera aldrei hafa leikið glæpa­kvendi eins og Marý áður. Þetta sé því nýtt fyr­ir henni. 

„Konu sem ger­ir þá hluti sem hún ger­ir og mann­eskju sem hef­ur jafn mik­il völd inn­an glæpa­heims­ins. Hún er svo stór að öllu leyti og svo klikkuð en á sama tíma sú eina sem hef­ur stjórn, skiln­ing, og kunn­áttu á ákveðnum hlut­um í kring­um sig.“

Til að setja sig sem best inn í hlut­verkið seg­ist Hera hafa kynnt sér þá heima sem per­són­an Marý snert­ir, ásamt því að læra um pen­ingaþvætti.

„Ég horfði aðeins til Am­iru Smajic, sem dönsku þætt­irn­ir The Black Swan fjölluðu um, þar sem hún er líka kona sem sá um fjár­mál margra glæpa­manna og gerði það með stæl. Henn­ar saga er mjög áhuga­verð og hún veitti mér mik­inn inn­blást­ur í byrj­un, án þess þó að hún eða henn­ar saga sé eins og Marýj­ar. Svo fer maður bara sín­ar leiðir.“

„Hún er svo stór að öllu leyti og svo klikkuð …
„Hún er svo stór að öllu leyti og svo klikkuð en á sama tíma sú eina sem hef­ur stjórn, skiln­ing, og kunn­áttu á ákveðnum hlut­um í kring­um sig.“ Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son

Hluti af því að setja sig inn í hlut­verkið felst í að draga upp eins ná­kvæma mynd af per­són­unni og mögu­legt er. Það var það sem Hera gerði, án þess þó að byggja karakt­er­inn um of á öðrum, eins og hún seg­ir sjálf. 

„Ég dró upp eins ná­kvæma mynd og ég gat af lífi henn­ar og hver hún er sem mann­eskja, og líka bara hvernig hún fún­ker­ar lík­am­lega og reyndi að skilja hana út frá því. Hún hef­ur t.d. ákveðinn hraða sem ég lifi sjálf ekki í dag­lega, sem ger­ir henni kleift að „díla“ við hluti á máta sem aðrir geta ekki.“

Hvað fannst þér mest krefj­andi við hlut­verkið?

„Örugg­lega hvað hún er hröð og hvað hún fer oft gegn „venju­leg­um“ hvöt­um.“

Sjónvarpsþáttaserían Reykjavík Fusion fer í sýningu í haust.
Sjón­varpsþáttaserí­an Reykja­vík Fusi­on fer í sýn­ingu í haust. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son

Marg­slung­inn karakt­er með ákveðið út­lit

Hera lýs­ir Marý sem týpu sem þegir þegar flest­ir aðrir tala og takt­ur­inn er alltaf á skjön við þá sem í kring­um hana eru, sem ger­ir það að verk­um að fólk skil­ur hana illa og veit oft ekki hvar það hef­ur hana. 

„Hún hef­ur líka dökk­ar hliðar á sér og siðferðis­kennd­in er á gráu svæði, sem ég þurfti virki­lega að leyfa mér að skoða og stíga svo al­veg inn í, sem var smá áskor­un en skemmti­leg.“

Til að taka að sér hlut­verkið þurfti Hera að fara í gegn­um nokkr­ar út­lits­breyt­ing­ar og lýs­ir þeim sem hýði sem þurfti að fara í dag­lega. Bún­inga­hönnuður þátt­anna, Júlí­anna Lára Stein­gríms­dótt­ir, og Guðbjörg Hul­dís Krist­ins­dótt­ir, hár- og gervis­hönnuður, sáu um út­lit Heru frá A-Ö. Þetta er í fyrsta skipti sem Hera starfar með þeim báðum og læt­ur hún vel af sam­a­starf­inu.

Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir, hár- og gervishönnuður, sér um útlit aðalpersónunnar …
Guðbjörg Hul­dís Krist­ins­dótt­ir, hár- og gervis­hönnuður, sér um út­lit aðal­per­són­unn­ar Marý. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son

„Við vild­um að hún [Marý] væri al­gjör flott­ræf­ill en samt líka eins og villt dýr að ein­hverju leyti.“

Um­fangs­mestu breyt­ing­arn­ar seg­ir Hera vera í hár­inu og hvernig and­litið er skyggt fyr­ir tök­ur. „Marý er ljós­hærð og með allt öðru­vísi hár en ég, styttra og krullaðra. Þannig að fyr­ir mig var mik­il breyt­ing að sjá heim­inn í gegn­um þenn­an úfna, ljósa, dýrs­lega topp, og spóka mig um í þröng­um leður, par­dus- eða glimmer­föt­um og hæl­um. Því Marý er alltaf í hæl­um, sama hvað hún er að gera. Kalda hæl­um.“

Hún bæt­ir við að báðar hafi Júlí­anna og Guðbjörg gott auga fyr­ir því sem virki og sé spenn­andi. Þær hafi náð út­liti Marýj­ar á full­kom­inn hátt, sem hent­ar henn­ar per­sónu­ein­kenn­um og verður spenn­andi að sjá út­kom­una í þátt­un­um í haust.

Búningahönnuður þáttanna, Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, var fengin til að stýra …
Bún­inga­hönnuður þátt­anna, Júlí­anna Lára Stein­gríms­dótt­ir, var feng­in til að stýra klæðaburði Marýj­ar. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son
Það verður spennandi að fylgjast með Reykjavík Fusion í haust.
Það verður spenn­andi að fylgj­ast með Reykja­vík Fusi­on í haust. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda