Ómar Valdimarsson selur íbúðina

Ómar R. Valdimarsson hefur sett íbúðina á sölu.
Ómar R. Valdimarsson hefur sett íbúðina á sölu. Ljósmynd/Aðsend

Ómar R. Valdi­mars­son lögmaður á lög­manns­stof­unni Valdi­mars­son hef­ur sett íbúð sína við Lauf­ás í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 144 fm íbúð sem er í húsi sem reist var 1962. Í fyrra var íbúðin end­ur­nýjuð mikið. Þá var skipt um raflagn­ir, neyslu­vatns­lagn­ir og hita­lagn­ir. Einnig var sett­ur gólf­hiti í gólfið og skipt um inn­rétt­ing­ar.

Í eld­hús­inu er gott skápapláss og mæt­ast þar hvít­ir sprautulakkaðir skáp­ar og eikar­litaðir. Í eld­hús­inu er tækja­skáp­ur og span­hellu­borð. Inn­byggður vínkæl­ir er í eld­hús­eyj­unni. 

Íbúðin er búin smekk­leg­um hús­gögn­um frá ýms­um merki­leg­um hönnuðum eins og Ea­mes-hjón­un­um og fleiri góðum. 

Íbúðin er til sölu á fast­eigna­söl­unni Croi­sette og er það kær­asta Ómars, Eva Mar­grét Ásmunds­dótt­ir fast­eigna­sali sem sér um söl­una. 

Ómar R. Valdimarsson og Eva Margrét Ásmundsdóttir eru par.
Ómar R. Valdi­mars­son og Eva Mar­grét Ásmunds­dótt­ir eru par. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Lauf­ás 3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda