Ómar R. Valdimarsson lögmaður á lögmannsstofunni Valdimarsson hefur sett íbúð sína við Laufás í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 144 fm íbúð sem er í húsi sem reist var 1962. Í fyrra var íbúðin endurnýjuð mikið. Þá var skipt um raflagnir, neysluvatnslagnir og hitalagnir. Einnig var settur gólfhiti í gólfið og skipt um innréttingar.
Í eldhúsinu er gott skápapláss og mætast þar hvítir sprautulakkaðir skápar og eikarlitaðir. Í eldhúsinu er tækjaskápur og spanhelluborð. Innbyggður vínkælir er í eldhúseyjunni.
Íbúðin er búin smekklegum húsgögnum frá ýmsum merkilegum hönnuðum eins og Eames-hjónunum og fleiri góðum.
Íbúðin er til sölu á fasteignasölunni Croisette og er það kærasta Ómars, Eva Margrét Ásmundsdóttir fasteignasali sem sér um söluna.