„Ég hef aldrei átt tímann“

Halldóra Geirharðsdóttir er gestur Haraldar Þorleifssonar í hlaðvarpsþættinum Labbitúr.
Halldóra Geirharðsdóttir er gestur Haraldar Þorleifssonar í hlaðvarpsþættinum Labbitúr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í nýj­asta þætti Labbit­úrs fær Har­ald­ur Þor­leifs­son, Halli, til sín einn ást­sæl­asta leik­ara þjóðar­inn­ar, Hall­dóru Geir­h­arðsdótt­ur. Hall­dóra hef­ur um ára­tuga­skeið verið stórt nafn í ís­lenskri leik­list og kvik­mynda­gerð eða allt frá Engl­um al­heims­ins til Konu fer í stríð. Í viðtal­inu fer hún yfir lang­an og lit­rík­an fer­il, en einnig yfir per­sónu­leg tíma­mót í lífi sínu og nýj­ar áhersl­ur.

Hall­dóra ræðir ákvörðun­ina um að hætta störf­um í leik­hús­inu og kenna ekki leng­ur við Lista­há­skóla Íslands. Hún lýs­ir því hvernig löng­un og þrá til að fá tíma fyr­ir sjálfa sig og geta stjórnað eig­in lífi, með meiri sveigj­an­leika og frelsi. Þetta var stór ákvörðun eft­ir ára­tuga starf í leik­list­inni, en Hall­dóra seg­ir það hafa verið nauðsyn­legt til að hleypa inn nýj­um kafla í líf­inu.

Fórnaði eig­in tíma árum sam­an

Hún seg­ir að ákv­arðanir um að hætta hafi ekki verið tekn­ar af léttúð, held­ur hafi það tekið á.

„Núna er ég bara að kafna. Ég get ekki látið stjórna tím­an­um. Ég verð að geta ákveðið að mig lang­ar til Mar­okkó. Ég verð að geta farið á skíði með vin­konu minni í janú­ar. Ég hef aldrei átt tím­ann,“ seg­ir Hall­dóra. Það þurfti mikið til að hún setti sjálfa sig í fyrsta sæti. 

„Ég hætti í leik­hús­inu því ég varð að fá eina helgi í vet­ur til að fara í skíðafrí með börn­un­um mín­um. Ég ætla ekki að deyja og hafa aldrei farið á skíði til út­landa með börn­in mín,“ seg­ir hún.

Einn stór hluti þátt­ar­ins snýst um hvað það þýðir að eld­ast í sviðsljós­inu og hvernig fag­leg­ur metnaður, kuln­un, þroski og sjálfsþekk­ing mæt­ast. Hún tal­ar um hvernig hún fann að „kynd­ill­inn slokknaði“ og þörf­in til að gefa af sér í leik­verki sem hún brann ekki leng­ur fyr­ir, hrein­lega hvarf. Þetta varð til þess að hún fór að leita að nýj­um leiðum – bæði listi­lega og per­sónu­lega.

„Ég verð að fá að stjórna tím­an­um,“ seg­ir Hall­dóra og bæt­ir við að hún hafi verið búin að gefa leik­list­inni meira en þrjá­tíu ár: „Það dó kynd­ill­inn inn í mér sem að ger­ir það að verk­um að mér finnst í lagi að fórna tím­an­um mín­um fyr­ir leik­húsið.“ 

Sjálfs­vinna, von­brigði og mis­tök

Í þætt­in­um ræðir hún einnig um það að læra að segja nei, for­gangsraða eig­in tíma og taka meira til­lit til lífs­ins utan leik­húss­ins. Hún fer yfir sjálfs­vinnu, ferðalög, tón­list­ar­nám og áhuga sinn á kerf­um eins og Hum­an Design, þar sem hún reyn­ir að skilja bet­ur hvernig fólk virk­ar.

Þátt­ur­inn fjall­ar líka um til­raun­ir henn­ar til að leika er­lend­is, vænt­ing­ar og von­brigði með kvik­mynda­hlut­verk og hvernig hún lærði að sætta sig við að hlut­irn­ir þró­ast ekki alltaf eins og maður hafði vonað. Hún tal­ar op­in­skátt um mis­tök, ósætti og hvernig hún hef­ur unnið með sjálfa sig í gegn­um þau ferli.

Að lok­um fer Hall­dóra yfir hug­mynd­ina um að skapa eitt­hvað sjálf – hvort sem það sé leik­rit, hand­rit eða tónlist. Hún hef­ur í dag meiri þörf fyr­ir að gera list á sín­um eig­in for­send­um og búa til rými fyr­ir sjálfa sig í stað þess að sækj­ast eft­ir hlut­verk­um í öðrum verk­um.

Leik­list­in fær hvíld – en list­in held­ur áfram

Hún und­ir­strik­ar að hún sé ekki hætt að skapa – aðeins hætt í leik­hús­inu eins og það var áður. Hall­dóra er í dag meira upp­tek­in af tónlist, flautu­spili og því að skapa út frá öðrum grunni en áður.

„Ég ætla fyrst bara að mastera þessa þverf­lautu mína. Ég spila bara tvær mín­út­ur á dag, stund­um fimm. Ég er bara orðin betri en ég var.“

Hall­dóra hef­ur eng­in áform um mik­inn fer­il með flaut­unni hins veg­ar og sæk­ist bara í bæt­ing­ar. Hún vill geta tekið þátt í að skapa ein­hvers­kon­ar stund og seg­ist ekk­ert vera stefna á að gefa út neina plötu

Ég vil bara búa til eitt­hvað sem skipt­ir máli fyr­ir mig og sem fær mig til að blómstra.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda