Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona og förðunarfræðingur, er búsett í partýborginni Miami í Bandaríkjunum. Nú fer fram Miami Swim Week eða sundfatavikan í þar sem heitustu sundfatamerki Bandaríkjanna eru með tískusýningar.
Heiðdís hefur ekki látið sig vanta á sýningarnar undanfarna daga og situr iðulega á fremsta bekk. Stuttir partýkjólar einkenna fataskápinn hennar núna og er hún dugleg að deila myndum með fylgjendum sínum.
„Sundfatavikan í Miami. Þvílík helgi,“ skrifar hún meðal annars undir mynd af sér í ljósbláum síðkjól.