Hringja í fólk og biðjast afsökunar

Egill Einarsson, Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, þríeykið úr …
Egill Einarsson, Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, þríeykið úr FM95BLÖ. Skjáskot/Instagram

Auðunn Blön­dal, Steinþór Hró­ar Steinþórs­son og Eg­ill Ein­ars­son, þríeykið úr FM95BLÖ, hafa verið mikið í sviðsljós­inu und­an­farið vegna ferm­ing­ar­veislu FM95BLÖ sem fram fór í Laug­ar­dals­höll síðastliðinn laug­ar­dag. Þessi ferm­ing­ar­veisla fór það hressi­lega úr bönd­un­um að fólk slasaðist. 

Eins og áður hef­ur verið greint frá á mbl.is leituðu fimmtán ein­stak­ling­ar á bráðamót­töku eft­ir tón­leik­ana. Í dag fóru skipu­leggj­end­ur viðburðar­ins og þeir sem sáu um ör­ygg­is­gæslu á fund með lög­reglu til að fara yfir at­b­urðina og ræða hvað hefði mátt fara bet­ur.

Taka upp tólið og bjóða þeim upp­bót

Þríeykið hef­ur lýst yfir mikl­um von­brigðum og segj­ast miður sín yfir því að upp­lif­un margra tón­leika­gesta hafi endað illa. Í kjöl­farið hafa þeir nýtt dag­inn í dag til að hafa sam­band við sem flesta sem lentu í leiðind­um á tón­leik­un­um og bjóða þeim upp­bót fyr­ir slæma reynslu.

Marg­ir tón­leika­gest­ir hafa lýst yfir ánægju sinni með viðbrögð þríeyk­is­ins á fé­lags­miðlum og segja það til fyr­ir­mynd­ar hvernig þeir hafa tek­ist á við málið. Í Face­book-færsl­um kem­ur fram að þeir taki sér góðan tíma til að ræða við fólk, fara yfir hvað fór úr­skeiðis og hvernig gest­ir upp­lifðu aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda