Sigga Kling er mætt með leiftrandi stjörnuspá sem á eftir að hreyfa við fólki og taka það upp á næsta stig.
Elsku hrúturinn minn.
Þú veist ekki alveg hvort þú sért að koma eða fara. Þér finnst erfitt að ákveða hvort þú eigir að taka þér frí, hvenær þá og hvert.
Veraldleg gæði eru í miklum metum hjá þér og þú kannt svo sannarlega að meta þau. Ekki hafa áhyggjur af peningum því peningar hafa ekki áhyggjur af þér!
Það hlaðast til þín verkefni sem þú bjóst ekki við eða áskoranir við að gera eitthvað alveg nýtt og spennandi. Það gæti líka verið að þú værir fastur í vinnu sem ekkert er að frétta í. Haltu bara áfram því það mætir þér einhver manneskja eða áhrifavaldur sem vill breyta stöðu þinni og kannski til að bæta einnig sína eigin stöðu.
Þú ert þannig manneskja að sumarið er ekki alveg þinn tími. Þú vilt hafa flest vel skipulagt og vilt hafa mikið að gera því þá ertu í essinu þínu. Þeir sem eru þar staddir og hafa ekkert að framkvæma geta fyllst miklu þunglyndi og það er því þeir vilja ekki eyða tíma sínum á þann hátt.
Elsku nautið mitt.
Þessi mánuður gefur þér óbeislaða og dásamlega útgeislun. Venus er að fara úr fiska- og hrútsmerkinu og beint í nautsmerkið. Það gefur reyndar öllum merkjunum miklu meiri ást og ástartengsl, hlýju og kærleika.
En þar sem Venus er einnig pláneta nautsins og hún er því í merkinu þínu rætast draumar þínir í sambandi við ástina.
Ef ástin er ekki að halda utan um þig og gera þér gott (og þú ert búið að vera að berjast fyrir því að allt sé gott og blessað!) getur þessi orka líka skapað að sambönd slitni ef sú ást er ímyndun og/eða ekki til staðar.
Mikið réttlæti einkennir og tengist þessu tímabili sem þú ert að ganga inn í. Í þessu öllu þarftu að skilja að móðir jörð er að kalla á þig. Þú þarft að finna hjartslátt jarðarinnar og tengja þig við hana.
Elsku tvíburinn minn!
Það er vel hægt að segja að líf þitt sé diskótek! Mikill hraði, mikil gleði, stundum fáein tár en spennandi lífsreynsla í svo mörgu að þér hefði aldrei getað dottið það í hug.
Þú ert kannski að lesa þessa spá og ekkert er að gerast hjá þér … þá hringir síminn og eitthvað kemur þar fram og svo framvegis og svo framvegis. Vertu bara tilbúinn í tuskið.
Þú skalt vara þig á þrösurum, þeim sem þrasa sífellt um sama hlutinn, veikindi, pólitík eða alheiminn á neikvæðan máta. Þú þarft að taka fjarstýringuna og ýta á „off“ og hætta að hlusta á svona röfl.
Elsku krabbinn minn.
Líf þitt að undanförnu hefur verið eins og þú hafir tvo þotuhreyfla á bakinu. Núna kemur smá tími í rólegheitum og leyfðu þér að gera eins lítið og þú getur til að kyrra hugann.
Þú átt til að vera töluvert á undan þér og skipuleggja og plana ferðalög og hitt og þetta. Þú þarft því að taka hellisbúann á þetta og hlusta á þögnina til að tóna þig niður.
Það er á þeim stundum sem kraftaverkin gerast en tilfinning þín segir þér að þú þurfir að vera þarna að redda þessu og plana og plana.
Núna er bara planið að hlusta ekki á neitt, hvíla hugann og þegar þú byrjar á þessu fer líkaminn að lækna sig sjálfur, hreinsar burtu streituna og spennuna sem hefur verið í uppbyggingarfasa hjá þér. Þá finnurðu hvernig vellíðanin hríslast um þig allan. Þetta er trixið fyrir þig í þessum mánuði.
Elsku ljónið mitt.
Erfitt getur reynst að lifa þessu lífi en það er alfarið undir þér komið hvað gerist. Lífið er eins og tölvuleikur; fyrst byrjar þú að læra á leikinn, svo kemstu á annað stig því þú ert orðið ágætt í leiknum.
Það skiptir öllu máli að æfa sig í þessu lífi og öll sú áreynsla og erfiðleikar sem hafa mætt þér gera þig sterkari í lífsins leik. Þú skilur til dæmis annað fólk betur því þú hefur þurft að mæta meiru en flestir.
Það fylgir því mikil gæfa að fæðast í ljónsmerkinu en einnig er það að mörgu leyti erfiðari og mikilfengnari lífsreynsla en hjá öðrum merkjum. Þegar þú ert komið í rétta stöðu í lífinu vorkennir þú þér ekki og ásakar heldur ekki aðra (þó þeir eigi það skilið).
Nú ertu að finna það frelsi að sjá ljómann sem þú hefur og þú ert að færast yfir á annað stig í ferlinu. Sumir segja nautið þrjóskasta merkið en þú ert þjóskara en allt. Þú verndar fjölskyldu þína af öllu afli og vini þína hvar sem þeir eru staddir á lífsleiðinni.
Elsku meyjan mín.
Þú ert að fara inn í tíma sem verða ógleymanlegir. Hjarta þitt er að opnast og áhyggjur fjúka í burtu ein af annarri. Svo áhyggjur eru nefnilega þannig að þegar ein áhyggja kemur koma vinir hennar með og þannig margfaldast sú líðan.
Þú ert farin að gera þér grein fyrir hvernig þú lætur þér líða betur. Ég sé kraft fyrir þér þó þú farir ekki á 100 km hraða.
Þú munt líka skynja að fólk er að hvetja þig áfram og það fólk skiptir þig mestu máli í lífinu. Þú verður áberandi hvort sem þú vilt það eður ei.
Þetta sumar verður sumar ferðalaga hvort sem þú planar þau eða ekki. Merkilegir dagar eru fram undan í kringum 11. júní, 14. og 27. verða magnaðir fyrir þig og á þeim tíma skaltu vera ákveðin varðandi hvernig þú vilt hafa hlutina og vertu alls óhrædd.
Elsku vogin mín.
Þú ert svo mikið náttúrubarn og elskar þegar jörðin tekur kipp og gefur sól, blóm og heitan sand. Þetta eru einu stundirnar sem þú getur alveg gleymt þér og þar af leiðandi fundist eins og þú sért á réttum stað að gera rétta hluti.
Enginn getur pikkað í þig og fólk hefur minni áhrif á þig en áður. Þó þú sért kraftmikil geturðu ekki breytt eða bjargað fólki nema það vilji það. Slepptu tökunum og þá finnurðu að orka þín tvöfaldast og þú verður eins og eldfluga.
Ástin togar í þig úr öllum áttum og það er kannski ekki nógu gott ef þú ert í sambandi því maður getur misskilið tilfinningar sem maður heldur að séu frá hjartanu til annars aðila.
Þá er það því þú ert ástfangin af lífinu í kringum þig. Ekki gera nein mistök. Allt í lagi að detta í pollinn og það er fyrirgefanlegt ef maður stendur strax upp aftur.
Elsku sporðdrekinn minn.
Þú ert ekki alveg viss hvert lífið er að fara með þig, hvort þú ert að gera það sem byggir upp ástríðuna þína.
Vertu ekkert að leita að einhverju hárréttu í lífinu, leyfðu þér svolítið að fljóta og fara rólega inn í næsta mánuð.
Eitthvað minnir á sig sem gerðist í fortíðinni sem þú ert búinn að gleyma, eitthvað af jákvæðum toga sem á eftir að hringja dyrabjöllunni hjá þér .
Sumir hafa verið að missa frá sér skyldmenni eða vin og það er vissulega margt sem togast á í þessum sporðdrekaheila.
Ekki fara í stríð við neinn þó hann hafi ekki sömu skoðun og þú. Sterkar skoðanir eru góðar en ekki allir vilja heyra þær þannig betra er að þegja en segja í svoleiðis aðstæðum.
Elsku bogmaðurinn minn.
Ég hef oft hugsað að auðveldast sé að spá fyrir bogmanninum því hann er alltaf svo heppinn!
Þú ert öfundaður af mörgum og gerir ekki grein fyrir því. Þó það sé hrun í kringum þig verðurðu enga stund að moka það burt!
Það eina sem getur hindrað þig ef þú ætlar að loka augunum og halda allt hverfi með því þá getur það tekið meiri tíma að hreinsa í kringum sig.
Talan 12 kemur hér til þín og þú ert á því ári sem þú ættir að geta farið yfir alla erfiðleika.
Þú færð því styrk sendan en talan 12 hefur útkomuna þrjá sem hjálpar þér við sköpun, hugmyndir og að hrinda hlutum í framkvæmd.
Elsku steingeitin mín.
Þú ert svo sannarlega að fara inn í spennandi tíma. Alls kyns óróleiki hefur verið í kringum þig en þar sem þú ert steingeit hefur það ekki miklar afleiðingar.
Allir vilja fá þig í vinnu eða gera þetta eða hitt. Ef maður ætti að treysta einhverjum sérstaklega ætti að fá steingeit í verkefnið.
Það hafa komið tímar og eru kannski tímar þar sem mikil andleg þreyta kæfir þig að einhverju leyti. Þú þarft að finna ástæðuna fyrir þessu því þú berð ábyrgð á þér sjálfri og mikilvægt er að þú skoðir þessa hluti strax.
Þær steingeitur sem eru á lausu og eru samt ekki í neinum hugleiðingum að ná sér í maka er eins og það detti af himnum ofan einhver sérstakur einstaklingur sem reynir að heilla þær.
Elsku vatnsberinn minn.
Það er svo magnað að það sem þú leitar að muntu alltaf finna. Þegar þú finnur það sem þú leitar að þá viltu það ekki! Margir eru að segja þér hvað þú eigir að gera og hvernig líf þitt eigi að vera.
Það sem í þér býr sálfræðingur skaltu bara leita ráða hjá þeirri manneskju sem þú treystir best, það mun styrkja þig í öllu sem fram undan er.
Þú hættir við svo margt eða eitthvert stórt atriði sem þú varst búinn að sjá fyrir þér. Það má skipta um skoðun og farðu bara bara eftir tilfinningu þinni, haltu ekki áfram í einhverju sem er að kæfa þig því lífið er of stutt fyrir andnauð.
Það er svo sterkt í þér núna að þenja út vængina og fljúga, finna hversu rosalega sterk mannvera þú ert því ekkert mun stöðva þig í að gera lífið hamingjusamt.
Elsku fiskurinn minn.
Þú hefur lokið svo mörgu að undanförnu að í raun geturðu bara slappað af. Þú þarft að hafa augun galopin varðandi vinnuna þína, fjárhaginn þinn og ekki fara út í að fjárfesta eða láta peninginn í eitthvað sem verður svo ekki að neinu.
Þú færð eitthvert tilboð sem er ofboðslega gott, næstum of gott til að vera satt og þá er það í raun svo:
Alls ekki satt. Þetta árið er allt svo sorterað í kringum þig, öllu raðað svo að ekkert ætti að geta klikkað. Þú getur ekki verið öruggur svo farðu eftir tilfinningum þínum og farðu hægt.
Smáatriði fara ógurlega í taugarnar á þér og jafnvel getur fólk sem þú elskar pirrað þig mikið. Þú skalt því taka þig taki og ákveða þegar þú vaknar á morgnana að taka á öllu með allri þeirri þolinmæði sem þú mögulega getur.