Stjörnuspá Siggu Kling er engri lík

Sigga Kling er mætt með nýja stjörnuspá.
Sigga Kling er mætt með nýja stjörnuspá. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Sigga Kling er mætt með leiftrandi stjörnu­spá sem á eft­ir að hreyfa við fólki og taka það upp á næsta stig. 

Hrút­ur: Láttu græðgina ekki bíta þig í hæl­inn!

Elsku hrút­ur­inn minn.

Þú veist ekki al­veg hvort þú sért að koma eða fara. Þér finnst erfitt að ákveða hvort þú eig­ir að taka þér frí, hvenær þá og hvert.

Ver­ald­leg gæði eru í mikl­um met­um hjá þér og þú kannt svo sann­ar­lega að meta þau. Ekki hafa áhyggj­ur af pen­ing­um því pen­ing­ar hafa ekki áhyggj­ur af þér!

Það hlaðast til þín verk­efni sem þú bjóst ekki við eða áskor­an­ir við að gera eitt­hvað al­veg nýtt og spenn­andi. Það gæti líka verið að þú vær­ir fast­ur í vinnu sem ekk­ert er að frétta í. Haltu bara áfram því það mæt­ir þér ein­hver mann­eskja eða áhrifa­vald­ur sem vill breyta stöðu þinni og kannski til að bæta einnig sína eig­in stöðu.

Þú ert þannig mann­eskja að sum­arið er ekki al­veg þinn tími. Þú vilt hafa flest vel skipu­lagt og vilt hafa mikið að gera því þá ertu í ess­inu þínu. Þeir sem eru þar stadd­ir og hafa ekk­ert að fram­kvæma geta fyllst miklu þung­lyndi og það er því þeir vilja ekki eyða tíma sín­um á þann hátt.

Lesa meira

Nautið: Finndu hjart­slátt jarðar­inn­ar

Elsku nautið mitt.

Þessi mánuður gef­ur þér óbeislaða og dá­sam­lega út­geisl­un. Ven­us er að fara úr fiska- og hrúts­merk­inu og beint í nauts­merkið. Það gef­ur reynd­ar öll­um merkj­un­um miklu meiri ást og ástartengsl, hlýju og kær­leika.

En þar sem Ven­us er einnig plán­eta nauts­ins og hún er því í merk­inu þínu ræt­ast draum­ar þínir í sam­bandi við ást­ina.

Ef ást­in er ekki að halda utan um þig og gera þér gott (og þú ert búið að vera að berj­ast fyr­ir því að allt sé gott og blessað!) get­ur þessi orka líka skapað að sam­bönd slitni ef sú ást er ímynd­un og/​eða ekki til staðar.

Mikið rétt­læti ein­kenn­ir og teng­ist þessu tíma­bili sem þú ert að ganga inn í. Í þessu öllu þarftu að skilja að móðir jörð er að kalla á þig. Þú þarft að finna hjart­slátt jarðar­inn­ar og tengja þig við hana.

Lesa meira

Tví­bur­ar: Skemmti­leg­asta sum­arið þitt fram und­an!

Elsku tví­bur­inn minn!

Það er vel hægt að segja að líf þitt sé diskó­tek! Mik­ill hraði, mik­il gleði, stund­um fá­ein tár en spenn­andi lífs­reynsla í svo mörgu að þér hefði aldrei getað dottið það í hug.

Þú ert kannski að lesa þessa spá og ekk­ert er að ger­ast hjá þér … þá hring­ir sím­inn og eitt­hvað kem­ur þar fram og svo fram­veg­is og svo fram­veg­is. Vertu bara til­bú­inn í tuskið.

Þú skalt vara þig á þrös­ur­um, þeim sem þrasa sí­fellt um sama hlut­inn, veik­indi, póli­tík eða al­heim­inn á nei­kvæðan máta. Þú þarft að taka fjar­stýr­ing­una og ýta á „off“ og hætta að hlusta á svona röfl.

Lesa meira

Krabb­inn: Leyfðu hug­an­um að kyrr­ast

Elsku krabb­inn minn.

Líf þitt að und­an­förnu hef­ur verið eins og þú haf­ir tvo þotu­hreyfla á bak­inu. Núna kem­ur smá tími í ró­leg­heit­um og leyfðu þér að gera eins lítið og þú get­ur til að kyrra hug­ann.

Þú átt til að vera tölu­vert á und­an þér og skipu­leggja og plana ferðalög og hitt og þetta. Þú þarft því að taka hell­is­bú­ann á þetta og hlusta á þögn­ina til að tóna þig niður.

Það er á þeim stund­um sem krafta­verk­in ger­ast en til­finn­ing þín seg­ir þér að þú þurf­ir að vera þarna að redda þessu og plana og plana.

Núna er bara planið að hlusta ekki á neitt, hvíla hug­ann og þegar þú byrj­ar á þessu fer lík­am­inn að lækna sig sjálf­ur, hreins­ar burtu streit­una og spenn­una sem hef­ur verið í upp­bygg­ing­ar­fasa hjá þér. Þá finn­urðu hvernig vellíðanin hríslast um þig all­an. Þetta er trixið fyr­ir þig í þess­um mánuði.

Lesa meira

Ljón: Sjáðu ljómann sem þú hef­ur

Elsku ljónið mitt.

Erfitt get­ur reynst að lifa þessu lífi en það er al­farið und­ir þér komið hvað ger­ist. Lífið er eins og tölvu­leik­ur; fyrst byrj­ar þú að læra á leik­inn, svo kemstu á annað stig því þú ert orðið ágætt í leikn­um.

Það skipt­ir öllu máli að æfa sig í þessu lífi og öll sú áreynsla og erfiðleik­ar sem hafa mætt þér gera þig sterk­ari í lífs­ins leik. Þú skil­ur til dæm­is annað fólk bet­ur því þú hef­ur þurft að mæta meiru en flest­ir.

Það fylg­ir því mik­il gæfa að fæðast í ljóns­merk­inu en einnig er það að mörgu leyti erfiðari og mik­il­fengn­ari lífs­reynsla en hjá öðrum merkj­um. Þegar þú ert komið í rétta stöðu í líf­inu vor­kenn­ir þú þér ekki og ásak­ar held­ur ekki aðra (þó þeir eigi það skilið).

Nú ertu að finna það frelsi að sjá ljómann sem þú hef­ur og þú ert að fær­ast yfir á annað stig í ferl­inu. Sum­ir segja nautið þrjósk­asta merkið en þú ert þjósk­ara en allt. Þú vernd­ar fjöl­skyldu þína af öllu afli og vini þína hvar sem þeir eru stadd­ir á lífs­leiðinni.

Lesa meira

Meyj­an: Verið er að virkja þína and­legu hæfi­leika

Elsku meyj­an mín.

Þú ert að fara inn í tíma sem verða ógleym­an­leg­ir. Hjarta þitt er að opn­ast og áhyggj­ur fjúka í burtu ein af ann­arri. Svo áhyggj­ur eru nefni­lega þannig að þegar ein áhyggja kem­ur koma vin­ir henn­ar með og þannig marg­fald­ast sú líðan.

Þú ert far­in að gera þér grein fyr­ir hvernig þú læt­ur þér líða bet­ur. Ég sé kraft fyr­ir þér þó þú far­ir ekki á 100 km hraða.

Þú munt líka skynja að fólk er að hvetja þig áfram og það fólk skipt­ir þig mestu máli í líf­inu. Þú verður áber­andi hvort sem þú vilt það eður ei.

Þetta sum­ar verður sum­ar ferðalaga hvort sem þú plan­ar þau eða ekki. Merki­leg­ir dag­ar eru fram und­an í kring­um 11. júní, 14. og 27. verða magnaðir fyr­ir þig og á þeim tíma skaltu vera ákveðin varðandi hvernig þú vilt hafa hlut­ina og vertu alls óhrædd.

Lesa meira

Vog­in: Þú hef­ur mátt­inn með þér

Elsku vog­in mín.

Þú ert svo mikið nátt­úru­barn og elsk­ar þegar jörðin tek­ur kipp og gef­ur sól, blóm og heit­an sand. Þetta eru einu stund­irn­ar sem þú get­ur al­veg gleymt þér og þar af leiðandi fund­ist eins og þú sért á rétt­um stað að gera rétta hluti.

Eng­inn get­ur pikkað í þig og fólk hef­ur minni áhrif á þig en áður. Þó þú sért kraft­mik­il get­urðu ekki breytt eða bjargað fólki nema það vilji það. Slepptu tök­un­um og þá finn­urðu að orka þín tvö­fald­ast og þú verður eins og eld­fluga.

Ástin tog­ar í þig úr öll­um átt­um og það er kannski ekki nógu gott ef þú ert í sam­bandi því maður get­ur mis­skilið til­finn­ing­ar sem maður held­ur að séu frá hjart­anu til ann­ars aðila.

Þá er það því þú ert ást­fang­in af líf­inu í kring­um þig. Ekki gera nein mis­tök. Allt í lagi að detta í poll­inn og það er fyr­ir­gef­an­legt ef maður stend­ur strax upp aft­ur.

Lesa meira

Sporðdreki: Ekki vera hrædd­ur við skyndi­leg­ar breyt­ing­ar

Elsku sporðdrek­inn minn.

Þú ert ekki al­veg viss hvert lífið er að fara með þig, hvort þú ert að gera það sem bygg­ir upp ástríðuna þína.

Vertu ekk­ert að leita að ein­hverju hár­réttu í líf­inu, leyfðu þér svo­lítið að fljóta og fara ró­lega inn í næsta mánuð.

Eitt­hvað minn­ir á sig sem gerðist í fortíðinni sem þú ert bú­inn að gleyma, eitt­hvað af já­kvæðum toga sem á eft­ir að hringja dyra­bjöll­unni hjá þér .

Sum­ir hafa verið að missa frá sér skyld­menni eða vin og það er vissu­lega margt sem tog­ast á í þess­um sporðdreka­heila.

Ekki fara í stríð við neinn þó hann hafi ekki sömu skoðun og þú. Sterk­ar skoðanir eru góðar en ekki all­ir vilja heyra þær þannig betra er að þegja en segja í svo­leiðis aðstæðum.

Lesa meira

Bogmaður: Hug­rekkið skipt­ir öllu máli

Elsku bogmaður­inn minn.

Ég hef oft hugsað að auðveld­ast sé að spá fyr­ir bog­mann­in­um því hann er alltaf svo hepp­inn!

Þú ert öf­undaður af mörg­um og ger­ir ekki grein fyr­ir því. Þó það sé hrun í kring­um þig verðurðu enga stund að moka það burt!

Það eina sem get­ur hindrað þig ef þú ætl­ar að loka aug­un­um og halda allt hverfi með því þá get­ur það tekið meiri tíma að hreinsa í kring­um sig.

Tal­an 12 kem­ur hér til þín og þú ert á því ári sem þú ætt­ir að geta farið yfir alla erfiðleika.

Þú færð því styrk send­an en tal­an 12 hef­ur út­kom­una þrjá sem hjálp­ar þér við sköp­un, hug­mynd­ir og að hrinda hlut­um í fram­kvæmd.

Lesa meira

Stein­geit: Eng­in hindr­un er of stór fyr­ir þig

Elsku stein­geit­in mín.

Þú ert svo sann­ar­lega að fara inn í spenn­andi tíma. Alls kyns óró­leiki hef­ur verið í kring­um þig en þar sem þú ert stein­geit hef­ur það ekki mikl­ar af­leiðing­ar.

All­ir vilja fá þig í vinnu eða gera þetta eða hitt. Ef maður ætti að treysta ein­hverj­um sér­stak­lega ætti að fá stein­geit í verk­efnið.

Það hafa komið tím­ar og eru kannski tím­ar þar sem mik­il and­leg þreyta kæf­ir þig að ein­hverju leyti. Þú þarft að finna ástæðuna fyr­ir þessu því þú berð ábyrgð á þér sjálfri og mik­il­vægt er að þú skoðir þessa hluti strax.

Þær stein­geit­ur sem eru á lausu og eru samt ekki í nein­um hug­leiðing­um að ná sér í maka er eins og það detti af himn­um ofan ein­hver sér­stak­ur ein­stak­ling­ur sem reyn­ir að heilla þær.

Lesa meira

Vatns­ber­inn: Þendu væng­ina og fljúgðu!

Elsku vatns­ber­inn minn.

Það er svo magnað að það sem þú leit­ar að muntu alltaf finna. Þegar þú finn­ur það sem þú leit­ar að þá viltu það ekki! Marg­ir eru að segja þér hvað þú eig­ir að gera og hvernig líf þitt eigi að vera.

Það sem í þér býr sál­fræðing­ur skaltu bara leita ráða hjá þeirri mann­eskju sem þú treyst­ir best, það mun styrkja þig í öllu sem fram und­an er.

Þú hætt­ir við svo margt eða eitt­hvert stórt atriði sem þú varst bú­inn að sjá fyr­ir þér. Það má skipta um skoðun og farðu bara bara eft­ir til­finn­ingu þinni, haltu ekki áfram í ein­hverju sem er að kæfa þig því lífið er of stutt fyr­ir andnauð.

Það er svo sterkt í þér núna að þenja út væng­ina og fljúga, finna hversu rosa­lega sterk mann­vera þú ert því ekk­ert mun stöðva þig í að gera lífið ham­ingju­samt.

Lesa meira

Fisk­ur­inn: Farðu var­lega í fjár­mál­un­um

Elsku fisk­ur­inn minn.

Þú hef­ur lokið svo mörgu að und­an­förnu að í raun get­urðu bara slappað af. Þú þarft að hafa aug­un gal­op­in varðandi vinn­una þína, fjár­hag­inn þinn og ekki fara út í að fjár­festa eða láta pen­ing­inn í eitt­hvað sem verður svo ekki að neinu.

Þú færð eitt­hvert til­boð sem er ofboðslega gott, næst­um of gott til að vera satt og þá er það í raun svo:

Alls ekki satt. Þetta árið er allt svo sort­erað í kring­um þig, öllu raðað svo að ekk­ert ætti að geta klikkað. Þú get­ur ekki verið ör­ugg­ur svo farðu eft­ir til­finn­ing­um þínum og farðu hægt.

Smá­atriði fara ógur­lega í taug­arn­ar á þér og jafn­vel get­ur fólk sem þú elsk­ar pirrað þig mikið. Þú skalt því taka þig taki og ákveða þegar þú vakn­ar á morgn­ana að taka á öllu með allri þeirri þol­in­mæði sem þú mögu­lega get­ur.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda