Giftust í óveðri á Ísafirði í júlí

Owen Dalby og Meena Bashin gengu í hjónaband á Íslandi …
Owen Dalby og Meena Bashin gengu í hjónaband á Íslandi 2014. Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram dagana 17. - 21. júní á Ísafirði. Ljósmynd/Aðsend

Owen Dal­by fiðluleik­ari og Meena Bashin víólu­leik­ari tóku ást­fóstri við Ísa­fjörð þegar þau komu þangað fyrst fyr­ir meira en ára­tug í tengsl­um við tón­list­ar­hátíðina Við Djúpið. Á þess­um tíma bjuggu þau í New York og fannst ekki neitt annað koma til greina en að gifta sig fyr­ir vest­an í júlí 2014. Nú, 11 árum síðar snúa þau aft­ur vest­ur í fyrsta sinn frá brúðkaup­inu með börn­in sín og koma fram á hátíðinni Við Djúpið en loka­veisla tón­list­ar­hátíðar­inn­ar fer fram í Vig­ur.​

„Ég varð eig­in­lega orðlaus þegar ég kom fyrst til Ísa­fjarðar. Mér fannst nátt­úr­an svo ótrú­lega fal­leg, ósnort­in og heil­ög á ein­hvern hátt. Það var svo sterkt að finna að hér var lands­lag sem hafði ekki verið yf­ir­tekið eða eyðilagt af byggð og fram­kvæmd­um. Mér fannst Ísa­fjörður vera dæmi um sam­fé­lag sem lifði með land­inu, annaðist það og verndaði. Þetta var staður sem virki­lega snerti hjartað,“ seg­ir Bashin sem er kom­in aft­ur til Íslands, 11 árum eft­ir að þau hjón­in gengu í hjóna­band á Ísaf­irði 2014. 100 gest­ir frá Banda­ríkj­un­um og aust­ur­lönd­um mættu til Ísa­fjarðar og er ekki er hægt að segja annað en þau hafi upp­lifað æv­in­týri. Óveður gekk yfir Ísland og ekki reynd­ist unnt að sigla út í Vig­ur þar sem vígsla og veisla áttu að fara fram. 

Það jafnast fátt á við bjartar íslenskar sumarnætur, jafnvel þótt …
Það jafn­ast fátt á við bjart­ar ís­lensk­ar sum­ar­næt­ur, jafn­vel þótt það sé óveður. Ljós­mynd/​Aðsend
Hjónin sýndu góða danstakta í brúðkaupinu.
Hjón­in sýndu góða danstakta í brúðkaup­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún seg­ist hafa fundið sterkt fyr­ir því þegar þau fóru af landi brott 2014 að þau vildu heim­sækja Ísland aft­ur. 

​„Strax þegar við fór­um viss­um við að við vild­um snúa aft­ur. Það var sam­bland af stór­brot­inni nátt­úr­unni og fólk­inu. Svo hlýtt og mót­tæki­legt sam­fé­lag. Greip­ur hafði byggt upp svo ein­stak­an kjarna í kring­um Við Djúpið. Við töl­um um „salt of the earth“, fólk sem er jarðbundið, ein­lægt og ekki fast í bull­inu. Ég fann að fólkið lifði með skýr­ari for­gangs­röðun og ró. Það hafði djúp áhrif á mig,“ seg­ir Bashin og á þá við Greip Gísla­son stjórn­anda tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Við Djúpið. 

Hjónin dansa ennþá í takt 11 árum eftir giftinguna.
Hjón­in dansa ennþá í takt 11 árum eft­ir gift­ing­una. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þegar ég læt hug­ann reika til brúðkaups­ins þá upp­lifði ég sterkt að hlut­irn­ir voru ekki að fara sam­kvæmt upp­runa­legu áætl­un­inni. Það var ákveðin óvissa í loft­inu. Ekki beint stress, held­ur meira eins og til­finn­ing­in að þurfa að sleppa tök­un­um og treysta því sem væri að mót­ast. Það er það sem ég man einna helst, svona í hrein­skilni. En það sem stend­ur sterk­ast eft­ir er hvernig sam­fé­lagið tók utan um okk­ur. Allt varð svo sam­stillt. Fólk sem við þekkt­um og jafn­vel þekkt­um alls ekki, kom sam­an og hjálpaði okk­ur að skapa eitt­hvað fal­legt og eft­ir­minni­legt. Þetta var ekki bara brúðkaup, held­ur sam­eig­in­leg at­höfn þorps­ins, þar sem við fund­um hvað það get­ur verið magnað þegar marg­ir leggja hönd á plóg­inn. Það var virki­lega fal­legt.“

Brúðkaupsveislan fór fram í skíðaskálnum því ekki var fært út …
Brúðkaups­veisl­an fór fram í skíðaskáln­um því ekki var fært út í Vig­ur. Ljós­mynd/​Aðsend
Hér er brúðurin að gera sig tilbúna fyrir stóra daginn.
Hér er brúðurin að gera sig til­búna fyr­ir stóra dag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend
Meena Bashin var fallega klædd á brúðkaupsdaginn sinn.
Meena Bashin var fal­lega klædd á brúðkaups­dag­inn sinn. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig líður þér að koma aft­ur til Íslands? 

„Ég verð mjög til­finn­inga­söm bara við að hugsa um það. Spenn­an er mik­il, en líka eitt­hvað dýpra innra með mér. Við erum að snúa aft­ur á stað sem hef­ur haft djúp áhrif á líf okk­ar. Að koma núna með börn­in okk­ar sem voru ekki einu sinni til þegar við vor­um þarna fyrst, það er mjög sér­stakt. Það er eins og fal­leg­ur hring­ur lok­ist, og við séum að bjóða næstu kyn­slóð vel­komna inn í eitt­hvað sem okk­ur þykir heil­agt. Ísa­fjörður varð hluti af okk­ar sögu, bæði í gegn­um tón­list­ar­hátíðina og brúðkaupið. Að fá að deila því núna með börn­un­um okk­ar og hitta aft­ur fólkið sem okk­ur þykir vænt um. Það er mjög dýr­mætt,“ seg­ir hún. 

Owen Dalby.
Owen Dal­by. Ljós­mynd/​Aðsend
Lúpínur voru notaðar í borðskreytingar.
Lúpín­ur voru notaðar í borðskreyt­ing­ar. Ljós­mynd/​Aðsend
Kransakakan var skreytt með íslenska fánanum og svo var teikning …
Kran­sakak­an var skreytt með ís­lenska fán­an­um og svo var teikn­ing á toppn­um sem gerði kök­una per­sónu­lega. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Hilmar Örn Hilmarsson gaf brúðhjónin saman.
Hilm­ar Örn Hilm­ars­son gaf brúðhjón­in sam­an. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda