Jón Ásgeir og Ingibjörg létu sig ekki vanta

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir voru á Kastrup …
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir voru á Kastrup í gærkvöldi. Samsett mynd

Veit­ingastaður­inn Kast­rup opnaði aft­ur í gær eft­ir margra vikna glímu við yf­ir­völd og fjöl­menntu fastak­únn­ar og stjörn­ur á veit­ingastaðinn vin­sæla. Viðskipta­hjón­in Jón Ásgeir Jó­hann­es­son og Ingi­björg Stef­an­ía Pálma­dótt­ir voru á meðal gesta en hún er eig­andi staðar­ins í dag. Lilja Líf Pálm­ars­dótt­ir og Sig­ríður Vava Björns­dótt­ir reka staðinn fyr­ir hönd Ingi­bjarg­ar Stef­an­íu.

Þar voru líka hjón­in Jakob Frí­mann Magnús­son tón­list­armaður og Birna Rún Gísla­dótt­ir, Áslaug Magnús­dótt­ir viðskipta­kona og maður henn­ar Sacha Tu­eni sem er aust­ur­rísk­ur frum­kvöðull. Á staðnum var líka Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir fyrr­ver­andi ráðherra en hún komst í frétt­ir í vet­ur þegar hún bjargaði manns­lífi á staðnum þegar hún beitti Hemlich-aðferðinni. Þar var líka Ólöf Skafta­dótt­ir Komið gott-stjarna, listamaður­inn Korkimon, Guðrún Niel­sen fram­kvæmda­stjóri Pekron, Anna Fríða Gísla­dótt­ir súkkulaðidrottn­ing, Signý Tryggva­dótt­ir, Tóm­as Jónas­son lög­fræðing­ur og Vikt­or Lorange. 

Áslaug Magnúsdóttir.
Áslaug Magnús­dótt­ir.
Ólöf Skaftadóttir var á Kastrup.
Ólöf Skafta­dótt­ir var á Kast­rup. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á Kastrup.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir mætti á Kast­rup. mbl.is/​Karítas

Staðnum var lokað fyr­ir rúm­um mánuði vegna van­greiddra skatta fyrr­ver­andi rekstr­araðila líkt og fjallað var um í blá­byrj­un maí­mánaðar. Sá náði ekki samn­ing­um við Skatt­inn og hef­ur því lokið af­skipt­um af Kast­rup.

En nú hef­ur veit­ingastaður­inn fengið leyfi og opnaði í gær­kvöldi. Þar verður sami gamli mat­seðill­inn og sama starfs­fólk og verið hef­ur, en 101 hót­el ásamt starfs­fólki veit­ingastaðar­ins sem fastak­únn­ar þekkja vel taka við rekstri veit­ingastaðar­ins.

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frí­mann Magnús­son. mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda