Sóley Bára og Daníel Guðjohnsen eldheit í Malmö

Knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen og dansarinn Sóley Bára Þórunnardóttir eru …
Knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen og dansarinn Sóley Bára Þórunnardóttir eru nýtt par. Samsett mynd

Dans­ar­inn Sól­ey Bára Þór­unn­ar­dótt­ir og knatt­spyrnumaður­inn Daní­el Trist­an Guðjohnsen eru nýtt og glæsi­legt par.

Sól­ey Bára er 20 ára dans­ari og starfar sem dans­kenn­ari hjá Dansstudio World Class. Hún hef­ur einnig verið áber­andi sem dans­ari á sviði og hef­ur dansað með ýms­um lista­mönn­um, þar á meðal með Ice Guys þegar þeir héldu eft­ir­minni­lega tón­leika í Laug­ar­dals­höll fyrr á ár­inu. Sól­ey er auk þess með reynslu af fyr­ir­sætu­störf­um, en hún hef­ur setið fyr­ir hjá fyr­ir­tækj­um á borð við Metta Sport og Silki Svefn.

Spil­ar fyr­ir sterk­asta knatt­spyrnulið Svíþjóðar

Daní­el Trist­an er 19 ára og yngsti son­ur knatt­spyrnu­manns­ins Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragn­hild­ar Sveins­dótt­ur píla­tes-kenn­ara. Hann er góður í fót­bolta líkt og faðir hans og spil­ar nú með Mal­mö FF, sem er talið eitt sterk­asta knatt­spyrnulið Svíþjóðar. 

Parið virðist njóta lífs­ins sam­an í Mal­mö þessa dag­ana og ósk­ar Smart­land nýja par­inu til ham­ingju með ást­ina!

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda