Dansarinn Sóley Bára Þórunnardóttir og knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen eru nýtt og glæsilegt par.
Sóley Bára er 20 ára dansari og starfar sem danskennari hjá Dansstudio World Class. Hún hefur einnig verið áberandi sem dansari á sviði og hefur dansað með ýmsum listamönnum, þar á meðal með Ice Guys þegar þeir héldu eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll fyrr á árinu. Sóley er auk þess með reynslu af fyrirsætustörfum, en hún hefur setið fyrir hjá fyrirtækjum á borð við Metta Sport og Silki Svefn.
Daníel Tristan er 19 ára og yngsti sonur knattspyrnumannsins Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur pílates-kennara. Hann er góður í fótbolta líkt og faðir hans og spilar nú með Malmö FF, sem er talið eitt sterkasta knattspyrnulið Svíþjóðar.
Parið virðist njóta lífsins saman í Malmö þessa dagana og óskar Smartland nýja parinu til hamingju með ástina!