Eiginkonan heldur honum í formi

Hjalti Úrsus Árnason.
Hjalti Úrsus Árnason. Ljósmynd/Hilmar Gunnarsson

Vöðvatröllið Hjalti Úrsus Árna­son held­ur sér í formi með lík­ams­rækt og tal­ar mikið við fé­laga sína því hann seg­ir að þeir séu and­leg of­ur­menni og hafi góð áhrif á hann.

Hvað ger­ir þú til að halda þér í formi? Stunda lík­ams­rækt hjá Eld­ingu í Mos­fells­bæ. Þar fer ég í tæki og ketil­bjöll­ur, hita upp á hlaupa­bretti í 20 mín­út­ur og lyfti í 40 mín. Svo fer ég í ketil­bjöllu­tíma hjá kon­unni minni, Höllu Heim­is­dótt­ur, en hún er frá­bær þjálf­ari.

Hvað ger­ir þú til að viðhalda and­legri heilsu? Ekki nægi­lega mikið greini­lega. Ég reyni að lesa glæpa­sög­ur - á ensku og ís­lensku og svo hef ég mik­inn áhuga á tækni og vís­ind­um. Ég tala mikið við bræður mína og fé­laga sem marg­ir hverj­ir eru and­leg of­ur­menni.

Hvað borðar þú til að láta þér líða bet­ur? Fisk, kjúk­ling og ávexti. Soðin ýsa er í miklu upp­á­haldi ásamt kart­öfl­um, smjöri og rúg­brauði. Köld app­el­sína úr ís­skápn­um er einnig góð.

Upp­á­halds­mat­ur­inn? Ind­versk­ur og lamba­læri í mömm­ustíl með sósu, brúnuðum kart­öfl­um og græn­um baun­um. Ég kynnt­ist ind­versk­um mat meðan á dvöl minni í Skotlandi stóð og kol­féll fyr­ir hon­um.

Hugs­ar þú mikið um út­litið? Ætli manni sé ekki meira um­hugað um heils­una en út­litið.

Hvað ger­ir þú til að líta bet­ur út? Reyni að passa mataræði og hreyfa mig.

Lum­ar þú á leynitrix­um varðandi út­litið? Nei, ekki mikið, ég fer í klipp­ingu og svo finnst mér gott að kom­ast í sól. Ég er nokkuð sátt­ur við það sem ég fékk í vöggu­gjöf. Næg hreyf­ing og and­leg gæði láta alla líta vel út.

Hvað finnst þér um fegr­un­araðgerðir? Þær eru komn­ar út í rugl, sér í lagi þegar mynd­ar­leg­ar kon­ur líta út eins og ófreskj­ur eft­ir aðgerð.

Hvað ertu með í snyrti­budd­unni? Týndi henni fyr­ir 20 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda