Elska að vera eins

Þormóður Jónsson og Valgeir Magnússon.
Þormóður Jónsson og Valgeir Magnússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aug­lýs­inga­menn­irn­ir Þormóður Jóns­son hjá Fít­on og Val­geir Magnús­son hjá Pip­ar eru tveir best klæddu menn lands­ins. Á dög­un­um mættu þeir eins klædd­ir þegar Tíma­mót­um, fylgi­blaði Morg­un­blaðsins og New York Times, var fagnað í Land­sprenti, prent­smiðju Morg­un­blaðsins. Jakk­arn­ir eru frá Kor­máki og Skildi og eru úr fín­asta tveed-efn­inu. „Við fé­lag­arn­ir fór­um sam­an að kaupa jakka eins og alltaf. Þormóður er far­inn að leita mikið til mín með tískuráð enda vill hann vera eins og ég. Und­an­farið hef ég leyft hon­um að koma með mér í versl­un­ar­leiðangra,“ seg­ir Val­geir Magnús­son.

Val­geir seg­ist hafa fallið fyr­ir jakk­an­um því hann er með vönduðum og fal­leg­um köfl­um og að lit­ur­inn væri framúrsk­ar­andi. Spurður hvort það megi sjá þá fé­lag­ana í eins föt­um í framtíðinni seg­ir hann svo vera. „Við ætl­um fram­veg­is að kaupa föt sem end­ast vel, sem munu lifa út æv­ina. Þannig að við get­um verið eins klædd­ir við flest tæki­færi.“

Hvað dreym­ir ykk­ur um að eign­ast í fata­skáp­inn? „Hann dreym­ir ekki um neitt, held­ur vill vera eins og ég. Með vor­inu verðum við í köfl­ótt­um jakka­föt­um með stutt­bux­um sem ég er að láta sníða á okk­ur. Hann þarf að vísu núm­eri stærri en ég því hann er orðinn svo­lítið feit­ur,“ seg­ir Val­geir.

Guðmundur Pálsson, Valgeir Magnússon og Gylfi Þór Þorsteinsson.
Guðmund­ur Páls­son, Val­geir Magnús­son og Gylfi Þór Þor­steins­son. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda