Elska að vera eins

Þormóður Jónsson og Valgeir Magnússon.
Þormóður Jónsson og Valgeir Magnússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aug­lýs­inga­menn­irn­ir Þormóður Jóns­son hjá Fít­on og Val­geir Magnús­son hjá Pip­ar eru tveir best klæddu menn lands­ins. Á dög­un­um mættu þeir eins klædd­ir þegar Tíma­mót­um, fylgi­blaði Morg­un­blaðsins og New York Times, var fagnað í Land­sprenti, prent­smiðju Morg­un­blaðsins. Jakk­arn­ir eru frá Kor­máki og Skildi og eru úr fín­asta tveed-efn­inu. „Við fé­lag­arn­ir fór­um sam­an að kaupa jakka eins og alltaf. Þormóður er far­inn að leita mikið til mín með tískuráð enda vill hann vera eins og ég. Und­an­farið hef ég leyft hon­um að koma með mér í versl­un­ar­leiðangra,“ seg­ir Val­geir Magnús­son.

Val­geir seg­ist hafa fallið fyr­ir jakk­an­um því hann er með vönduðum og fal­leg­um köfl­um og að lit­ur­inn væri framúrsk­ar­andi. Spurður hvort það megi sjá þá fé­lag­ana í eins föt­um í framtíðinni seg­ir hann svo vera. „Við ætl­um fram­veg­is að kaupa föt sem end­ast vel, sem munu lifa út æv­ina. Þannig að við get­um verið eins klædd­ir við flest tæki­færi.“

Hvað dreym­ir ykk­ur um að eign­ast í fata­skáp­inn? „Hann dreym­ir ekki um neitt, held­ur vill vera eins og ég. Með vor­inu verðum við í köfl­ótt­um jakka­föt­um með stutt­bux­um sem ég er að láta sníða á okk­ur. Hann þarf að vísu núm­eri stærri en ég því hann er orðinn svo­lítið feit­ur,“ seg­ir Val­geir.

Guðmundur Pálsson, Valgeir Magnússon og Gylfi Þór Þorsteinsson.
Guðmund­ur Páls­son, Val­geir Magnús­son og Gylfi Þór Þor­steins­son. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda