50 bestu fegrunarráðin

Hunang og maukuð lárpera eru nefnd sem hráefni í góðan …
Hunang og maukuð lárpera eru nefnd sem hráefni í góðan andlitsmaska. mbl.is

Bresk­ar kon­ur geta verið ansi hug­mynda­rík­ar þegar kem­ur að feg­urðarráðum. Tek­in hafa verið sam­an helstu fegr­un­ar­ráð breskra kvenna og á list­an­um er meðal ann­ars mælt með því að sofa á bak­inu til þess að koma í veg fyr­ir hrukk­ur og nota of­næm­is­lyf til þess að draga úr roða í kinn­um. Það sem þó trón­ir í efsta sæti er hið gam­al­kunna ráð að setja gúrk­ur á aug­un til þess að gera þau frísk­legri.

50 bestu fegr­un­ar­ráðin:


1. Gúrk­ur á augu.

2. Drekka tvo lítra af vatni á dag.

3. Tann­krem á ból­ur.

4. Setja kalda og raka te­poka á aug­un.

5. Talkúm­duft í hár svo að hárið líti ekki út fyr­ir að vera fitugt.

6. Til þess að fá mjúka fæt­ur á að sofa í sokk­um sem eru full­ir af rakakremi.

7. Klípa í kinn­ar til þess að fá nátt­úru­leg­an roða.

8. Raka hár af fót­um með hár­nær­ingu.

9. Til þess að lýsa hár skal nota sítr­ónusafa.

10. Drekka nóg af mjólk.

11. Tann­krem á mýbit hjálp­ar húðinni að gróa.

12. Naglalakk geym­ist best inni í ís­skáp.

13. Mat­ar­sódi til þess að gera tenn­urn­ar hvít­ari.

14. Vasel­ín til þess að halda auga­brún­um í skefj­um.

15. Ef maður á ekki þar til gerðan kinna­lit má nota varalit í staðinn á kinn­arn­ar.

16. Skola hárið upp úr ed­iki til þess að fá auk­inn gljáa.

17. Úða hár­burst­ann með ilm­vatni.

18. Fiska­fótsnyrt­ing til þess að fá mýkri fæt­ur.

19. Kald­ar te­skeiðar lagðar á augu til þess að draga úr bólg­um.

20. Nota hun­ang sem and­lits­maska.

21. Nota skal tonna­tak á brotn­ar negl­ur.

22. Setja and­litið í gufubað sem sam­an­stend­ur af heitu vatni og fersk­um jurt­um.

23. Vasel­ín notað til þess að draga úr úfnu hári.

24. Hita skal augn­hára­brett­ara fyr­ir notk­un.

25. Sofa á bak­inu til þess að forðast hrukk­ur.

26. Setja syk­ur í sáp­una til þess að hreinsa húðina.

27. Skola hárið með bjór.

28. Strauja sítt hár til þess að slétta það (þetta var greini­lega fyr­ir daga sléttu­járna).

29. Sítr­ónusafi notaður til þess að gera negl­ur hvít­ari.

30. Geyma augn­blý­anta og varaliti inni í ís­skáp.

31. Bæta mjólk út í baðið.

32. Setja hrá egg í hárið til þess að fá það til að glansa.

33. Nota hvítt­un­ar­t­ann­krem til þess að ná gervi­brúnku af lóf­um.

34. Blanda dropa af olíu sam­an við farða til þess að húðin ljómi.

35. Nudda skal ís­mola á and­litið til þess að draga úr hrukk­um og ból­um.

36. Nota köldu still­ing­una á hárþurrk­unni til þess að full­komna maskar­ann.

37. Sofðu á silki­púða til þess að draga úr hrukk­um.

38. Nota tóm­atsósu til þess að ná hár­lit úr hár­inu.

39. Grasker­sol­ía eða kó­kosol­ía er góð til þess að gefa hár­inu raka.

40. Bursta húðina með kaffi til þess að vinna á app­el­sínu­húð.

41. Mauka lárperu og bera á húðina.

42. Farðu í kalda sturtu til þess að gera brjóst­in stærri og stinn­ari.

43. Berðu kvöld­vorrósarol­íu á ból­ur til þess að flýta fyr­ir bata.

44. Notaðu of­næm­is­lyf til þess að draga úr roða í kinn­um.

45. Nuddaðu fersk­um jarðarberj­um í and­litið til þess að frekn­urn­ar hverfi.

46. Notaðu trönu­berja­safa til þess að fá auk­inn glans í hárið og dýpka hár­lit­inn.

47. Bættu pip­armintu­olíu í vara­sal­vann til þess að fá betri stút á munn­inn.

48. Blanda sam­an geri og vatni til þess að lýsa and­lits­hár.

49. Ef maður vill fá hið eft­ir­sókna­verða „smokey eye“-út­lit þá má nota brunna eld­spýtu.

50. Úða skal sítr­ónusafa á rakt hár til þess að fá fram góða áferð.




Gamla góða gúrkan er góð fyrir augun.
Gamla góða gúrk­an er góð fyr­ir aug­un. Þor­vald­ur Örn Krist­munds­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda