Allar stúlkur 10. bekkjar í þjóðbúningum

Stúlkurnar í 10. bekk mættu allar í þjóðbúningum á þorrablótið.
Stúlkurnar í 10. bekk mættu allar í þjóðbúningum á þorrablótið. Af vef Grunnskóla Ísafjarðar.

Á föstu­dags­kvöld fór fram þorra­blót 10. bekkj­ar Grunn­skól­ans á Ísaf­irði en það eru for­eldr­ar og for­ráðamenn nem­enda bekkj­ar­ins sem hafa veg og vanda að blót­inu. Kristján Andri Guðjóns­son sá um veislu­stjórn og stýrði fjölda­söng ásamt Ing­unni Ósk Sturlu­dótt­ur, skóla­stjóra Tón­list­ar­skóla Ísa­fjarðar, við und­ir­leik Beötu Joó kenn­ara við TÍ. 

„Eft­ir að all­ir höfðu snætt sinn þorramat úr trog­um buðu for­eldr­ar og kenn­ar­ar upp á skemmti­atriði, sem var mjög vel tekið. Að borðhaldi loknu var svo stig­inn dans við harm­ón­íku­leik og var virki­lega gam­an að sjá ung­ling­ana dansa gömlu dans­ana við for­eldra, afa og ömm­ur,“ seg­ir á vef GÍ en þar má finna fjölda mynda sem tekn­ar voru þetta kvöld.

Þá kem­ur fram að ís­lenski þjóðbún­ing­ur­inn hafi verið áber­andi þetta kvöld og skörtuðu all­ar stúlk­ur bekkj­ar­ins slík­um bún­ing­um og setti það skemmti­leg­an hátíðarsvip á sam­kom­una. 

Sjá frétt á vef Bæj­ar­ins besta og á vef Grunn­skóla Ísa­fjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda