Íslenska hráefnið tryggir verðmæta hönnun

„Línan er innblásin af íslenskri veðráttu í öllu sínu veldi.“
„Línan er innblásin af íslenskri veðráttu í öllu sínu veldi.“

Hönnuður­inn Sig­ríður Sunn­eva Vig­fús­dótt­ir sem hann­ar und­ir merk­inu Sunn­eva verður með sýn­ingu á nýrri mokka­skinns­línu sem kall­ast DEMBA í versl­un­inni Gotta á Hönn­un­ar­Mars. Sig­ríður Sunn­eva seg­ir stíl sinn inn­blás­inn af sí­gild­um ít­ölsk­um stíl með skandína­vísk­um áhrif­um, hvað varðar varðandi liti og út­færslu en hún hef­ur ávallt unnið með ís­lenskt hrá­efni.

Íslenskt mokka- og loðskinn, vax­bor­in bóm­ull og ull hef­ur ein­kennt hönn­un Sig­ríðar Sunn­eva í gegn­um tíðina. „Þar slær hjarta mitt. Það að vinna að stærst­um hluta með ís­lenskt hrá­efni styrk­ir mig í trúnni um að var­an sé ein­stak­ari og verðmæt­ari held­ur en ef not­ast væri ein­ung­is við inn­flutt hrá­efni sem hugs­an­lega hef­ur verið flutt um hálf­an hnött­inn að ég tali nú ekki um gervi­efn­in.“

DEMBA verður sýnd í versluninni GOTTA á HönnunarMars.
DEMBA verður sýnd í versl­un­inni GOTTA á Hönn­un­ar­Mars.

„Ég mun kynna lín­una DEMBA og segja frá inn­blæstr­in­um að baki lín­unn­ar, helstu sér­kenn­um henn­ar og nýj­ung­um,“ út­skýr­ir Sig­ríður Sunn­eva. „Lín­an er inn­blás­in af ís­lenskri veðráttu í öllu sínu veldi og er DEMBA skír­skot­un til vot­v­irðis sem get­ur brostið á all­an árs­ins hring. DEMBA er vatns­held mokka­skinns­lína, hugsuð sem nýr vink­ill á úti­vistarfatnað fyr­ir bæði lands­menn og ferðamenn. Flík­urn­ar eru sér­stak­lega hannaðar með það að leiðarljósi að geta nýst all­an árs­ins hring, ekki bara yfir vetr­ar­tím­ann eins og hefðin hef­ur verið með hina sí­gildu mokkaflík. Þetta er lít­il lína sem er þró­un­ar­verk­efni milli Sunn­eva Design og Loðskinns.“ Seg­ir Sig­ríður Sunn­eva Verk­efnið hlaut  styrk frá Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands.“

 „Ég ákvað í sam­ráði við Ingu, eig­anda GOTTU, að sýna ein­ung­is fjór­ar flík­ur úr lín­unni og þar af leiðandi hef­ur vinnu­álagið verið hæfi­legt,“ seg­ir Sig­ríður Sunn­eva aðspurð um vinnu­ferlið á bakvið DEMBU. „Auk þess hef ég góðan aðgang að öfl­ug­um ís­lensk­um hrá­efn­is­birgja og kunn­átta og reynsla inn­an míns fyr­ir­tæk­is er mik­il þegar kem­ur að sér­hæfðri fram­leiðslu úr því hrá­efni sem notað er í lín­una. Þannig að það má segja að vinnu­ferlið hafi gengið þræl­vel.“

Brans­inn hef­ur breyst mikið síðan Sig­ríður Sunn­eva byrjaði

Merkið Sunn­eva var stofnað árið 1995 þannig að Sig­ríður Sunn­eva hef­ur verið lengi í brans­an­um. Hún seg­ir tölu­verða breyt­ingu hafa orðið á brans­an­um síðan hún byrjaði. „Fata­hönn­un var fá­menn og lítið þekkt starfstétt á Íslandi þegar ég flutti heim frá Ítal­íu fyr­ir um það bil 20 árum. Síðan hef­ur fjölgað jafnt og þétt í hópn­um, sér­stak­lega með til­komu hönn­un­ar­deilda Lista­há­skól­ans og Hönn­un­ar­miðstöðvar­inn­ar. Skiln­ing­ur á mik­il­vægi grein­ar­inn­ar hef­ur einnig auk­ist mikið.“

Íslenskt mokka- og loðskinn, vaxborin bómull og ull hefur einkennt …
Íslenskt mokka- og loðskinn, vax­bor­in bóm­ull og ull hef­ur ein­kennt hönn­un Sig­ríðar Sunn­eva í gegn­um tíðina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda