Í hverju voru prinsessurnar?

Mary krónprinsessa Danmerkur ásamt Friðriki eiginmanni sínum.
Mary krónprinsessa Danmerkur ásamt Friðriki eiginmanni sínum. Ljósmynd/Kongehuset.dk

Prinsessur og drottningar voru allar í sínu fínasta pússi í Amalíuhöll í gærkvöldi þegar Margrét Þórhildur Danadrottning bauð til hátíðarkvöldverðar í tilefni af opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar til Kaupmannahafnar.

Mary krónprinsessa Danmerkur var með kórónu sem hún keypti sjálf á dögunum. Kórónan er með rúbínum og demöntum. Hún var þó ekki bara í kórónunni því hún var í pilsi frá Oscar de la Renta. Við pilsið var hún í svörtum topp. Hún hefur áður sést í þessum topp en þá hefur hún verið í öðru að neðan.

Mary krónprinsessa Danmerkur ásamt Friðriki eiginmanni sínum.
Mary krónprinsessa Danmerkur ásamt Friðriki eiginmanni sínum. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Marie prinsessa og eiginkona Jóakims Danaprins var með demantaskreytta kórónu. Þetta er sama kórónan og hún gifti sig með þegar þau Jóakim gengu í hjónaband. Kjóllinn sem Marie klæddist virðist vera nýr en hún hefur ekki sést í honum áður opinberlega. 

Marie prinsessa Danmerkur ásamt Jóakim eiginmanni sínum.
Marie prinsessa Danmerkur ásamt Jóakim eiginmanni sínum. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál