Stjúpmæðgur á leið í jarðarför í Vatíkaninu?

Það mætti halda að stjúpmæðgurnar væru staddar í jarðarför en …
Það mætti halda að stjúpmæðgurnar væru staddar í jarðarför en ekki opinberri heimsókn. mbl.is/AFP

For­seti Banda­ríkj­anna var í op­in­berri heim­sókn í Vatíkan­inu og með hon­um í för voru meðal ann­ars eig­in­kona hans, Mel­ania, og dótt­ir hans Ivanka. Það vakti at­hygli að þær skyldu klæða sig í svart­an síðerma kjól með slæðu eins og hefð er fyr­ir í Vatíkan­inu en hvor­ug notaði slæðu í heim­sókn sinni í Sádi-Ar­ab­íu fyr­ir helgi. 

Frans páfí þykir einnig hafa slakað á regl­um Vatík­ans­ins og því lík­lega ekki kraf­ist klæðaburðar­ins. Ein­hverj­ir myndu halda að þær væru í jarðarför í Vatíkan­inu en ekki í op­in­berri heim­sókn. Þær hafa þó ef til vill aðeins viljað sýna virðingu en sam­kvæmt The Tel­egraph var Mel­ania í kjól frá Dolce and Gabb­ana sem er ein­mitt ít­alskt merki. 

Melania Trump.
Mel­ania Trump. mbl.is/​AFP
Ivanka Trump ásamt Jared Kushner.
Ivanka Trump ásamt Jared Kus­hner. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda