Hefur myndað fyrir Chanel og Dior

Kári er einn af okkar fremstu tískuljósmyndurum um þessar mundir.
Kári er einn af okkar fremstu tískuljósmyndurum um þessar mundir. Ljósmynd/Kári Sverris

Kári Sverris­son ljós­mynd­ari nýt­ur vel­gengni í fagi sínu víðsveg­ar um heim­inn. Hann skrifaði ný­verið und­ir samn­ing við eina stærstu umboðsskrif­stofu Þýska­lands. Kári hef­ur verið að vinna fyr­ir ELLE Magaz­ine, Max Mara Group, CHANEL og Dior svo eitt­hvað sé nefnt. 

Aðspurður hvaðan hann sé seg­ist hann vera Reyk­vík­ing­ur og allt frá barns­aldri hafi tíska og hönn­un verið í hans nærum­hverfi. „For­eldr­ar mín­ir ráku vin­sæl­ar versl­an­ir á ní­unda ára­tugn­um í borg­inni, ég vann sjálf­ur tengt tísku í mörg ár svo ætli ég myndi ekki segja að ég hafi bæði fæðst með áhug­ann og einnig fengið frá­bæra kynn­ingu í gegn­um upp­eldi mitt og svo seinna starfs­reynsl­una,“ seg­ir Kári og bæt­ir við að hann hafi átt sterk­ar fyr­ir­mynd­ir í for­eldr­um sín­um. Þau hafi kennti hon­um vinnu­semi og þraut­seigju.
Ljós­mynd/​Kári Sverr­is

Mennt­un er góður grunn­ur

Ljós­mynd­un hafði lengi blundað í Kára, þó það hafi tekið hann tíma að taka ákvörðun um að gera fagið að sinni aðal­vinnu. Hann ákvað að fara utan í ljós­mynda­nám árið 2014 í London Col­l­e­ge of Fashi­on, en inn í þenn­an virta skóla komst hann beint í masters­nám vegna hæfi­leika og getu á sínu sviði. „London er frá­bær borg og skól­inn sá allra besti að margra mati, svo ég fékk gott tæki­færi til að und­ir­búa mig fyr­ir framtíðina. Þetta 15 mánaða nám breytti ferli mín­um sem ljós­mynd­ara, efldi tengslanet mitt og fékk mig til að skoða fer­il­inn út frá stærra sam­hengi.“

Kári býr á Íslandi og í Þýskalandi þar sem hann hef­ur verið að starfa fyr­ir virta umboðsskrif­stofu. En ný­verið skrifaði hann und­ir samn­ing við eina stærstu umboðsskrif­stofu Þýska­lands. Hann er einnig með sitt eigið fyr­ir­tæki hér á landi, Ice­land Creati­ves, sem er umboðsskrif­stofa og fram­leiðslu­fyr­ir­tæki sem hann rek­ur með Ingu Eiriks­dótt­ur. En þess má geta að Inga hef­ur langa og víðtæka reynslu í fyr­ir­sætu­heim­in­um. „Ég er einnig að kenna í ljós­mynda­skól­an­um hér heima, og hef mjög gam­an að því.“

Aðspurður hvernig sé að vinna hér heima og er­lend­is seg­ir hann ólíkt að starfa á Íslandi og í Þýskalandi. „Sem er áhuga­vert að mínu mati. Þjóðverj­ar eru skipu­lagðir, panta mann mánuð fyr­ir tím­ann, og senda dag­skrá nokkr­um dög­um fyr­ir mynda­töku og sjá um nán­ast allt sem þarf að hugsa fyr­ir. Á meðan Íslend­ing­ar eru skemmti­lega af­slappaðir, hér er sumt óskipu­lagðara en ein­fald­ara. Mér þykir vænt um að fá tæki­færi til að starfa út um all­an heim, og ekki síst að fá verk­efni hér heima. En hér á ég tvö börn sem ég nýt að vera með. Svo hlut­irn­ir eru ná­kvæm­lega eins og ég vil hafa þá í dag,“ seg­ir hann og bæt­ir við. „Þó ég sjái fyr­ir mér að gera ennþá fleiri spenn­andi verk­efni í framtíðinni.“

Ljós­mynd/​Kári Sverr­is

Það þarf hug­rekki til að skipta um fer­il

En hvernig vissi Kári að hann langaði að leggja ljós­mynd­un fyr­ir sig? „Ég vann sjálf­ur í tísku-iðnaðinum og fann hvað það togaði í mig að skapa, að búa til ver­öld og vera að gera eitt­hvað list­rænt. Svo þegar ég keypti mér fyrst mynda­vél árið 2005, byrjaði ég bara að fikra mig áfram og það tók mig ekki lang­an tíma að átta mig á að þetta væri það sem mig langaði að gera.“

Aðspurður hvernig það hafi verið að skipta um starfs­vett­vang á besta aldri seg­ir Kári að lengi vel hafi hann stundað ljós­mynd­un með vinnu, en síðan hafi hann tekið ákvörðun um að mennta sig í fag­inu og svo fara al­veg inn í ljós­mynda­brans­ann. „Ég viður­kenni al­veg að það reyndi á hug­rekkið, en í skól­an­um fékk ég líka staðfest­ingu á því að áhuga mín­um fylgdu hæfi­leik­ar og það hafði ég að leiðarljósi þegar ég steig þessi skref til fulls.“

Kára bauðst eins og fyrr hef­ur komið fram að fara beint í masters­nám í London Col­l­e­ge of Fashi­on vegna þeirr­ar hæfni sem hann sýndi í ljós­mynd­un. Hvaða áhrif hef­ur slíkt á fer­il­inn? „Í þess­um frá­bæra skóla er fyrst og fremst góð kennsla. Kenn­ar­arn­ir eru framúrsk­ar­andi í sínu fagi og nem­end­urn­ir þeir bestu hverju sinni í heim­in­um. En ætli ég verði ekki að leggja að jöfnu, kennsl­una og tengslanetið sem maður fær á að vera í þessu námi.“

Kári er ein­læg­ur þegar hann seg­ir að hann sé þakk­lát­ur fyr­ir öll þau tæki­færi sem hann hef­ur fengið í lífi og starfi. „Ég trúi því að það sem ég legg í vinn­una mína og reyni að gera á upp­byggi­leg­an hátt fái ég til baka. Það er eitt­hvað sem er okk­ur æðra og því tel ég að ef ég er vak­andi í líf­inu, þá fái ég þau tæki­færi sem mér eru ætluð í þessu lífi.“

Hjartað lagt í vinn­una

Kári hef­ur und­an­farið verið að sinna verk­efn­um fyr­ir ELLE Magaz­ine, Max Mara Group, tískuþátt fyr­ir CHANEL og förðunarþátt fyr­ir Dior o.fl., en hann hef­ur einnig verið að taka upp áhuga­verðar aug­lýs­ing­ar hér á landi. Aðspurður hvernig ljós­mynd­ari hann sé seg­ir hann erfitt að út­skýra það sjálf­ur. „Ég hef oft heyrt að ég hafi minn eig­in stíl, að mynd­irn­ar mín­ar séu per­sónu­leg­ar, að ég nái teng­ingu við viðfangs­efnið en samt úr ákveðinni fjar­lægð og það sé ákveðin kyrrð yfir mynd­un­um. Fagið hitt­ir mig í hjart­astað, ég vona alla­vega að það komi fram á ein­hvern hátt í mynd­un­um.“

En hverju fleira hef­ur Kári áhuga á? „Ég er mikið fyr­ir fjöl­skyld­una og á tvö ynd­is­leg börn á Íslandi, sem er megin­á­stæða þess að ég sæki hingað í vinnu og viðveru um þess­ar mund­ir. En ég á líka kær­asta í Þýskalandi, sem heit­ir Ben og við eig­um frá­bær­ar stund­ir sam­an sem skipta mig máli.“

Þegar kem­ur að framtíðinni, þá er aug­ljóst að Kári er jarðbund­inn maður, hann dreym­ir um að eiga býli í heitu landi með dýr­um. „Svo væri ég til í að ferðast út um all­an heim að sinna verk­efn­um, sem ég get valið sjálf­ur að taka. Það að hafa val skipt­ir mig máli,“ seg­ir þessi ein­lægi ljós­mynd­ari að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda