Rúrik rakaði hárið á Aroni

Rúrík Gíslason rakar hárið á Aroni Einari Gunnarssyni. Myndin birtist …
Rúrík Gíslason rakar hárið á Aroni Einari Gunnarssyni. Myndin birtist á Instagram Story. Ljósmynd/Instagram

Aron Ein­ar Gunn­ars­son, fyr­irliði ís­lenska landsliðsins, lét Rúrik Gísla­son raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fast­ir í út­lönd­um og frek­ar upp­tekn­ir við störf sín þurfa þeir nefni­lega að hjálpa hver öðrum. Hár þarf að klippa og negl­ur þarf að snyrta. Það fylg­ir þó ekki sög­unni hvort Rúrik hafi klippt tánegl­urn­ar á Aroni Ein­ari.  

Aron Ein­ar var krúnurakaður þegar ís­lenska landsliðið keppti við Arg­entínu á laug­ar­dag­inn var í Moskvu en eins og þeir vita sem hafa verið með þessa hár­greiðslu þá þarf að viðhalda henni á nokk­urra daga fresti. Þá kom Rúrik til bjarg­ar og af mynd­inni að dæma er hann frek­ar góður í þessu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda