Þetta þarftu eftir nótt í tjaldi

Óheppi­leg staða kom upp í lífi mínu um dag­inn þegar von­biðill stakk upp á því að við fær­um í úti­legu um helg­ina. Sem ein­hleyp kona á fer­tugs­aldri kann ég að hafa ýkt ágæti mitt við þenn­an herra­mann og hugs­an­lega talið hon­um trú um að ég væri mik­il úti­vist­ar­mann­eskja og fjalla­geit, ég er þó ekki enn þá far­in að ljúga til um ald­ur.

Ég lenti í svipaðri stöðu fyr­ir nokkr­um árum en þá stakk maður­inn upp á stefnu­móti þar sem við mynd­um hlaupa upp Esj­una og ég leysti það ein­fald­lega með því að hætta að svara hon­um. En ég get ekki beitt sömu aðferð við þenn­an mann því hann er skemmti­leg­ur og hef­ur ekki slitið sam­band­inu þrátt fyr­ir áhorf mitt á Fat­her Brown á RÚV, sem mamma hans elsk­ar líka og er átt­ræð.

Þegar ég hugsa um að sofa í tjaldi hryll­ir mig við til­hugs­un­inni um að vakna morg­un­inn eft­ir sveitt, loftið heitt og raka­fyllt, hárið út í loftið, förðunin enn þá á en kom­in út um allt og enda­laus haus­verk­ur. Allt þetta án þess þó að drekka áfengi. Í þetta skiptið er ég búin að lesa mér til um hvernig ég tækla þetta verk­efni og hvað ég þarf til þess að virka frísk­leg sem sum­ar­blóm dag­inn eft­ir nótt í tjaldi.

Augn­hár­in lituð

Maskari get­ur verið erfiður í úti­legu svo gott ráð er að lita augn­hár­in fyr­ir helg­ina svo þú þurf­ir ekki nauðsyn­lega á maskara að halda.

Þurr­sjampó er nauðsyn

Það er lík­lega erfiðast að halda hár­inu í lagi í úti­leg­um. Hatt­ar og der­húf­ur fara mér ekki vel svo ég mun treysta á þurr­sjampó. Marg­ir hafa verið að benda mér á Dav­ines Hair Refres­her svo ég prófaði það og ekki verður aft­ur snúið. Það sýg­ur í sig olíu og ger­ir hárið fyllra ásýnd­ar en þyng­ir það ekki.

Davines Hair Refresher, 3.190 kr.
Dav­ines Hair Refres­her, 3.190 kr.

Hreinsi­klút­ar

Hingað til hef ég aldrei notað hreinsi­klúta en ný­lega kom MAC Gently Off Wipes + Micell­ar Water á markað en það eru hreinsi­klút­ar sem sér­stak­lega eru hannaðir fyr­ir viðkvæma húð og augu og þeir henta mér mjög vel. Formúl­an er án ilm- og litar­efna, án sápu og alkó­hóls og stífl­ar ekki húðina.  

MAC Gently Off Wipes + Micellar Water, 2.390 kr.
MAC Gently Off Wipes + Micell­ar Water, 2.390 kr.

And­lits­hreins­ir sem þarf ekki vatn

Þar sem ég ætla ekki að vera hlaup­andi um tjaldsvæðið í leit að renn­andi vatni þurfti ég aðeins að leggja höfuðið í bleyti hvað and­lits­hreinsi varðar. Þó að hreinsi­klút­arn­ir geri sitt vil ég hafa öfl­ug­an and­lits­hreinsi við hönd­ina. Í nýju and­lits­hreinsilínu Chanel eru tvær mjög áhuga­verðar formúl­ur en önn­ur breyt­ist úr and­lits­mjólk yfir í vatn og hin breyt­ist úr and­lits­mjólk yfir í olíu. Báðar formúl­urn­ar henta öll­um húðgerðum en þú get­ur valið hvort þú vilj­ir létta eða kremaðri áferð. Í öll­um vör­um þess­ar­ar nýju hreinsilínu ein­blín­ir Chanel á að losa húðina við um­hverf­is­meng­un og halda henni í jafn­vægi en virku inni­halds­efn­in í lín­unni eru blá­ir smáþör­ung­ar sem vernda húðfrum­urn­ar fyr­ir áhrif­um um­hverf­is­meng­un­ar og Mar­ine Salicornia-extrakt sem styrk­ir húðina og veit­ir henni raka. Ekki þarf að skola hreins­inn af held­ur ein­fald­lega þurrka hann af með bóm­ull en ein­fald­lega hreinsi­klút­un­um sem ég nefndi hér fyr­ir ofan.

Chanel Le Lait Fraicheur D’Eau Anti-Pollution Cleansing Milk-To-Water, 5.799 kr., …
Chanel Le Lait Fraicheur D’Eau Anti-Polluti­on Cle­ans­ing Milk-To-Water, 5.799 kr., og Chanel Le Lait Doucheur D’Huile Anti-Polluti­on Cle­ans­ing Milk-To-Oil, 5.799 kr.

„Puf­fy eyes“ haldið í skefj­um

Ef­laust mun ég halda blekk­ing­unni áfram þegar ég og von­biðill­inn versl­um í mat­inn um helg­ina og ég seg­ist bara borða græn­meti og ávexti. Síðar um kvöldið verð ég lík­lega kom­in með hönd­ina í snakk- og lakk­rí­s­pok­ann og morg­un­inn eft­ir verð ég með þrútna augn­um­gjörð. Allt kæl­andi er besti vin­ur manns á þess­ari stundu og það sem reyn­ist mér best eru rakag­el sem koma í umbúðum með stál­kúlu til þess að rúlla und­ir og yfir aug­un. Stálkúl­an er alltaf köld og und­an­farið hef ég verið að nota stór­kost­legt líf­rænt rakag­el und­ir aug­un sem nefn­ist Bi­oef­fect EGF eye Ser­um. Þetta er ekki bara kæl­andi fyr­ir aug­un held­ur minnk­ar þetta hrukk­ur. 

EGF-augnserumið frá Bioeffect. Það kostar 6.590 kr. og fæst í …
EGF-augnserumið frá Bi­oef­fect. Það kost­ar 6.590 kr. og fæst í Lyfju.

Hár­vör­ur sem vernda hárið – í ferðastærð

Þetta ótrú­lega hent­uga sett af hár­vör­um var að koma í sölu frá Label.m og nefn­ist Sun Ed­iti­on Sum­mer Mini Set. Vör­urn­ar vinna gegn úfn­ingi í hár­inu, vernda hár­lit­inn og auka glans svo hárið virki sem heil­brigðast. Settið inni­held­ur raka­gef­andi sjampó, nær­andi hár­maska, pró­tín-sprey sem veit­ir nær­ingu, hita­vörn og glans ásamt nær­andi hárol­íu sem ver hárið gegn skemmd­um af völd­um hita, salti og klór ásamt því að veita auk­inn gljáa.

 

Label.m Sun Edition Summer Mini Set, 4.290 kr.
Label.m Sun Ed­iti­on Sum­mer Mini Set, 4.290 kr.

 

Rakakrem með ljóma – í ferðastærð

Fátt veit­ir jafn­hratt frísk­legri ásýnd og raki og ljómi svo ég mun vera með hið klass­íska MAC Strobe Cream, í ferðastærð auðvitað, í snyrti­vesk­inu. Formúl­an er hlaðin raka og andoxun­ar­efn­um og þetta er allt sem maður þarf til að byrja dag­inn vel.

MAC Strobe Cream Travel Size, 1.790 kr.
MAC Strobe Cream Tra­vel Size, 1.790 kr.

Hylj­ari og púður í stað farða

Það gæti verið freist­andi að hlaða á sig farða til að fela mygl­una eft­ir nótt í tjaldi en í raun get­ur slíkt gert hlut­ina verri. Fullþekj­andi farði get­ur gjarn­an gert mann þreytu­legri svo ég mun halda fersk­leik­an­um í há­marki með því að setja smá raka­gef­andi hylj­ara und­ir aug­un, í kring­um nefið og þar sem ein­hverj­ar mis­fell­ur eru og setja létt púður yfir til að halda öllu á sín­um stað. Ég er búin að vera að nota sama hylj­ar­ann í tvö ár núna og það virðist eng­inn toppa hann en það er NARS Radi­ant Crea­my Conceal­er, ef þú hef­ur ekki prófað hann skaltu gera það og upp­lifa sama krafta­verk og ég gerði. Til að festa allt í sessi nota ég alltaf lausa púðrið frá ILIA og núna er kom­in sér­stök sumar­út­gáfa af því sem nefn­ist ILIA Radi­ant Translucent Powder SPF 20 er með smá lit, ljóma og SPF 20 sól­ar­vörn. Með líf­ræn inni­halds­efni á borð við aloe vera og ástar­ald­in þá mun ég næla mér í eitt slíkt fyr­ir helg­ina.

NARS Radiant Creamy Concealer, 3.400 kr. (ASOS)
NARS Radi­ant Crea­my Conceal­er, 3.400 kr. (ASOS)
ILIA Radiant Translucent Powder SPF 20, 5.490 kr. (Nola)
ILIA Radi­ant Translucent Powder SPF 20, 5.490 kr. (Nola)

Fjölþætt­ar snyrti­vör­ur

Til að spara bæði tíma og pláss er alltaf gott að grípa í snyrti­vör­ur sem nota má á ýms­an hátt og jafn­vel sama formúla sem nota má á kinn­ar, var­ir og jafn­vel augu. Und­an­farið hef ég mikið verið að grípa í By Terry Glow Expert Duo Stick en það er tví­skipt formúla sem er bæði kinna­lit­ur og bronzer/​ljómi. Formúl­an er ótrú­lega mjúk og helst vel á húðinni. Í vik­unni kom svo á markað ILIA Essential Face Palette sem inni­held­ur fjóra liti: tveir þeirra eru kinna- og varalit­ir og tveir eru ljóma­formúl­ur. Alla lit­ina má nota á aug­un líka og formúl­an er líf­ræn.  

By Terry Glow Expert Duo Stick, 5.800 kr. (Madison Ilmhús)
By Terry Glow Expert Duo Stick, 5.800 kr. (Madi­son Ilm­hús)
ILIA Essential Face Palette, 6.590 kr. (Nola)
ILIA Essential Face Palette, 6.590 kr. (Nola)

Förðunin skal stand­ast rign­ingu og storm

Ekki vil ég vera búin að setja upp and­litið eft­ir erfiða nótt í tjald­inu og sjá það svo renna af í rign­ing­unni. Ef ég þarf að láta förðuna hald­ast á til hel­vít­is og til baka spreyja ég vel af Ur­ban Decay All Nig­hter Polluti­on Protecti­on yfir förðun­ina. Þessi formúla ver húðina einnig gegn um­hverf­is­meng­un og sindurefn­um en í próf­un­um ent­ist förðunin í allt að 16 klukku­tíma með þessu spreyi.

Urban Decay All Nighter Pollution Protection, 3.999 kr.
Ur­ban Decay All Nig­hter Polluti­on Protecti­on, 3.999 kr.

 

Ilm­ur í ferðaformi

Ilm­vatn get­ur ýmsu bjargað á ög­ur­stundu í úti­legu og ég á alltaf til ilm­vötn­in mín í litl­um ferðaút­gáf­um því ég hef ekki pláss í vesk­inu fyr­ir heilu flösk­urn­ar (auk annarra flaska). Ilm­vatns­fram­leiðand­inn Byr­edo sel­ur ferðasett sem inni­halda þrjú ilm­vatn hvert og eru þetta allt vin­sæl­ustu ilm­vötn merk­is­ins. Hlaupa og kaupa eru orð sem koma upp í huga minn.

Byredo-ferðasett, 11.700 kr. (3 x 12 ml.) (Madison Ilmhús)
Byr­edo-ferðasett, 11.700 kr. (3 x 12 ml.) (Madi­son Ilm­hús)

Vertu með á sam­fé­lags­miðlun­um:

 

In­sta­gram: @Snyrtipenn­inn

Face­book: Snyrtipenn­inn

Snapchat: Snyrtipenn­inn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda