Þetta þarftu eftir nótt í tjaldi

Óheppileg staða kom upp í lífi mínu um daginn þegar vonbiðill stakk upp á því að við færum í útilegu um helgina. Sem einhleyp kona á fertugsaldri kann ég að hafa ýkt ágæti mitt við þennan herramann og hugsanlega talið honum trú um að ég væri mikil útivistarmanneskja og fjallageit, ég er þó ekki enn þá farin að ljúga til um aldur.

Ég lenti í svipaðri stöðu fyrir nokkrum árum en þá stakk maðurinn upp á stefnumóti þar sem við myndum hlaupa upp Esjuna og ég leysti það einfaldlega með því að hætta að svara honum. En ég get ekki beitt sömu aðferð við þennan mann því hann er skemmtilegur og hefur ekki slitið sambandinu þrátt fyrir áhorf mitt á Father Brown á RÚV, sem mamma hans elskar líka og er áttræð.

Þegar ég hugsa um að sofa í tjaldi hryllir mig við tilhugsuninni um að vakna morguninn eftir sveitt, loftið heitt og rakafyllt, hárið út í loftið, förðunin enn þá á en komin út um allt og endalaus hausverkur. Allt þetta án þess þó að drekka áfengi. Í þetta skiptið er ég búin að lesa mér til um hvernig ég tækla þetta verkefni og hvað ég þarf til þess að virka frískleg sem sumarblóm daginn eftir nótt í tjaldi.

Augnhárin lituð

Maskari getur verið erfiður í útilegu svo gott ráð er að lita augnhárin fyrir helgina svo þú þurfir ekki nauðsynlega á maskara að halda.

Þurrsjampó er nauðsyn

Það er líklega erfiðast að halda hárinu í lagi í útilegum. Hattar og derhúfur fara mér ekki vel svo ég mun treysta á þurrsjampó. Margir hafa verið að benda mér á Davines Hair Refresher svo ég prófaði það og ekki verður aftur snúið. Það sýgur í sig olíu og gerir hárið fyllra ásýndar en þyngir það ekki.

Davines Hair Refresher, 3.190 kr.
Davines Hair Refresher, 3.190 kr.

Hreinsiklútar

Hingað til hef ég aldrei notað hreinsiklúta en nýlega kom MAC Gently Off Wipes + Micellar Water á markað en það eru hreinsiklútar sem sérstaklega eru hannaðir fyrir viðkvæma húð og augu og þeir henta mér mjög vel. Formúlan er án ilm- og litarefna, án sápu og alkóhóls og stíflar ekki húðina.  

MAC Gently Off Wipes + Micellar Water, 2.390 kr.
MAC Gently Off Wipes + Micellar Water, 2.390 kr.

Andlitshreinsir sem þarf ekki vatn

Þar sem ég ætla ekki að vera hlaupandi um tjaldsvæðið í leit að rennandi vatni þurfti ég aðeins að leggja höfuðið í bleyti hvað andlitshreinsi varðar. Þó að hreinsiklútarnir geri sitt vil ég hafa öflugan andlitshreinsi við höndina. Í nýju andlitshreinsilínu Chanel eru tvær mjög áhugaverðar formúlur en önnur breytist úr andlitsmjólk yfir í vatn og hin breytist úr andlitsmjólk yfir í olíu. Báðar formúlurnar henta öllum húðgerðum en þú getur valið hvort þú viljir létta eða kremaðri áferð. Í öllum vörum þessarar nýju hreinsilínu einblínir Chanel á að losa húðina við umhverfismengun og halda henni í jafnvægi en virku innihaldsefnin í línunni eru bláir smáþörungar sem vernda húðfrumurnar fyrir áhrifum umhverfismengunar og Marine Salicornia-extrakt sem styrkir húðina og veitir henni raka. Ekki þarf að skola hreinsinn af heldur einfaldlega þurrka hann af með bómull en einfaldlega hreinsiklútunum sem ég nefndi hér fyrir ofan.

Chanel Le Lait Fraicheur D’Eau Anti-Pollution Cleansing Milk-To-Water, 5.799 kr., …
Chanel Le Lait Fraicheur D’Eau Anti-Pollution Cleansing Milk-To-Water, 5.799 kr., og Chanel Le Lait Doucheur D’Huile Anti-Pollution Cleansing Milk-To-Oil, 5.799 kr.

„Puffy eyes“ haldið í skefjum

Eflaust mun ég halda blekkingunni áfram þegar ég og vonbiðillinn verslum í matinn um helgina og ég segist bara borða grænmeti og ávexti. Síðar um kvöldið verð ég líklega komin með höndina í snakk- og lakkríspokann og morguninn eftir verð ég með þrútna augnumgjörð. Allt kælandi er besti vinur manns á þessari stundu og það sem reynist mér best eru rakagel sem koma í umbúðum með stálkúlu til þess að rúlla undir og yfir augun. Stálkúlan er alltaf köld og undanfarið hef ég verið að nota stórkostlegt lífrænt rakagel undir augun sem nefnist Bioeffect EGF eye Serum. Þetta er ekki bara kælandi fyrir augun heldur minnkar þetta hrukkur. 

EGF-augnserumið frá Bioeffect. Það kostar 6.590 kr. og fæst í …
EGF-augnserumið frá Bioeffect. Það kostar 6.590 kr. og fæst í Lyfju.

Hárvörur sem vernda hárið – í ferðastærð

Þetta ótrúlega hentuga sett af hárvörum var að koma í sölu frá Label.m og nefnist Sun Edition Summer Mini Set. Vörurnar vinna gegn úfningi í hárinu, vernda hárlitinn og auka glans svo hárið virki sem heilbrigðast. Settið inniheldur rakagefandi sjampó, nærandi hármaska, prótín-sprey sem veitir næringu, hitavörn og glans ásamt nærandi hárolíu sem ver hárið gegn skemmdum af völdum hita, salti og klór ásamt því að veita aukinn gljáa.

 

Label.m Sun Edition Summer Mini Set, 4.290 kr.
Label.m Sun Edition Summer Mini Set, 4.290 kr.

 

Rakakrem með ljóma – í ferðastærð

Fátt veitir jafnhratt frísklegri ásýnd og raki og ljómi svo ég mun vera með hið klassíska MAC Strobe Cream, í ferðastærð auðvitað, í snyrtiveskinu. Formúlan er hlaðin raka og andoxunarefnum og þetta er allt sem maður þarf til að byrja daginn vel.

MAC Strobe Cream Travel Size, 1.790 kr.
MAC Strobe Cream Travel Size, 1.790 kr.

Hyljari og púður í stað farða

Það gæti verið freistandi að hlaða á sig farða til að fela mygluna eftir nótt í tjaldi en í raun getur slíkt gert hlutina verri. Fullþekjandi farði getur gjarnan gert mann þreytulegri svo ég mun halda ferskleikanum í hámarki með því að setja smá rakagefandi hyljara undir augun, í kringum nefið og þar sem einhverjar misfellur eru og setja létt púður yfir til að halda öllu á sínum stað. Ég er búin að vera að nota sama hyljarann í tvö ár núna og það virðist enginn toppa hann en það er NARS Radiant Creamy Concealer, ef þú hefur ekki prófað hann skaltu gera það og upplifa sama kraftaverk og ég gerði. Til að festa allt í sessi nota ég alltaf lausa púðrið frá ILIA og núna er komin sérstök sumarútgáfa af því sem nefnist ILIA Radiant Translucent Powder SPF 20 er með smá lit, ljóma og SPF 20 sólarvörn. Með lífræn innihaldsefni á borð við aloe vera og ástaraldin þá mun ég næla mér í eitt slíkt fyrir helgina.

NARS Radiant Creamy Concealer, 3.400 kr. (ASOS)
NARS Radiant Creamy Concealer, 3.400 kr. (ASOS)
ILIA Radiant Translucent Powder SPF 20, 5.490 kr. (Nola)
ILIA Radiant Translucent Powder SPF 20, 5.490 kr. (Nola)

Fjölþættar snyrtivörur

Til að spara bæði tíma og pláss er alltaf gott að grípa í snyrtivörur sem nota má á ýmsan hátt og jafnvel sama formúla sem nota má á kinnar, varir og jafnvel augu. Undanfarið hef ég mikið verið að grípa í By Terry Glow Expert Duo Stick en það er tvískipt formúla sem er bæði kinnalitur og bronzer/ljómi. Formúlan er ótrúlega mjúk og helst vel á húðinni. Í vikunni kom svo á markað ILIA Essential Face Palette sem inniheldur fjóra liti: tveir þeirra eru kinna- og varalitir og tveir eru ljómaformúlur. Alla litina má nota á augun líka og formúlan er lífræn.  

By Terry Glow Expert Duo Stick, 5.800 kr. (Madison Ilmhús)
By Terry Glow Expert Duo Stick, 5.800 kr. (Madison Ilmhús)
ILIA Essential Face Palette, 6.590 kr. (Nola)
ILIA Essential Face Palette, 6.590 kr. (Nola)

Förðunin skal standast rigningu og storm

Ekki vil ég vera búin að setja upp andlitið eftir erfiða nótt í tjaldinu og sjá það svo renna af í rigningunni. Ef ég þarf að láta förðuna haldast á til helvítis og til baka spreyja ég vel af Urban Decay All Nighter Pollution Protection yfir förðunina. Þessi formúla ver húðina einnig gegn umhverfismengun og sindurefnum en í prófunum entist förðunin í allt að 16 klukkutíma með þessu spreyi.

Urban Decay All Nighter Pollution Protection, 3.999 kr.
Urban Decay All Nighter Pollution Protection, 3.999 kr.

 

Ilmur í ferðaformi

Ilmvatn getur ýmsu bjargað á ögurstundu í útilegu og ég á alltaf til ilmvötnin mín í litlum ferðaútgáfum því ég hef ekki pláss í veskinu fyrir heilu flöskurnar (auk annarra flaska). Ilmvatnsframleiðandinn Byredo selur ferðasett sem innihalda þrjú ilmvatn hvert og eru þetta allt vinsælustu ilmvötn merkisins. Hlaupa og kaupa eru orð sem koma upp í huga minn.

Byredo-ferðasett, 11.700 kr. (3 x 12 ml.) (Madison Ilmhús)
Byredo-ferðasett, 11.700 kr. (3 x 12 ml.) (Madison Ilmhús)

Vertu með á samfélagsmiðlunum:

 

Instagram: @Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

Snapchat: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda